Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 53

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 53
viðfangsefnum öryggisráðsins, sem vandi er að finna annars staðar í þjóðfélaginu. Sérþekking stofnana innan háskólasamfélagsins er einnig mikils virði, svo sem hins nýja Smáríkjaseturs, Stjórnýslustofnunar og Lagastofnunar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Tryggja þarf að fulltrúar Islands hafi fengið sérstaka og nauðsynlega þjálfun til að takast á við verkefni öryggisráðsins. Ef ísland kemst í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna 2009-2010 ætti að nýta það einstaka tækifæri til að koma sjónarmiðum íslands í jafnréttismálum á framfæri. Um er að ræða málefni sem er af mörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna talið annars flokks og nauðsynlega vantar öfluga málsvara fyrir. Skýrt dæmi um takmarkaðan áhuga á jafnréttismálum innan samtakanna eru „afmælisumræðurnar" um ályktun 1325 sem nýlega fóru fram í öryggisráðinu. Fuljtúar nokkurra ríkja utan öryggisráðsins, þar á meðal íslands, tóku þar til máls og lýstu sjónarmiðum sínum. Fundurinn hófst um morguninn og var frestað í hádeginu. Eftir hádegið brá hinsvegar svo við að tíu af þeim ellefu föstu sendiherrum sem tekið höfðu þátt í umræðunum um morguninn höfðu vikið fyrir aðstoðarmönnum sínum. Þannig vildi til að eftir hádegið, þegar fyrirséð var að eini fundurinn um jafnréttismál á árinu yrði í öryggisráðinu, hafði framkæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skipulagt fund háttsettra manna (annual meeting of the heads of the principal organs of the United Nations) á sama tíma. Það má velta því fyrir sér hvort slíkur fundur hefði verið haldinn á sama tíma ef aðrar, „mikilvægari" umræður hefðu verið á dagskrá öryggisráðins. Kvensendiherrum í öryggisráðinu hefur almennt gengið sérlega vel að þoka jafnréttismálum áfram. Nýlegt og mjög gott dæmi um það er sendiherra Jamaica, Patricia Durrant sem m.a. átti stóran þátt í því að koma umræðum um óbreytta borgara, konur og börn inn á borð ráðsins. Eftir að tímabili Jamaica lauk í öryggisráðinu var Durrant skipuð umboðsmaður Sameinuðu þjóðanna (Ombudsman of the UN). Athyglisvert er að benda á að Norðmenn gerðu ekki mikið í jafnréttismálum á meðan þeir sátu í öryggisráðinu 2001-2002 né heldur írar sem sátu í ráðinu á sama tíma. Eins og fram kemur í töflu þrjú voru einungis 2 konur í 14 manna sendinefnd Noregs gagnvart öryggisráðinu. Rangt er að telja að jafnrétti og femínísk hugmyndafræði eigi ekki erindi inn á borð öryggisráðsins. Á undanförnum árum hefur hugmyndinni um mannöryggi vaxið ásmegin og hefur öryggisráðið ekki farið varhluta af því. Því miður hefur það þó einkennt umræður um mannöryggi að þar er sjaldan minnst á jafnréttismál. Að sama skapi hefur umræðan um konur, frið og öryggi sjaldan verið tengt umræðunni um mannöryggi. Allt ber þetta þó að sama brunni; nútíma ófriður er mun algengari innan ríkja en milli þeirra þar sem fórnarlömbin eru í yfirgnæfandi tilfellum óbreyttir borgarar. Ljóst er að öryggi borgaranna er þar af leiðandi háð flóknari þáttum en stöðu ríkisins í alþjóðakerfinu. Málefnin á vettvangi öryggisráðsins geta því með réttu varðað átök og (mann)öryggi almennt, upptök átaka og afleiðingar þeirra, í stað þess að snúast eingöngu um deilur milli ríkja. Öryggi er frelsi frá kúgun og ofbeldi, hernaðarlegu, efnahagslegu jafnt sem kynbundnu ofbeldi. Heimilisofbeldi er þar ekki undanskilið enda grunneining öryggis að njóta þess á eigin heimili. Jafnréttismál eru því mjög skýr hluti af mannöryggi (human security), eins og það hefur verið skilgreint, og eiga því brýnt erindi inn í öryggisráðið. í Ijósi ofangreindrar umræðu ættu íslensk stjórnvöld að leggja sig fram um að skipa konu í stöðu fastafulltrúa og sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum ef sæti vinnst í öryggisráðinu og leggja sérstaka áherslu á jafnréttismál og ályktun 1325 í málflutningi innan ráðsins. Sú skipan yrði ekki einungis íslandi til framdráttar á alþjóðavettvangi, heldur einnig umræðu og þróun innan öryggisráðsins almennt. Heimildir: Birna Þórarinsdóttir, 2003, Konur, friður og öryggi: Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325. B.A.-verkefni. Háskóli íslands. Forseti íslands, 2003a (15. september), Ræða forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, við setningu ráðstefnunnar Ríkar þjóðir og snauðar, Þróunarsamvinnustofnun íslands - Háskóli íslands. Forseti íslands, 2003b (3. júlí), Speech by the President of Iceland, Ólafur Ragnar Grímsson, at the Inauguration of the Centre for Small States Studies, University of Iceland, Reykjavik. Dahlerup, Drude. (2001). Women in Political Decisionmaking: From Critical Mass to Critical Acts in Scandinavia. í Inger Skjelsbæk og Dan Smith (Ritstj.), Gender, Peace and Conflict. London: Sage Publications. Gierycz, Dorota. (1999). Women in decision-making: can we change the status quo? í Ingeborg Breines, Dorota Gierycz og Betty Reardon (Ritstj.), Towards a Women's Agenda for a Culture of Peace. París: UNESCO. Niarchos, Catherine N. (1995). Women, War, and Rape: Challenges Facing the International Tribunal for the Former Yugoslavia. Human Rights Quarterly. Pétur J. Thorsteinsson, 1999, Meðferð utanríkismála, yfirlit. Reykjavík: Utanríkisráðuneytið. Phillips, Anne, 1995, The Politics of Presence. Oxford: Clarendon Press. Rehn, Elisabeth og Johnson Sirleaf, Ellen. (2002). Women, War, Peace: The Independent Experts' Assessment. New York: UNIFEM. Skýrsla alþjóðarannsóknarnefndar á þjóðarmorðinu í Rúanda 1994 og atburðum í kringum þau, (maí 2000). Smith, Dan. (1999). Women, war and peace. í Ingeborg Breines, Dorota Gierycz og Betty Reardon (Ritstj.), Towards a Women's Agenda for a Culture of Peace. París: UNESCO. Þröstur Freyr Gylfason, 2003, Iceland in the United Nations Security Council 2009-2010. Nýsköpunarverkefni. Nýsköpunarsjóður námsmanna, og utanríkisráðuneytið. Ýmis gögn frá Sameinuðu þjóðunum. Ýmis viðtöl. bls.53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.