Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 45
AFRlKUDAGAR
tTRVAL
nuddast hefur djúpt inn í húð-
ina, en að lokum tekst það og
það stirnir á unga líkamina,
sem makaðir eru í rauðum lit
og feiti; en þau „fegrunarlyf“
eru í mestum hávegum höfð
hjá Óvambó-stúlkunum og að-
dáendum þeirra.
Brúðguminn færir nú tengda-
móður sinni hina venjulegu
gjöf — uxa, sem jafnskjótt er
slátrað þar á staðnum. Að því
búnu má hann fara heim með
brúði sína og hreykinn ber
hann henni heimanmundinn:
kjóla úr fagurlega litum skinn-
um og kýrvömbum, suðuáhöld
og körfur, að ógleymdum akur-
grefli, sem sízt af öllu má án
vera!
Unga konan fær nú bústað
út af fyrir sig og sérstakan
jarðarskika, sem hún verður að
annast upp frá því. Á hana er
litið sem gifta konu með öllum
réttindum og skyldum, er því
fylgja. Ef hún er þar á ofan
fyrsta eiginkona efnaðs manns,
nýtur hún mikilla forréttinda.
Hún er jafnframt talin gædd
sérstökum töfrakrafti. Til dæm-
is má enginn annar en fyrsta
frúin snerta smjörílátin, sem
maður hennar, hinar konumar
og vinnufólkið eiga að borða úr,
því að einungis með því móti
geta hjarðimar, sem eru á beit
úti í kjarrlendinu, orðið feitar
og frjósamar.
Öllu þessu og reyndar mörgu
fleim kynntist ég náið fyrir
stríðið, þegar ég var gestur
Nahemja Sjóvaleka. Oft höfðu
gráu valkyrjurnar ráðist á mig
í kjarrinu, en þær létu sér nægja
að flissa og æpa og skjóta mér
skelk í bringu. Þar sem ég var
gestur höfðingjans og tiginn
útlendingur, fannst jafnvel
þessum æðisgengna lýð sjálf-
sagt að sýna mér virðingu.
Eftir sautján ára fjarveru
kom ég aftur til Övambó-lands.
Mér hafði tekizt að koma boð-
um til höfðingjans um, að ég
væri á leiðinni og gat meira að
segja tiltekið daginn nokkum
veginn.
Sjóvaleka kom til móts við
mig ásamt ritara sínum og hóp
af ættingjum, og ég gekk til
hans með framrétta hönd. Ég
sá, að tár stóðu í augum gamla
mannsins. Hann sagði með
brostinni rödd:
„Vinur minn, vinur minn, þú
ert þá kominn aftur!“
Ég var viss um, að hann lang-
aði helzt af öllu til að faðma
mig. Hrærður yfir gleði hans
lagði ég hendumar á axlir hon-
um sem merki um vináttu og
leitaði að hæfilegum orðum til
að ávarpa hann:
„Ég gleðst, Nahemja, mikli
höfðingi, að sjá að allt er hér
eins og áður og þú sjálfur hefur
ekkert breytzt!"
Andlit hans ljómaði, er hann
heyrði þessi hrósyrði, sem sögð
voru í fyllstu einlægni; svo
hristi hann höfuðið.
„Við eldumst öll, vinur minn,
og einn góðan veðurdag hverf-
43