Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 86

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 86
TJRVAL ÁST OG GRÓÐUR gætni, og allt virtist ganga að ósk- um þar til styrjöldin skall á. Þar sem hann var landeigandi og bóndi, fór hann ekki i stríðið, enda þótt hann væri ungur. Það var ekki heldur nauðsynlegt, því að i nútíma- styrjöld verður hver hermaður eða flugmaður að hafa að minnsta kosti tíu manns að baki sér, til þess að sjá honum fyrir öllum útbúnaði og nauðþurftum. Það þurftu ekki allir að berjast. Hann var þá kyrr heima á búgarði sínum, framleiddi mat- væli, sem svo mikill skortur var á, plægði aftur land sem ekki hafði verið brotið um aldir, lauk upp nægtabúri þess. Um þessar mundir flutti hann líka úr húsinu í garðinum. Hann hafði aldrei kunnað við þá snikjudýrstil- veru, þar sem einn þjónn lifði á öðr- um þjóni og kjallarameistarar drotn- uðu yfir undirlægjum og hann hafði í rauninni aldrei verið hrifinn af gróðurhúsablómum. Útlendar skraut- jurtir voru svo óþjóðlegar, dýrar og óraunverulegar, tákn veraldar, sem hann var reiðubúinn að yfirgefa og afsala sér án minnsta saknaðar. Jarð- vegur og gras, tákn dýptar, efnis og raunveruleika, koma í þeirra stað; og' smámsaman fór hann að fá vís- indalegan áhuga á þessu tvennu, einkum grasinu. Og þessi áhugi var annað og meira en fræðileg ástríða. Hann varð að átrúnaði. Þegar hann ók jeppanum gegnum garðinn kvöldið eftir, ákvað hann að skreppa suðureftir, þar sem hann var að gera tilraun með þrjátíu eða fjörutíu tegundir af gras- og smára- afbrigðum á tveggja ekra spildu. Spildunni var skipt í skákir, þar sem jarðveginn skorti ýmist kalk, salt- pétur eða kalí, eða hvað sem það nú var, og þarna átti að gera til- raunir með grasið. Hann staðnæmdist þarna dálitla stund og horfði ánægður og hreykinn á grænkandi skákirnar. Veðrir hafði verið yndislegt um daginn; hvar- vetna fór hlýr vaxtarskjálftinn um grasið, laufið og blómin. Flugurnar suðuðu, og maður gat fundið vax- andi æðaslátt sumarsins i loftinu, á hásu kvaki svartþrastarins og hæðn- islegu gaggi gauksins. Þegar hann ók jeppanum aftur gegnum garðinn, sem þegar var orð- inn þurr og harður eftir sólskinið og sumstaðar tekinn að gulna af sóleyjum, kom hann auga á mann, sem var á skyrtunni við vinnu sina á grasflötinni. Þá mundi hann eftir áætlun sinni um að láta fara fram jarðvegsrannsóknir á gervalli iand- areigninni. Hann stöðvaði jeppann og gekk til manúsins, sem var að bora niður í svörðinn með verkfæri, sem líktist stórum nafar. „Sæll, Pritehard", sagði hann. „Hvernig gengur þér?" „Gott kvöld, herra." Maðurinn, sem var ungur að aldri, var bullsveittur. „Það er heitt. Sjáið þér þetta?" Hann hélt bornum á lofti og muldi trefjótta moldina af honum með fingrunum. „Þurr. skraufþurr." „Furðulegt". Moldin molnaði líkt og uppþornuð brúnkaka og dreifðist yfir hávaxnar sóleyjarnar. „Hvernig er jarðvegurinn hérna?" „Hann er sendinn. Ekki sem á- 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.