Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 26

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 26
Varnarmál smáríkja Heiðar Örn Sigurfinnsson M.A.-neni í stjómrálafræði við háskólann í Kfottingbam í fræðitextum koma fram fjölmargar mismunandi kenningar um það hvernig skilgreina beri smáríki og einnig hvernig skilgreina skuli varnarmál. Þar sem fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um formlega skilgreiningu smáríkja skal sú umræða látin liggja milli hluta í þessari grein og umræða um varnarmál að mestu einkennast af raunhyggju (realisma). Stjórnmálafræðingurinn Michael Handel fjallar um það hvernig meta eigi styrk ríkja í alþjóðakerfinu. Hann ber saman ríki af misjöfnum stærðum, risaveldi (super powers), stór ríki (great powers), meðalstór ríki (middle powers), smáríki (weak states) og örríki (mini states) en flokkar að lokum öll ríki í tvo hópa: Sterk ríki og veik ríki. Samkvæmt kenningu Handels er heildarstyrkur ríkja samanlagður innri styrkur (internal sources of strenght) og ytri styrkur (external sources of strenght) þeirra og byggist hvor flokkur um sig á fjölmörgum breytum. Kenning Handels hljómar svo: Heildarstyrkur ríkis = innri styrkur (bæði virkjaður styrkur og mögulegur styrkur) + ytri styrkur1. Þeir þættir sem notaðir eru til að finna hver innri styrkur ríkja er, eru landfræðilegar aðstæður, efnislegar aðstæður, mannauður og samfélagslegir þættir en allir þessir þættir eru settir saman úr fjölmörgum breytum. Það sem Handel telur vera landfræðilegar aðstæður og hafa áhrif á styrk ríkja er landfræðileg staða þeirra, stærð og gerð landsvæðis ásamt stærð og gerð landamæra. Efnislegar aðstæður eru náttúruauðlindir ríkja, staða iðnvæðingar, fjármagn og tæknistig ríkja. Mannauður ríkja er mannfjöldi, einsleitni kynþátta, einsleitni stjórnmála í ríkjunum, samheldni samfélagsins ásamt eðli og siðferðisþreki þjóðarinnar. Það sem Handel telur vera samfélagslega þætti eru uppbygging og stöðugleiki stofnana, hæfni stjórnsýslunnar, gæði stjórnunar og viðbúnaður hers - það er ákvarðanataka, gæði utanríkisþjónustu og aðlögunarhæfni. Ytri styrkur ríkja grundvallast af sambandi ríkis við önnur ríki, einna helst risaveldi. Það getur verið um óformleg bandalög að ræða sem þá geta ýmist tekið á sig mynd verndara og ríkis sem er verndað (patron-client relationship) eða að um sameiginlegan hag ríkjanna er að ræða (collective good). Ef um formlegt samband milli ríkja er að ræða þá eru það ýmist alþjóðlegar stofnanir eða formleg bandalög með öðrum ríkjum, sterkum, veikum eða hvort tveggja sterkum og veikum ríkjum2. Samkvæmt kenningu Handels er grundvallarmunur á hlutfalli innri styrks og ytri styrks í heildarstyrk ríkja eftir því hvort um stór ríki er að ræða eða ekki. Þau ríki sem Handel setur undir sama hatt og kallar veik ríki hafa mun minni innri styrk en stórveldin, þau hafa mun minna landsvæði og þar af leiðandi minni dýpt í vörnum sínum, færri auðlindir, minni her og minni stjórnsýslu og utanríkisþjónustu. Þar sem veiku ríkin vita af þessari ójöfnu stöðu reyna þau að bæta sér það upp með því að treysta meira á ytri styrk, það er bandalög við önnur ríki. Af þessu leiðir að ytri styrkur er hlutfallslega meiri en innri styrkur þegar heildarstyrkur veikra ríkja er skoðaður og að ytri styrkur er mun mikilvægari fyrir veik ríki en risaveldi. Risaveldin treysta mun meira á eigin getu og styrk en ytri styrk einfaldlega vegna þess að þau hafa mun meiri burði til þess heldur en veik ríki. Þær breytur Handels sem tilheyra innri styrk ríkja og koma varnarmálum mest við eru stærð hers og viðbúnaður. Fjármagnsbreyta Handels fjallar um kostnað veikra ríkja við að koma sér upp her og halda honum uppi. Því minni sem efnahagskerfi ríkja eru því hærra hlutfall vergrar landsframleiðslu þurfa þau veiku ríki að leggja til hermála ef þau telja sig þurfa á her að halda. Það gefur auga leið að stofnkostnaður hers getur verið umtalsverður, sérstaklega ef ætlast er til þess að sá her sem verið er að koma á laggirnar eigi að vera skilvirkur og vel búinn. Launakostnaður og viðhald mun svo taka umtalsvert fé á fjárlögum hvers árs. Þegar skoðaðar eru tölur yfir fjárútlát til herja ríkja heims kemur í Ijós að árið 1997 lögðu OECD ríkin samtals 2,3% af vergri landsframleiðslu sinni til hermála. NATO ríkin lögðu 2,7% af þeim 16.700 milljörðum dollara sem verg landsframleiðsla þeirra vartil hermála. Ríki Evrópu voru með samanlagða verga landsframleiðslu sem nam 10.300 milljörðum dollara og af þeim fóru 2,4% til hermála. Ef litið er á þau lönd sem við berum okkur oftast við, Norðurlöndin, má sjá að Danmörk ver 1,7% af sinni 168 milljarða dollara vergu landsframleiðslu til hermála, Finnland ver sama hlutfalli af 117 milljarða dollara vergri landsframleiðslu, Noregur ver 2,1% af 152 milljarða dollara vergri landsframleiðslu og Svíþjóð ver 2,5% af 219 milijarða dollara vergri landsframleiðslu3. Ef litið er til smáríkja á borð við ísland má sjá að verg landsframleiðsla íslands árið 1998 var 567,5 milljarðar króna4 eða 7.239,44 milljónir dollara5. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið verji álíka háu hlutfalli vergar landsframleiðslu til hermála og hin Norðurlöndin eða 2% (sem er meðaltal hinna fjögurra Norðurlandanna en er töluvert lægra hlutfall en NATO ríkin verja samanlagt til hermála) þá næmu bls.26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.