Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 85

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 85
ÁST OG GRÓÐUR URVAL orðið dimmt, og hann var nú einn yfir viskíinu, einn með angandi garð- inum og víðáttumikla auða gras- flæminu fyrir handan hann. Konan hans hét Kordelía; og hvemig sem þvi var varið, þá hafði hann ekki heldur getað fellt sig við það nafn. 3. Á vorin og sumrin var hann alltaf kominn á fætur klukkan sjö á morgn- ana og fór þá alltaf ökuferð um landareignina, ýmist í jeppa eða veiðivagni. Það var reglulegur unað- ur, oft dásamleg hressing eftir erfitt kvöld með Kordelíu og viskídrykkj- una, að aka eftir skógarstígunum, sem bryddir voru bláklukkum, vor- rósum og burkna, gegnum þykkni birki- og kastaníutrjáa, aka fram og aftur um dalinn, sem hafði upp á næstum alit að bjóða og endalausa tilbreytingu. Landareignin hafði ekki alltaf verið svona stór. Þegar faðir hans lézt var hún ekki nema tvö þúsund ekrur. Þá voru krepputímar. Paðir hans hafði verið hálfgerður nirfill en þó að mörgu leyti fyrirmyndar landeigandi, íhaldssamur og mann- legur, maður af gamla nxtjándu ald- ar skólanum, sem fólk óttaðist, en var þó i aðra röndina vel við. Bú- skapurinn hafði verið rekinn skyn- samlega og gætilega, ef til vill á óvísindalegan hátt, en þó með góð- um hagnaði. Vinnuaflið var ódýrt; það fengust tveir menn fyrir skild- ing. Tólf garðyrkjumenn, ásamt nokkrum aðstoðarpiitum, höfðu rækt- að fyrirtaks ávexti í gömlu görðun- um, sem voru girtir hlöðnum veggj- um, og í gróðurhúsunum, sem skýlt var fyrir köldum vindum með sedr- ustrjám. Allt blómgaðist og bar ríkulegan ávöxt með hægð og í kyrrð og ró, sem aldrei hafði þekkzt síðan og mundi aldrei koma aftur. Faðir hans hefði ekki getað dáið á heppilegri tíma, ef svo mætti að orði komast. Kreppan var erfið og langvarandi, hvarvetna voru land- eigendur að flosna upp. Faðir hans hafði alltaf verið þeirrar skoðunar, að betra væri hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja. Traust og góð aðstaða, ásamt hyggilega ávöxtuðum höfuðstól, hafði skapað þessa jarðeign, sem var eins og virki. Á slæmum tímum hætti maður sér ekki út fyrir virkisvegg- ina; og þegar vel áraði hafðist maður líka við innan þeirra. Launin fyrir hyggindin, höfuðstólin og forsjáln- ina var vellíðan þegar illa áraði, og aukin velsæld í góðærunum. Þessvegna hafði faðir hans aldrei keypt land. Hann var á móti út- þenslu, á sama hátt og hann var andvígur því að úða ávaxtatré. En eftir lát hans breyttist allt. Allt í kring um landareign hans voru jarðeignir, sem komnar voru í ó- rækt vegna kreppunnar og voru til sölu og þannig bættust við fimmtíu eða hundrað ekrur á einum stað; humlagarður eða ávaxtagarður á öðrum stað; mörg smábýli, skógar- spildur og enn ein mílan af ánni í viðbót. Þegar aðrir seldu jarðeign- ir sínar vegna kreppunnar og stríðs- óttans, keypti sonurinn þær. Og hann hélt áfram að kaupa, ódýrt og af 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.