Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 37
Allsnæktir — andleg eyðimörk?
Grein úr ,,Vi“,
eftir Mártin Edlund.
Hinar efnalegu og oft ónauðsynlegu allsnœktir — veröa þœr til
góðs eða ills ? Hin ytri velmegun tekur oft á sig kvtðvcenlegar
myndir, og hinn ameriski miðstéttarmaður er nú að kikna undir
þarflausu eða þarflitlu glingri sem hann hefur keypt upp á af-
borganir, knúinn áfram i hinni óstöövandi hringrás sálarlausrar
efnishyggju.
AÐ loknum vinnudegi fer
sjálfvirknifræðingurinn
með lyftunni niður þrjátíu
hæðir. Hann þarf ekki að lyfta
hendi frá því hann stígur út
úr vinnustofu sinni. Hið allt sjá-
andi rafmagnsauga opnar fyrir
hann lyftuna, setur hana af stað
og opnar hana fyrir hann aft-
ur. Það fylgir honum og greið-
ir leið hans út úr húsinu og
vakir yfir hverju spori hans.
Hann hefur ekki mætt neinum
manni. Hann yfirgefur nú hinn
ósýnilega hringmúr og gengur
hundrað metra spölinn að
rjómagulum kádiljáknum, bað-
aður sól hins eilífa sumars.
Eina ægilanga mínútu er hann
einn og hræddur, sæll og kvíð-
inn í senn, ofurseldur óþekkt-
um öflum. En tvo metra frá
kádiljáknum tekur hið sívak-
andi auga til starfa á ný, bíl-
hurðin opnar sinn víða faðm og
hann lætur fallast í dúnmjúkt
sætið. Straumlínulagað tignar-
merkið á kælinum klýfur hinn
ósýnilega geisla frá auganu,
handsmíðað járnhlið, keypt
fyrir harðan gjaldeyri í ein-
hverju spænsku klaustri, lyftir
svartri klinku sinni með ósýni-
legri hendi, rjómagul átta metra
löng straumlína rennur í gegn
og handsmíðaðar fransiskana-
grindur lokast hljóðlaust þegar
hið allt sjáandi auga hefur kvatt
straumlínuna.
Aðalbraut heim. Heim.
Hundrað og sextíu áhættulaus-
ir kílómetrar á klukkutímanum.
Við hlið heimilisins eftir 14,32,-
04. Hin mjúka, mjóa, fagurlega
bugðótta heimreið. Nýja augað,
heimilisaugað, sama milda,
svala þjónustufúsa augað opn-
ar nú hlið heimilisins og lyftir
klinkunni á jafnósýnilegan hátt
og fyrir fimmtán mínútum. (Út-
flúrið á klinkunni hækkar af-
borgunina um þrjá dali nokkra
mánuði enn).
Rjómaguli kádiljákurinn —
35