Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 62

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 62
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála eins árs Viðtal við Margréti S. Björnsdóttur, forstöðumann Margrét S. Björnsdóttir forstöðurraður Stofnunar stjómsýslufræða cg stjómrála við stjómrHlafræðisknr H.f. Fyrir réttu ári hóf ný stofnun við stjórnmálafræðiskor Háskóla íslands starfsemi sína. Hún hefur hlotið nafnið Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is í viðtalinu hér á eftir verður gerð grein fyrir tildrögum að stofnun hennar, helstu áhersluatriðum og verkefnum fyrsta starfsársins. Hvers vegna Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála? Þegar Margrét var spurð um hvers vegna stofnunin hefði verið sett á stofn á þessum tímapunkti, sagði hún: „Það er nýtt viðfangsefni á íslandi að kenna opinbera stjórnsýslu og ræða eðli hennar, vanda og sérstöðu. Fyrir einum til tveimur áratugum var hér lítil umræða um opinbera stjórnsýslu og litlar sem engar rannsóknir voru gerðar á því sviði. Undanfarin ár hefur hins vegar vaxið mjög áhugi á lengra námi og styttri námskeiðum á þessu sviði. Við erum því að koma til móts við þörf fyrir fræðslu fólks sem vinnur eða vill vinna á þessu sviði, fræðslu sem gerir því kleyft að takast á við aukna ábyrgð og flóknara starfsumhverfi þá ekki síst lagalega og rekstrarlega. Opinber stjórnsýsla er mikilvæg fræði- og kennslugrein í öllum alhliða háskólum. Hún er oftast staðsett í stjórnmálafræði, en einnig í lögfræði eða viðskiptafræði. Stofnun var sett á laggirnar til að efla þetta fag eins og glöggt birtist í markmiðum hennar og verkefnum, sem við komum að á eftir. Það var mat aðstandenda að þörf væri fyrir slíkt og þær undirtektir sem við höfum fengið til þessa benda til að svo sé." Þróun opinberrar stjórnsýslu En af hverju hefur þessi áhugi aukist, spyrjum við Margréti?: „Síðustu tíu til fimmtán árin hefur ekki aðeins verið umtalsverður vöxtur í opinberri starfsemi í hinum vestræna heimi, heldur einnig mikil umræða um stjórnun þar og starfshætti. Fyrir þann tíma var ákveðin kyrrstaða í opinberri stjórnun. Opinberar stofnanir voru mjög lagskipt, miðstýrð, nánast sjálfvirk kerfi sem byggðu á hugmyndum um stofnanir sem voru þróaðar í upphafi 20. aldarinnar. Þær voru fyrst og fremst valdastofnanir í upphafi, en þegar fór að líða að lokum 20. aldar, má segja að eðli og kröfur til opinbers rekstrar væru breyttar. Litið var á þær sem þjónustustofnanir við almenning. Hið opinbera hafði einnig þanist út og haft var á orði að opinberar stofnanir væru ekki lengur til að leysa vandamál heldur væru þær sjálfar orðnar vandamál. (R. Reagan og M. Thatcher) Kröfur um endurskoðun og umbætur komust á dagskrár stjórnmálaflokka og samhljómur var milli landa og milli ólíkra stjórnmálaflokka um þær umbætur. Margt átti sér fyrirmyndir hjá einkafyrirtækjum; kröfur um aukinn árangur sem væri mælanlegur, kröfur um bætta þjónustu og viðmót við borgarana, einkavæðingu og úthýsingu verkefna, um framsal valds, hraða og sveigjanleika. Annað kom til af kröfum um góða stjórnsýsluhætti s.s. kröfur um reglufestu, gagnsæi og jafnræði. Þetta birtist m.a. í því sem hér var kallað Nýskipan í ríkisrekstri sem Friðrik Sophusson, fyrrum fjármálaráðherra, var í forystu fyrir 1991-2000 og árangurstjórnun hjá öllum stofnunum Reykjavíkurborgar sem þær Helga Jónsdóttir borgarritari og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum borgastjóri stóðu fyrir innan borgarkerfisins. Sem stendur eru menn að reyna að meta árangur þessara umbóta og má nefna að fjármálaráðuneytið bauð nú í október hingað til lands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða Alex Matheson yfirmanni þessara mála hjá OECD og fór hann yfir meginniðurstöður eins og þær liggja fyrir að mati þeirra stofnunar. Ómar H. Kristmundsson gaf nýlega út doktorsritgerð sína um mat á árangri umbótanna hér á landi. Niðurstöður hans og þeirra OECD manna virðast mér á þá leið að oft hafi menn haldið að nóg væri að koma á tæknilegum breytingum, en ekki fylgt þeim nægjanlega eftir innan stofnana með það að markmiði að breyta þar gagngert viðhorfum starfsmanna og vinnulagi. Vinsælt sé að tilkynna umbætur t.d. á blaðamannafundum, en óvinsælla og flóknara að fylgja þeim eftir og of oft spyr enginn um árangurinn. Breytingar taki langan tíma og kosti auk þess fé og fyrirhöfn, sem ekki hafi verið hugsað nægilega fyrir. Ennfremur er því haldið fram að samhengi þátta hafi ekki verið gætt, þannig að breytingar til bóta á einum stað gætu leitt til vanda annars staðar í kerfinu. Einnig að um of sé horft á skammtíma hag af niðurskurði í stað langtíma hags af uppbyggingu þekkingar og hæfni. Hvatakerfi og valdframsal geti leitt til spillingar í opinberum rekstri. Of langt hafi sums staðar verið gengið í einkavæðingu t.d. í almenningssamgöngum. " Margrét bætir því við að á vettvangi OECD sé einnig verið að skoða hvort eitthvað hafi gleymst í umbótastarfinu. Staðbundnar aðstæður, hefðir og saga opinberrar stjórnsýslu. Gleymdist að taka þessi sérkenni inn í umbótaáætlanir sem tóku kannski fyrst og fremst mið af hefðum og menningu einkafyrirtækja? Aðstandendur stofnunarinnar, bakhjarlar og samstarfsaðilar Að sögn Margrétar eru það auk Háskóla íslands Reykjavíkurborg og Landspítali-háskólasjúkrahús sem standa að baki stofnunarinnar. Ætlunin er að hún starfi í nánum tengslum við fyrirtæki, stofnanir og samtök, innlend sem erlend, eftir því sem tilefni bls.62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.