Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 49

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 49
Island, • • Oryggisráöiö og jafnrétti kynjanna Birna Þórarinsdóttir, stjórnmálafræðingur og Þröstur Freyr Gylfason stjórnmálafræðinemi. Eiga jafnréttismál erindi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Hvað getur ísland haft um þau mál að segja? í þessari grein verður fjallað um öryggisráðið, þátttöku þjóða og einstaklinga innan þess og hvernig jafnréttismál hafa haft áhrif á starfssemi ráðsins. Loks verður litið á hvernig ísland gæti leitt jafnréttismálin lengra á vettvangi ráðsins. Framboð íslands ísland er í hópi smæstu ríkja í heiminum. Af 191 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru aðeins 23 aðildarríki fámennari en ísland. ísland sækist eftir því að fá sæti í öryggisráðinu tímabilið 2009-2010. Verði það að veruleika verða íslendingar langsamlega smæsta þjóðin sem átt hefur sæti við skeifulaga fundarborðið. Rúm 40% aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, 77 ríki, aldrei átt sæti í ráðinu og hafa einungis fimm ríki með mannfjölda undir einni milljón átt þar sæti (sjá töflu). Ríki Mannfjöldi* Tími í öryggisr Aðildarríki Sþ frá Malta 400.420 1983-1984 1 Dec. 1964 Grænhöfðaeyjar 412.137 1992-1993 16 Sep. 1975 Djibouti 457.130 1993-1994 20 Sep. 1977 Bahrain 667.238 1998-1999 21 Sep. 1971 Gíana 702.100 1975-1976 1982-1983 20 Sep. 1983 Tafla 1 * Heimild CIA World Fact Book 2003 http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/index.html Efnið var sótt í september 2003. Áætlaðar tölur um mannfjölda eru frá júlí 2003. Slíkir eiginleikar hljóta að teljast sérlega dýrmætir á tímum þegar hræðsla og ógnir lita mjög samskipti ríkja. Margt er því ákjósanlegt við stöðu smáríkja í alþjóðakerfinu. Að því leytinu til stendur ísland ekki veikt að vígi í samkeppninni við Austurríki og Tyrkland um sætin tvö sem ríkjahópi þeirra stendurtil boða. Auk stöðu íslands sem friðelskandi smáríkis höfum við ýmiss málefni fram að færa, ekki hvað síst jafnrétti kynjanna. Áður en nánar er litið á stöðu og þróun jafnréttismála innan öryggisráðsins er rétt að víkja lítillega að ráðinu sjálfu og áherslum innan þess, þ.m.t. hvernig og hvers vegna mannréttindi hafa svo oft verið fyrir borð borin á kostnað réttinda ríkja. Fullveldi ríkja í Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna erfullveldi ríkja og sjálfsákvörðunarréttur þeirra grundvallaður. Til þessa er oft vísað þegar talað er um grunneiningu alþjóðakerfisins, ríkið. Æðsta stofnun Sameinuðu þjóðanna, öryggisráðið, hefur það meginverkefni að stuðla að friði og öryggi í heiminum. Þar til fyrir skemmstu hafa málefni á dagskrá öryggisráðsins hins vegar nær eingöngu varðað öryggi ríkja. Hefðbundnar kenningar um alþjóðamál, raunsæishyggjan (realism) annars vegar og frjálslyndi (liberalism) hins vegar, hafa þótt lýsa vel hefðbundnum starfsháttum öryggisráðsins. Samkvæmt raunsæishyggjunni hefur ríkið og hegðun þess í alþjóðakerfinu ráðandi áhrif á heimsfrið og öryggi. Innri skipan ríkisins hefur ekki bein áhrif á hegðun og afkomu þess á alþjóðavettvangi. Frjálslyndir eru sammála ríkismiðaðri nálgun raunsæissinna að öryggismálum en telja að hægt sé að koma á einhvers konar sameiginlegu öryggi með samstarfi í gegnum alþjóðastofnanir og með Fámennustu ríki öryggisráðsins alþjóðasamningum. Margir kostir geta fylgt því að vera smáríki í alþjóðakerfinu. Forseti Islands reifaði þá kosti við formlega opnun Smáríkjasetursins við Háskóla íslands í sumar þegar hann sagði að smáríki gætu verið frjósamur jarðvegur fyrir lýðræðislegt frumkvæði, boðberar nýrra sjónarmiða og vakið trú á nýjum leiðum. Þá getur einnig verið einfaldara fyrir stærri ríki eða stórveldi að taka tillögur upp á sína arma sem koma frá smærri ríkjum, þar sem þau ógna ekki valdajafnvæginu í alþjóðakerfinu. Forseti íslands sagði einnig smærri ríki hafa þann kost sem teldist enn mikilvægari; þau ógna engum. Það er engin hætta fólgin í víðtækri samvinnu við smærri ríki. Þau hafa enga annarlega hagsmuni, hernaðarmátt, stórveldishagsmuni, efnahagsstyrk, eða heimspólitísk ítök sem þau beita eða geta beitt til að ná fram markmiðum sínum. Smærri ríki eru hreinskiptin og engin tortryggni er tengd vináttu við þau. Auk fyrrgreindra einkenna á ísland ekki forna frægð að verja á alþjóðavettvangi sem litað gæti afskipti af einstökum málum. Stofnun Sameinuðu þjóðanna er lýsandi dæmi um frjálslyndar kenningar í reynd, samanber inngangsorð Stofnsáttmálans: „Vér, hinar sameinuðu þjóðir...ætlum...að sameina mátt vorn til að varðveita heimsfrið og öryggi, að tryggja það með samþykkt grundvallarreglna og skipulagsstofnun, að vopnavaldi skuli eigi beita, nema í þágu sameiginlegra hagsmuna,...". í störfum sínum við varðveislu friðar og öryggis í heiminum hefur öryggisráðið því fyrst og fremst fjallað um milliríkjadeilur, þar sem hegðun eins ríkis ógnar afkomu annars ríkis eða ríkja. Endalok kalda stríðsins höfðu hins vegar mikil áhrif á almenna og kenningalega umræðu um öryggi þar sem hefðbundnum kenningum um alþjóðamál tókst ekki að sjá þau fyrir. Breytingar: Innri ófriður og mannöryggi Á fyrstu árum tíunda áratugs síðustu aldar var tíðni borgarastyrjalda eða „innri ófriðar" slík að ekki varð lengur umflúin sú staðreynd að öryggi borgaranna væri háð flóknari þáttum en stöðu ríkisins í alþjóðakerfinu einvörðungu. Núverandi staða mála er sú að „innri ófriður" er mun algengari en ófriður milli bls.49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.