Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 89
ÁST OG GRÓÐUR
ÚRVAJL
Enginn litur, jafnvel ekki á vegg-
fóðrinu á stigapallinum, sem einu
sinni hafði verið með stórgerðu,
silfurlitu og kaffihrúnu mynztri, var
lengur sjáanlegur. Tíminn, rykið og
engisprettur hersins höfðu máð
hann út.
Þegar hann leit við og horfði nið-
ur stigann brá honum að sjá hana
svo unga og yndislega, með bleikan
kamelíuvöndinn i höndunum í þessu
umhverfi. Enn einu sinni fann hann
ástríðuna hríslast um sig, samfara
dálítilli óþolinmæði.
Hún leit upp. Það sázt greinilega
á svip hans, hvernig homun var inn-
anbrjósts, og hún sagði:
„Er nokkuð að?“.
,,Nei,“ sagði hann. „Það er ekkert
að.“
Það var bæði tilgangslaust og
bjánalegt að vera að þramma um
auð, rykfállin gólfin, fara úr einu
auðu herbergi í annað. Það var ekk-
ert á því að græða og hann varð
stöðugt óþolinmóðari. Hversu mjög
sem hann þráði að kyssa hana, þá
gat hann ekki gert það í þessu um-
hverfi eyðileggingar og niðurníðslu,
ekki í brotnum stiganum, ekki í
rykmettuðu lofti dauðrar veraldar.
Honum létti þegar þau komu í
hinn enda hússins, þar sem herberg-
in voru minni og vissu út að garð-
inum. Hann hafði steingleymt her-
bergjaskipuninni, en þarna hafði
þjónustufólkið búið áður fyrr. Allt í
einu opnaði hún einar dyrnar og
hrópaði:
„Það eru húsgögn hérna inni. Rúm
og fleira —"
„Einkennilegt," sagði hann. „Það
getur ekki verið. Hamingjan góða!“
1 herberginu var legubekkur, stóll
og lítið borð, og smáábreiða á gólf-
inu. Franski glugginn sneri út að
svölunum með járnriði. Hann stóð
forviða í gættinni andartak, en svo
mundi hann eftir öllu.
Hér höfðu brunaverðir haft að-
setur á stríðsárimum, þegar loftá-
rásirnar dundu yfir, hérna höfðu
þeir skyggnzt um eftir óvinum,
hitað sér te og sofið. Af svölunum
var gott útsýni yfir garðinn, auð
gróðurhúsin og úteftir dalnum. Hann
mundi eftir þvi öllu: stiganum á
þakinu, vatnsfötunum, skóflimum,
sandpokunum og sandinum. Ein-
kennilegt hvað maður gat verið
gleyminn. Hann hafði meira að segja
sjálfur haft slökkvidælu og sjö eða
átta æfða menn og það höfðu verið
haldnar brunaliðsæfingar. Honum
hafði þótt bara gaman að því,
Hann opnaði franska gluggann og
horfði nokkra stund niður í garðinn,
þar sem sedrusviður, netlur og þistill
óx hvað innan um annað. Glugginn
vissi mót vestri, og nú streymdu
hlýir sólargeislarnir inn í herbergið,
þrungnir gróðurangan.
Þegar hann sneri sér við, til þess
að segja stúlkunni frá herberginu,
legubekknum og brunavörðunum, sá.
hann að hún stóð rétt fyrir aftan
hann og var að horfa yfir dalinn.
Enn einu sinni varð höfuðklúturinn
þess valdandi að honum rann í skap
og enn tók hún eftir svipbrigðunum
á andliti hans.
„Hvað er að —?“
„Það er bara klúturinn," sagði
hann.
87