Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 25
NÝTT UM EÐLI DRAUMA
ir. Er það þegar við erum að
sofna? Eða um miðja nótt?
Eða kannski þegar við erum að
fálma eftir vekjaraklukkunni ?
Tilraunir Kleitmans og Dem-
ents með 30 draumamenn leiddu
í ljós að menn dreymir nokkr-
um sinnum á nóttu, en aðeins
þegar svefninn er á sérstöku
stigi.
Gangurinn er þessi: I fyrstu
sígur svefninn hægt á okkur.
Draumsýnir koma og fara.
Myndir birtast, bylgjast líkt og
speglun í gáróttu vatni og
hverfa. En um skipulegan
draum er ekki að ræða. Við er-
um ekki enn alveg sofnuð.
Skyndilega sígur á okkur djúp-
ur svefn, sem stendur yfir í um
30 mínútur, en ekki tvo tíma
eins og almennt hefur verið tal-
ið. Því næst léttist svefninn aft-
ur og kemst á léttasta stig um
það bil 70 mínútum eftir að við
sofnuðum. í fyrsta skipti sem við
komumst á þetta stig erum við
á því að meðaltali 9 mínútur, og
þá er það sem fyrsti draumur
næturinnar kemur til okkar. Þar
næst sígur aftur á okkur djúp-
ur svefn, en þó ekki eins djúp-
ur og í fyrra skiptið.
Hérumbil tveimur og hálfri
stundu eftir að við sofnuðum
komust við aftur á hið létta stig
draumasvefnsins og erum þar í
19 mínútur. Seinna kemur aft-
ur 24 mínútna draumatími.
Næsta draumaskeiðið kemur í
byrjun sjöundu stundar og
stendur í 28 mínútur eða meira.
fTRVAL
Ef við sofum þetta skeið á enda
getum við vænzt þess að fá
hálfan tíma djúpan svefn á eftir.
Þá komumst* við aftur á hið
létta draumastig og erum á því
þangað til við vöknum.
I svefninum grípa draumarnir
athygli okkar eins og hugtækur
sjónleikur. Þegar við nálgumst
draumastigið hagræðum við
okkur í rúminu, axlir og lendar
leita sér að nýjum stellingum.
Við hreyfum handleggi og fæt-
ur. Höfuðið leitar að nýrri stell-
ingu á koddanum. Vísindamenn-
irnir líkja okkur við fólk í leik-
húsi, sem bíður þess eirðarlaust í
sæti sínu að tjaldið sé dregið frá.
Þegar draumurinn byrjar
hættum við að hreyfa okkur —
nema augun, þau fylgjast með
því sem gerist. Svo þegar
draumnum lýkur hætta augn-s
hreyfingarnar. Við förum aft-
ur að bylta okkur. Leiknum er
lokið og það kemst aftur ókyrrð
á áhorfendurna.
Milljónir manna vakna á
hverjum morgni án þess að
minnast þess nokkuð að þá hafi
dreymt. Hvemig má það vera?
Ein skýringin er sú, að við bæl-
um af ásettu ráði niður óþægi-
lega drauma, alveg eins og þeg-
ar við í vöku bægjum vitandi
vits úr huga okkar því sem vald-
ið hefur okkur óþægindum. En
í eðli draumsins felst jafnvel
enn upprunalegri ástæða.
í lífeðlisfræðilegum skilningi
á draumurinn sér stað langt
fyrir neðan þröskuld hinnar
23