Úrval - 01.10.1958, Side 25

Úrval - 01.10.1958, Side 25
NÝTT UM EÐLI DRAUMA ir. Er það þegar við erum að sofna? Eða um miðja nótt? Eða kannski þegar við erum að fálma eftir vekjaraklukkunni ? Tilraunir Kleitmans og Dem- ents með 30 draumamenn leiddu í ljós að menn dreymir nokkr- um sinnum á nóttu, en aðeins þegar svefninn er á sérstöku stigi. Gangurinn er þessi: I fyrstu sígur svefninn hægt á okkur. Draumsýnir koma og fara. Myndir birtast, bylgjast líkt og speglun í gáróttu vatni og hverfa. En um skipulegan draum er ekki að ræða. Við er- um ekki enn alveg sofnuð. Skyndilega sígur á okkur djúp- ur svefn, sem stendur yfir í um 30 mínútur, en ekki tvo tíma eins og almennt hefur verið tal- ið. Því næst léttist svefninn aft- ur og kemst á léttasta stig um það bil 70 mínútum eftir að við sofnuðum. í fyrsta skipti sem við komumst á þetta stig erum við á því að meðaltali 9 mínútur, og þá er það sem fyrsti draumur næturinnar kemur til okkar. Þar næst sígur aftur á okkur djúp- ur svefn, en þó ekki eins djúp- ur og í fyrra skiptið. Hérumbil tveimur og hálfri stundu eftir að við sofnuðum komust við aftur á hið létta stig draumasvefnsins og erum þar í 19 mínútur. Seinna kemur aft- ur 24 mínútna draumatími. Næsta draumaskeiðið kemur í byrjun sjöundu stundar og stendur í 28 mínútur eða meira. fTRVAL Ef við sofum þetta skeið á enda getum við vænzt þess að fá hálfan tíma djúpan svefn á eftir. Þá komumst* við aftur á hið létta draumastig og erum á því þangað til við vöknum. I svefninum grípa draumarnir athygli okkar eins og hugtækur sjónleikur. Þegar við nálgumst draumastigið hagræðum við okkur í rúminu, axlir og lendar leita sér að nýjum stellingum. Við hreyfum handleggi og fæt- ur. Höfuðið leitar að nýrri stell- ingu á koddanum. Vísindamenn- irnir líkja okkur við fólk í leik- húsi, sem bíður þess eirðarlaust í sæti sínu að tjaldið sé dregið frá. Þegar draumurinn byrjar hættum við að hreyfa okkur — nema augun, þau fylgjast með því sem gerist. Svo þegar draumnum lýkur hætta augn-s hreyfingarnar. Við förum aft- ur að bylta okkur. Leiknum er lokið og það kemst aftur ókyrrð á áhorfendurna. Milljónir manna vakna á hverjum morgni án þess að minnast þess nokkuð að þá hafi dreymt. Hvemig má það vera? Ein skýringin er sú, að við bæl- um af ásettu ráði niður óþægi- lega drauma, alveg eins og þeg- ar við í vöku bægjum vitandi vits úr huga okkar því sem vald- ið hefur okkur óþægindum. En í eðli draumsins felst jafnvel enn upprunalegri ástæða. í lífeðlisfræðilegum skilningi á draumurinn sér stað langt fyrir neðan þröskuld hinnar 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.