Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 23
NÝTT UM EÐLI DRAUMA
hreyfingalausir þegar okkur er
að dreyma.
Konur dreymir oftar en karl-
menn. Listamenn og þá sem
hafa sterkar ástríður dreymir
oftar en dauðyfli. Draumar
fara ekki eftir kynferði eða
skapgerð, þeir eru eðlilegur
þáttur í gangi svefnsins í sam-
ræmi við hrynjandi hans. Allt
heilbrigt fullorðið fólk dreymir
að jafnaði álíka lengi á hverri
nóttu. Hitt er rétt, að hrifnæmt
og ákaflynt fólk dreymir að
jafnaði áhrifameiri drauma en
þá sem hafa takmarkaðra vit-
undarsvið.
Rannsóknirnar sem leiddu til
þessarra niðurstaðna hófust
við háskólann í Chicago 1953.
I ,,svefnrannsóknarstofuna“ í
Abbott Hall kom nótt eftir nótt
hinn sundurleitasti hópur „til-
raunadýra“: félausir stúdentar
(þeir fengu 3 dollara fyrir nótt-
ina), húsmæður, nafnlausir
flækingar og vísindamenn.
Áður en þetta fólk lagðist til
svefns voru rafskaut límd við
höfuðleður þeirra, bak og
brjóst. I hliðarherbergi voru
hjartaritar sem töldu hjarta-
slög þess; heilaritar skráðu
heilabylgjur þess. Með hjálp
þessara línurita, sem skráðu
400 drauma úr samtals 1000
stunda svefni — komust vís-
indamennirnir að niðurstöðum
sínum.
Rannsóknum þessum stjóm-
aði dr. Nathaniel Kleitman pró-
fessor í lifeðlisfræði. Hann og
ÚRVAL
dr. Eugene Aserinsky fundu að-
ferð sem gerði þeim kleift að
segja fyrir nákvæmlega í fjór-
um af hverjum fimm tilfellum
hvenær mann byrjaði að
dreyma. (Áður höfðu þeir sem
fengust við rannsóknir á draum-
um orðið að treysta á fallvalt
minni draumamannanna daginn
eftir).
Við athuganir á augnhreyf-
ingum þeirra sem sváfu tóku
þeir eftir, að þær voru að jafn-
aði hægar og nokkuð reglulegar.
En eftir að Aserinsky hafði
vakað nótt eftir nótt yfir tækj-
unui* sem skráðu augnhreyfing-
arnar tók hann eftir annars
konar augnhreyfingum: snögg
og tíð augnagot sem stóðu í allt
að 20 mínútur en hættu síðan.
Þetta kom fyrir nokkrum sinn-
um á hverri nóttu. Hvað var að
gerast ?
„Grunur minn er að þetta sé
eitthvað í sambandi við
drauma,“ sagði Kleitman. „Við
skulum vekja nokkra meðan á
þessu stendur og spyrja þá,“
Af 27 sem vaktir voru þegar -
augnhreyfingaritinn sýndi þess-
ar snöggu hreyfingar sögðu 20
að þá hefði verið að dreyma.
Kleitman hélt nú áfram frek-
ari tilraunum og hafði sér til
aðstoðar dr. William Dement
(dr. Aserinsky hvarf til annarra
starfa). Eftir að tilraunfólkið
var lagzt til svefns kom Dement
sér fyrir í hliðarherbergi þar
sem öll mælitækin voru. Þegar
svo virtist sem einhvern væri að
21