Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 79
ÁST OG GRÓÐUR
ORVAL.
„í>að held ég ekki. Það yrði enda-
laust umstang. Maður þyrfti þjóna
til að þjóna sér og aðra þjóna til að
þjóna þeim og enn fleiri þjóna —
nei, það er ekki hægt lengur. Það
er liðin tíð.“
„Ég er hrifinn af þessu húsi, sagði
hún. „TSg hef alltaf verið hrifin af
því.“
Hún stóð grafkyrr, leit upp. Næt-
urgalinn söng enn hástöfum i lindi-
trjánum bak við turninn á gripahús-
inu. Turnklukkan, sem alltaf gekk,
af því að hann hafði tekið það í
sig að hún skyldi vera i lagi, var
orðin hálf níu, það minnti hann á
dálítið, sem hann ætlaði að spyrja
hana um.
„Farið þér oft á hestbak?"
„Nei. Eg er saklaus af því.“
„Það var leitt,“ sagði hann. „Ég
ætlaði nefnilega að bjóða yður að
fara í útreiðartúr hérna á landareign-
inni. Hvenær sem yður þóknast."
„Á þessu heilaga grasi?"
Hún hló við og hann vissi ekki
hverju hann átti að svara. Það kom
glampi í brún augu hennar og tung-
unni brá fyrir í opnum munninum.
„Nei, ég vil heldur skoða húsið,“
sagði hún. „Getum við skoðað það?
Getum við komizt inn?“
„1 kvöld ?“
„Nei, nei. Einhverntíma á ég við."
„Það er í rauninni ekkert að sjá,“
sagði hann. „Allt autt og tómt.“
„Það gerir ekkert til.“
„Sjálfsagt," sagði hann. „Hvenær
langar yður að skoða það ?“
„Hvenær sem þér megið vera að
því,“ sagði hún. „Ég er frjáls — al-
veg frjáls.“
„Á morgun"? sagði hann. Hann
fann aftur snöggan æsingsfiðring
fara um hálsinn á sér. „Annað
kvöld?" Þegar hann horfði á hana
minnti hún hann á sumarið, hún
var svo ung og blómleg, yndisleg
eins og sólskinið. „Hvenær getið þér
komið ?“
„Um sexleytið?"
Hann kinkaði kolli. Það var með
naumindum að hann gat stillt sig um
að kyssa hana. Hann hugsaði með
sér, að allt sumarið væri framundan;
það væri gaman að geta verið með
henni sumarlangt. Það var ekki kom-
ið nema fram í maí; trén voru varla
orðin fulllaufguð.
„Við segjum þá klukkan sex“,
sagði hann. „Hérna? Ég hlakka á-
kaflega mikið til.“
Hún sveiflaði höfuðklútnum með
annarri hendinni. hann vonaði, að
hún yrði ekki með klútinn kvöldið
eftir.
„Hvernig er það með hliðið ?“ sagði
hún. „Lykillinn?"
„Auðvitað. Ég gleymdi því.“
Hann rétti henni lykilinn, og and-
artak héldu þau bæði um hann í
einu. Hún horfði á hann með fall-
egu, brúnu augunum, sem voru bæði
alvarleg og glettin í senn.
„Hvað á ég að gera við hann?"
sagði hún. „Á ég að afhenda hann?“
„Nei," sagði hann. „Þér skuluð
geyma hann. Fyrst um sinn. Þá get-
ið þér sjálf opnað hliðið."
„Það er gaman," sagði hún.
Næturgalinn var enn að syngja
þegar hún gekk niður stíginn milli
skriðdrekabyrgjanna og herskála-
rústanna. Þegar hann sá gula höfuð-
77