Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 103
ÁST OG 'GRÓÐUR
ÚRVAL.
stigann, og hann sá að Kordelía,
klædd í slopp, beið eftir honum.
„Góða nótt“, sagði hann.
Það var svækjuloft í húsinu. Hann
langaði ekki til að eiga heima í
því lengur. Hann bjóst til að fara
aftur niður stigann.
„Hún er falleg, það er ekki hægt
að neita því,“ sagði Kordelía.
„Þurfum við að vera að tala um
þetta?“
„Ég held að við eigum að tala um
það."
„Ég sé enga ástæðu til þess,“ sagði
hann. „Ég fer niður og fæ mér sjúss."
Þegar hann var kominn að stig-
anum, sagði Kordelía:
„Ég vil tala um þetta. Núna.“
„Einmit það?“
Siðan sagði hún, upp úr þurru og
hispurslaust:
„Það er ekki talað um annað meira
í nágrehninu." „Það gengur ekki á
öðru en andstyggilegustu slúðursög-
um.“
„Því líður ekki vel nema það hafi
eitthvað til að smjatta á,“ sagði
hann.
Hann hélt áfram að ganga niður
stigann. Þegar hann var kominn
hálfa leið, heyrði hann að hún kom
hlaupandi á eftir honum. Hún hreytti
út úr sér, hálfhvíslandi:
„Þú gætir þó séð sóma þinn í að
bíða meðan ég er að tala við þig!“
„Þá það,“ sagði hann. Hann var
kominn niður stigann. Hann heyrði
að stúlkurnar voru að þvo glös í
eldhúsinu.
„Ég verð hér.“
„Ekki þarna," sagði hún. „Ekki
þarna."
Hann opnaði skáp og fann viskíið.
Hann gekk fram að dyrunum með
flöskuna í annarri hendinni og glas
í hinni. Úti í garðinum var þung
og áfeng síðsumarsanganinn svo ynd-
isleg, að hann gekk áfram tíu eða
fimmtán metra og andaði að sér
fersku, ilmandi loftinu, áður en hann
varð þess var, að hún var á hælum
hans.
„Ef þú gætir sýnt þá tillitssemi,
að standa kyrr í mínútu eða svo,
gæti ég sagt það sem ég þarf að
segja."
„Ég stend kyrr.“ Hann storkaði
henni með því að lyfta flöskunni. „I
eina mínútu."
„Það sem ég þarf að segja, tekur
ekki mínútu," sagði hún.
„Gott," sagði hann. „Ágætt"
Það var alltaf sama tilgangslausa,
þreytandi rifrildið eftir samkvæmin.
Hann langaði ekki að hlusta á hana.
Það var tilgangslaust að hlusta.
Allt i einu mundi hann eftir gömlu
jómfrúnum, sem könnuðust ekki við
sperglana. Það var þess háttar fólk,
heimskt og leiðinlegt, sem hún valdi
sér að vinum. Það voru svo frá-
munalegir bjálfar, að hann fór að
hlæja.
„Mér finnst hlátur ekki eiga við
á þessari stund."
„Ekki það? Það voru tvær konur,
sem þekktu ekki spergla," sagði
hann. „Vinkonur þínar. Fjandi fynd-
ið.“
„Afskaplega fyndið."
Þau þögðu bæði andartak; síðan
sagði hún:
„Ef þú ert búinn með brandarann,
þá ætla ég að tala um sumarhúsið.
101