Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 25

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 25
vitna í ritgerð, sem ég skrifaði í bókina Afmæliskveðja til Háskóla íslands, en hún kom út vorið 2003. Ritgerðin heitir Hnattvæðing - skil heimaslóðar og stjórnmálavalds? Þar vitna ég meðal annars í Christopher Coker, stjórnmálafræðing við London School of Economics, en hann var meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu um hnattvæðingu í Háskóla íslands í október.1 í opnum landamærum og greiðri för fólks felast nýjar hættur. Alnæmi eða AIDS var skilgreint sem ógn við öryggi Bandaríkjanna árið 1999. Er brugðist við hættunni af því í Ijósi þess, að tugir milljóna manna verða sjúkdómnum að bráð á ári hverju. Þjóðfélög hneigjast til að leyna þessum vágesti eins og raunar var gert til skamms tíma í Suður-Afríku og Kína, þar sem útbreiðsla hans eykst hröðum skrefum. Hryðjuverkum hefur fjölgað um heim allan. Á milli áranna 1968 til 1989 voru að meðaltali unnin 1.673 hryðjuverk á ári, en á árunum 1990 til 1996 eftir að kalda stríðinu lauk fjölgaði hryðjuverkum um 162% ( urðu 4.389 á ári). Hin síðari ár hefur þessum ódæðisverkum enn fjölgað og nú beinast þau frekar gegn almenningi en ríkisstjórnum. Fimmtíu þúsund manns féllu fyrir hendi hryðjuverkamanna á milli 1990 til 1996. Flutningur fólks milli landa vex ár frá ári. Talið er, að ár hvert leggi tvær til þrjár milljónir manna land undir fót til að setjast að í öðru þjóðríki. Við upphaf 21. aldar voru meira en 130 milljónir manna búsettir utan fæðingarlands síns og hafði fjöldinn aukist að jafnaði um 2% á ári. Flestir stefna á Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Talið er, að 30 til 35 milljónir manna í þessum hópi séu flóttamenn. Þeim hefurfjölgað mjög undanfarin ár vegna borgarastyrjalda, þjóðernishreinsana og fjöldamorða. Aukist bilið milli ríkra þjóða og fátækra, fjölgar flóttamönnunum. Alþjóðlegir glæpahringir hafa orðið virkari en áður í skjóli hnattvæðingarinnar. Glæpahringir eru ekki lengur staðbundnir eins og mafían á Sikiley á sínum tíma. Þeir hafa byggt upp alþjóðleg kerfi að fyrirmynd fjölþjóðafyrirtækja. Eftir því sem glæpastarfsemi lagar sig meira að siðum fyrirtækja verður erfiðara að upplýsa um hana, því að glæpamennirnir nýta sér hnattræn kerfi til hins ýtrasta eins og Netið og vefverslun. Hnattrænt neðanjarðarhagkerfi glæpahringa byggist á ólögmætum vopnaviðskiptum, peningaþvætti, eiturlyfjaviðskiptum fyrir um 500 milljarði dollara á ári, smygli á ólöglegum innflytjendum, verslun með friðaðar dýrategundir, ólögmætri förgun eiturefna, vændissölu og barnaþrælkun. Við þær aðstæður, sem hér er lýst, hafa þjóðir tekið til við að endurskilgreina markmið sín í öryggismálum með ráðstöfunum, sem taka mið af því að tryggja öryggi borgara þeirra sem best og loka landamærum til að sporna við alþjóðlegum hryðjuverkum og glæpastarfsemi. Nýtt hugtak „human security", mannlegt öryggi, er komið til sögunnar í umræðum um öryggismál til að árétta, að á tímum hnattvæðingar skipti líf einstaklingsins, fjölskyldu hans og samfélags mestu. Stefna, sem byggist á þessu hugtaki, hefur opinberlega verið samþykkt í Japan, Noregi og Kanada. 1 Christopher Coker, Globalisation and Insecurity in the Twenty-first Century: NATO and the Management of Risk , Adelphi Paper 345, IISS /Oxford, 2002.. bls.25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.