Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 50

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 50
ríkja. Fórnarlömb átaka eru í yfirgnæfandi meirihluta óbreyttir borgarar. Nútíma öryggi er tengt flóknari þáttum en landamærum ríkja og almennum borgurum er mun meiri hætta búin en áður. Þörfin á útvíkkun hins hefðbundna, ríkismiðaða sjónarhorns öryggisráðsins varð augljós á síðustu árum 20. aldarinnar og í kjölfarið hefur vaxið umræðan um mannöryggi (human security). Hugmyndir um mannöryggi hafa raunar þróast í kenningum um öryggismál allt frá sjöunda áratug síðustu aldar, meðal annars í kenningum mótunarsinna (constructivists) og femínista sem kröfðust endurskilgreiningar á öryggishugtakinu. Femínískir fræðimenn hafa komið mjög sterkt inn á sjónarsviðið og hafa gagnrýnt hefðbundnar öryggiskenningar fyrir að vera afurð karlægrar orðræðu þar sem sértæk sjónarhorn eru yfirfærð á heildina. Öryggi, samkvæmt femíniskum fræðimönnum, er frelsi frá kúgun og ofbeldi, hernaðarlegu, efnahagslegu jafnt sem kynbundnu ofbeldi. Hugtakið „mannöryggi" festist í sessi með Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1994 þar sem hugtakið er skilgreint með blæbrigðamun frá skilgreiningu femínista, en í þróunarskýrslunni er ekki minnst á kynbundið ofbeldi sérstaklega heldur vísað til verndunar fyrir skyndilegu og sársaukafullu rofi í daglegu lífi. Hugmyndir um mannöryggi eru farnar að hafa sífellt meiri áhrif á starfsemi öryggisráðsins. Sú þróun birtist meðal annars í fjölda aðgerða sem ráðið hefur heimilað undir formerkjum „íhlutunar af mannúðarástæðum" (humanitarian intervention), til dæmis með griðarsvæðum í Norður-írak (1991- 1993) og Bosníu-Hersegóvínu (1992-1995), íhlutun í Rúanda (1994), Austur-Tímor (1999) og Sierra Leone (1994-2000). Einnig má vitna til aukins fjölda málefnafunda í öryggisráðinu, þar sem til umræðu eru efni sem ekki snúa beint að ákveðnum ófriði heldur varða átök og (mann)öryggi almennt, upptök átaka og afleiðingar þeirra. Þar má meðal annarra nefna umræður og ályktanir um útbreiðslu léttra vopna og skotfæra sem ógnun við frið og öryggi (ályktun 1467 (2003)), verndun óbreyttra borgara í vopnuðum átökum (ályktanir 1265 (1999) og 1296 (2000)), áhrif vopnaðra átaka á börn (ályktanir 1261 (1999), 1314 (2000), 1379 (2001) og 1460 (2003)) og alnæmi sem ógnun við alþjóðaöryggi (ályktun 1308 (2000)). Ályktun 1325 um konur, frið og öryggi í hugum femínískra fræðimanna og kvennahreyfinga um heim allan erályktun 1325 (2000), um konur, frið og öryggi, sem samþykkt var í öryggisráðinu 31. október 2000, ein hin mikilvægasta. Ályktun 1325 er fyrsta ályktun öryggisráðsins sem tekur á hlutskipti kvenna. Ályktunin er umfangsmikil og kemur inn á flest mikilvæg svið friðaruppbyggingar og öryggis. Hún kveður á um aðgerðir á fjórum samtengdum sviðum: Verndun kvenna, kynjasjónarmið og jafnréttisfræðslu í friðargæsluaðgerðum, þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og friðarferli og samþættingu jafnréttissjónarmiða í skýrslum og framkvæmdum Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin er mikilvægt tæki í höndum þeirra sem vinna að málefnum jafnréttis og friðar. í krafti tilmæla frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna geta frjáls félagasamtök, mannúðarsamtök, kvennahreyfingar, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, ríkisstjórnir aðildarríkjanna og borgarasamfélagið nú unnið að því að bæta hag milljóna kvenna um allan heim og eflt þátttöku þeirra í friðarumleitunum og öðru friðarstarfi. Til að mynda þarf að grípa til sérstakra ráðstafana til að tryggja verndun kvenna í vopnuðum átökum og eftir að þeim lýkur. Auk þess að vera fórnarlömb almennra árása sem beint er gegn óbreyttum borgurum verða konur fyir sérstöku, kynbundnu ofbeldi sem umheimurinn hefur neitað að horfast í augu við þar til fyrir örfáum árum síðan. Nauðganir í stríðum hafa ávallt átt sér stað. Reyndar hefur þeim löngum verið lýst sem „óhjákvæmilegum fylgifiski" styrjalda og mikilvægi þeirra þar með afskrifað af hernaðarsérfræðingum, stjórnmálamönnum, sagnfræðingum og fjölmiðlum. Nauðgun er ekki einungis gróft ofbeldisbrot á þeirri konu eða stúlku sem verður fyrir henni. Nauðgun og þvinguðum þungunum er jafnframt beitt til að grafa undan félagslegri samheldni og menningu óvinarins. Tíðni nauðgana í sumum stríðum er þvílík að ekki er hægt að líta framhjá því að þær eru meðvitað, markvisst og fyrirfram skipulagt stríðsvopn. Sem dæmi ná nefna rannsóknir frá Rúanda sem sýnt hafa fram á að nokkurn veginn hverri einustu konu yfir 12 ára aldri sem lifði þjóðarmorðin þar af var nauðgað. Traust og stöðug þjóðfélagsskipan er nauðsynleg öryggi kvenna en öryggi þeirra versnar hvað mest þegar upplausn og stjórnleysi ríkir. Dæmi þessa eru hvað skýrust í írak og Afganistan í dag þar sem konur geta vart farið út fyrir hússins dyr, hvað þá tekið þátt í rekstri og uppbyggingu samfélagsins. í því tilliti eru mjög mikilvæg ákvæði ályktunarinnar sem kveða á um verndun og virðingu stjórnkerfisins fyrir mannréttindum kvenna. Sameinuðu þjóðirnar þurfa einnig að gæta þess að friðargæsla á vegum samtakanna taki fullt tillit til þarfa og viðhorfa kvenna jafnt sem karla.. Til dæmis er mikilvægt er að konur manni stöður sem annast öryggisgæslu, s.s. sem lögreglumenn og hermenn jafnt sem karlar. Nærvera kvenna við öryggisgæslu auðveldar konum að koma fram og kæra nauðgun, kynferðisárásir og heimilisofbeldi þar sem konur eiga víða erfitt með að ræða kynferðismál við karlmenn, hvað þá ókunnuga, af menningarlegum ástæðum. Að hafa konur við eftirlit með landamærum og mannréttindabrotum getur einnig haft mikil áhrif á baráttuna gegn mansali. í ályktun 1325 eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ennfremur hvött til að fjölga konum á öllum stigum ákvarðanatöku sem lýtur að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn átökum, stjórnun átaka og úrlausn þeirra. Á þetta jafnt við um fulltrúa ríkjanna í innanríkis-, svæða- og alþjóðastofnunum. Með ályktuninni er sérstaða kvenna í vopnuðum átökum viðurkennd, og einnig mikilvægi þess sem þær hafa fram að færa til friðarumleitana og friðarferla. í þessu sambandi er bls.50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.