Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 33

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 33
HERJAÐ Á ENGISPRETTUR ið með bílnum til viðbótar, og þar á ofan kokkurinn minn Jama, sem var nú í óða önn að koma upp „eldhúsi“ og hita te. Burðarmennimir höfðu tekið yf- irbreiðsluna af Landrovemum og hellt úr þrem pokum í „skottið." Við lögðum síðan af stað með níu hundruð pund af girnilegum morgunverði handa engisprettunum, og tveir burð- arkarlar, er höfðu komið sér fyrir einhvernveginn aftan á bílnum, höfðu það hlutverk að bera matinn á borð fyrir þær. Ég ók í lággíri og valdi helzt þá staði þar sem dýrin voru þéttust, en gætti þess jafn- framt, að ekkert af agninu færi til spillis, því að það er bæði sterkt og svo girnilegt í augum engisprettnanna, að þær gleypa í sig hvert korn með mikilli á- fergju og líta ekki við öðrum mat á meðan, og þess vegna er um að gera að dreifa því sem þynnst. Sólin var að setjast, og engi- spretturnar fór að syfja. Brátt þöktu þær hvern einasta runna, sem til sást. Við héldum áfram að dreifa agninu næstu tvo klukkutímana og lýstum okkur með námulömpum. Síðan sner- um við heim til tjaldbúðanna. Strax í dögun kom Jama með teið, og ég sötraði það á meðan verið var að hlaða Landrover- inn aftur. í þetta sinn átti Mo- hamed Nur að aka honum, en ég ætlaði að fara með vörubílinn. Ég gat ekið dálítið hraðar en í ÚRVAL fyrra skiptið, þar sem ég hafði fjóra menn til að dreifa agninu, og ég ók í smástækkandi hringi þangað til allt agnið var búið. Við lukum verkinu á klukku- tíma, eins og ég hafði ákveðið, og rétt um sama leyti slepptu fyrstu engispretturnar sér syfjulega niður af greinunum, er sólin vermdi á þeim búkinn. Ekki leið á löngu, unz þær fóru að eta af mestu græðgi. Hvert smákorn varð einni engisprettu að bana, og meðan við stóðum þarna fóru kvikindin að verða völt á fótunum, reyndu að fljúga, en komust aðeins nokk- ur fet, og féllu þá til jarðar. Þær, sem eftir lifðu, tóku til vængjanna og höfðu sig á burt, en tvær eða þrjár milljónir lágu dauðar á vígvellinum. Árásin hafði heppnast; flest- ar engispretturnar höfðu að vísu komizt lífs af, eins og við bjuggumst við, en árangurinn var eins góður og framast mátti vænta með tveim tonnum af agni. „Það verður hér sægur af ungum engisprettum áður en langt líður,“ sagði Mohamed Nur. „Já, þær klekjast líklega út innan tíu daga, ef þessi hlýindi haldast,“ samsinnti ég. „Við skulum hafa allt til taks og flytja tjaldbúðir okkar hingað. Vonandi fáum við samt ekki fleiri heimsóknir." Þær vonir rættust ekki. Fjór- ir engisprettuhópar til viðbótar 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.