Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 9

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 9
Nýtt framfaraskeið - ^Valgerður Sverrisdóttir ^ iðna&r- og viðskiptará&erra 1. Hagvöxtur og stöðugleiki. Flest bendir til þess að nýtt langvarandi hagvaxtarskeið sé að hefjast eftir minniháttar samdrátt. Um þetta eru efnahagsspekingar sammála. Styrk stjórn landsmála hefur leitt af sér lengsta samfellda skeið kaupmáttaraukningar í sögu lýðveldisins á sama tíma og tekist hefur að varðveita efnahagslegan stöðugleika. Á grundvelli þessa og í Ijósi hins mikla hagvaxtar sem framundan er skapast þjóðinni ótal tækifæri til að sækja fram til aukinnar velmegunar og enn betri lífskjara. Ríkisstjórnin er meðvituð um að þrátt fyrir hagvaxtarskeið framundan er mikilvægast að tryggja að jafnvægi og stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar. í stjórnarsáttmálanum segir að með stöðugleikanum skapist skilyrði til enn frekari vaxtar þjóðartekna og aukins kaupmáttar almennings. Jafnframt sé stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda aukinnar samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál segir að stjórnvöld eigi hrós skilið fyrir vel heppnaða aðlögun efnahagslífsins. Hún sé ekki síst að þakka framsýnni hagstjórn yfir nokkurra ára skeið sem miðaði að stöðugleika og ýtti undir hagvöxt. Mikill sveigjanleiki í efnahagslífinu er að miklu leyti að þakka kerfisbreytingum. Nefna má aukið frelsi á fjármagnsmarkaði auk afnáms hafta á fjármagnshreyfingum í tengslum við aðild að EES, bætta stöðu ríkisfjármála og einkavæðingu auk annarrar markaðsvæðingar. Taka má undir það með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að stjórnvöld þurfi einkanlega að gæta að eftirfarandi þremur atriðum á komandi árum: Ofþensla síðustu ára leiddi til mikillar erlendrar skuldasöfnunar. í árslok 2002 var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 80% af vergri landsframleiðslu. Þetta leiðir til þess að þjóðarbúskapurinn verður viðkvæmari fyrir ytri áföllum vegna þess hve hagkerfið er opið og smátt. Stefna ber að því að auka þjóðhagslegan sparnað og minnka skuldir jafnt og þétt. Væntanlegar stórframkvæmdir munu bæði auka hagvöxt og útflutningstekjur verulega og með því að auka fjölbreytni í útflutningsatvinnuvegum mun stöðugleiki aukast. Á framkvæmdatímanum mun hins vegar þrýstingur aukast á takmarkaðar auðlindir. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að koma í veg fyrir ofhitnun og of mikla hækkun raungengis krónunnar sem gæti valdið varanlegum skaða í útflutnings- og samkeppnisgreinum. Til að þetta náist þarf að hemja eftirspurn, aðallega með aðhaldi í ríkisfjármálum en þannig er hægt að draga úr annars nauðsynlegri hækkun vaxta og létta þrýstingi af gengi krónunnar. Áframhaldandi markaðsvæðing og styrking stofnana og regluverks, sérstaklega í ríkisfjármálum, er forsenda fyrir því að hægt verði að grípa ný hagvaxtartækifæri og auka enn aðlögunarhæfni og sveigjanleika íslenska hagkerfisins. Engum dylst að hagstjórnin verður vandasöm á meðan á hagvaxtarskeiðinu stendur. Það þarf því að fara að öllu með gát. Ekki er hins vegar ástæða til að ætla annað en að með skilvirkri hagstjórn muni hagvaxtarskeiðið leiða til enn aukins kaupmáttar fyrir fólkið í landinu. Ég vil hér í þessari grein gera sérstaklega að umtalsefni nokkur málefni sem heyra undir mitt ráðuneyti og munu hafa mikið að segja um hvernig til tekst með hagþróun og samkeppnishæfni atvinnulffsins á komandi árum, 2. Opinber stuðningur við nýsköpun. Þá er fyrst til að nefna nýtt fyrirkomulag á opinberum stuðningi við vísindarannsóknir, tækniþróun og nýsköpun íslensks atvinnulífs. Með þessum breytingum gefst okkur langþráð tækifæri til að blása til nýrrar sóknar fyrir nýsköpun atvinnulífsins. Nauðsyn nýrrar sóknar til nýsköpunar er augljós. Hinir hefðbundnu atvinnuvegir hafa vissulega reynst okkur gjöfulir og verið undirstaða efnahagslegra framfara. Geta þeirra til að standa undir væntingum fólks um aukna velmegun fer þó minnkandi. Ljóst er að efnahagsþróunin verður í auknum mæli að byggjast á nýrri vísindalegri þekkingu sem nýtt verður til að byggja upp fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf. Það gerist þó engan veginn af sjálfu sér og hafa alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýnt að okkur hefur hingað til ekki tekist það nægjanlega vel. í mörgum löndum, sem við kjósum að bera okkur saman við, hafa stjórnvöld áhyggjur af því að of fáir stundi frumkvöðlastarfsemi. Á íslandi er þetta ekki vandamál. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að hinn mikli frumkvöðlakraftur sem býr í þjóðinni nýtist okkur ekki sem skyldi. Tvær meginástæður eru taldar vera fyrir þessu. í fyrsta lagi er talinn vera viðvarandi skortur á fjármögnun bls.9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.