Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 110
ÍTRVAJL
ÁST OG GRÓÐUR
hja.rta hans. Hann langaöi til að
slíta sig frá löngum, mjúkum líkam-
anum, sem alltaf var svo fagur og
eftirlátur og svo líkur sumrinu, og
láta þjáningar sínar fá útrás í ópi,
sem gerði henni ljóst að honum væri
þetta óbærilegt og að hún skildi hann
ekki.
En það var hún, sem sleit sig lausa.
Hún settist upp, lagfærði dökkt hár-
ið með höndunum og sveiflaði fót-
unum fram á gólfið.
„Þetta er allt búið," sagði hún.
„Mér þykir það leitt.“ Hún snerti
andlit hans með hendinni. „Sumarið
er hðið. Það var skemmtilegt. Eins
og þú spáðir —.“
Hann heyrði hana ganga niður
stigann, fótatakið hljómaði hvelt á
holum þrepunum og það bergmálaði
tómlega í auðu húsinu.
Allt í einu heyrði hann að hún kom
hlaupandi upp aftur. Hann varð grip-
inn skyndilegri sigurgleði. Hún gat
þá ekki lifað án hans eftir allt sam-
an, sagði hann við sjálfan sig; þau
mundu sættast einu sinni enn; hún
var að koma aftur — hann beið í
ofvæni þegar hann sá dyrnar ljúkast
upp.
„Það var bara. lykillinn," sagði
hún. „Ég gleymdi lyklinum. Þú þarft
á honum að halda, einhvemtíma —.“
Hún fleygði lyklinum á legubekk-
inn og hann lét hann liggja. þa.r.
Og hann sagði æstur.
„Bíddu í eina mínútu. Elskan, farðu
ekki fyrr en eftir eina mínútu. Elsk-
an, ég þarf að segja þér svolítið."
„Hvað er það?"
„Hlustaðu á mig," sagði hann. ,Þú
mátt ekki fara. Seztu niður, augna-
blik —."
Hún settist ekki. Hann reyndi að
fá hana til að setjast á legubekkinn,
en hún hreyfði sig ekki.
„Hlustaðu á mig —- við skulum
tala skynsamlega saman." Aldrei &
ævi hans höfðu verið minni líkindi
til að hann talaði skynsamlega en
einmitt nú. Hann fann tennurnar
nötra í þurmm munninum, hljóðið
var eins og hringl í köldum stál-
lyklum.
„Heyrðu," sagði hann, „hvemig
mundi þér lítazt á ef ég opnaði hús-
ið ? Þig hefur alltaf langað að ég
opnaði húsið."
„Er það ?"
„Þú hefur alltaf viljað að ég opn-
aði það. Ég gæti gert það," sagði
hann. „Ég gæti opnað það fyrir
þig —
„Þú opnar það aldrei," sagði hún.
„Segðu ekki þetta," sagði hann.
„Elskan. Mig langar til að opna það.
Mig langar til að gera það fyrir
þig — opna húsið, opna garðinn,
koma öllu í samt lag."
„Þú opnar það aldrei," sagði hún.
Hann sat á legubekknum og reyndi
að lýsa þjáningu sinni með því að
lyfta upp höndunum og grúfa and-
litið í þær. Þegar þær féllu niður
aftur, þrýsti hann þeim að líkarna
hennar, lét þær hvíla á löngum,
mjúkum lærum hennar. En hún
hreyfði sig ekki.
„Lofaðu mér að opna húsið fyrir
þig. Lofaðu mér að gera það," sagði
hann. „Þig hefur alltaf langað til
þess."
Hann leit upp og sá andlit herm-
308