Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 30
Friðsamleg og frjálslynd heimsskvpan:
Um bandaríska heimsveldið
Davíð Logi Sigurðsson
blaðamður hjá MDrguriblaðlnu
og stuncfeksxHiri- í stjómrálafræði við HÍ
SKYNDILEGA er ekki talað um annað en hið
bandaríska heimsveldi (American empire) í sumum
helstu frétta- og fræðiritum. Ástæðan er augljós:
herför Bandaríkjamanna í írak hefur gefið
mönnum tilefni til að álykta sem svo að ráðamenn
í Washington hafi markað nýja stefnu í
utanríkismálum, sem í grundvallaratriðum feli í sér
að Bandaríkin hafi snúið baki við
einangrunarhyggjunni sem svo lengi einkenndi
afstöðu þeirra til umheimsins. Aðgerðir
Bandaríkjastjórnar og ummæli helstu valdamanna
þykja til marks um að öflugasta ríki veraldar sé
(hugsanlega) loksins að taka sér stöðu sem
fullveðja heimsveldi í þeim skilningi sem menn
lögðu í það orð fyrr á öldum.'
Athygli vekur að það eru ekki aðeins
andstæðingar utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem
nú ræða um bandarískan imperíalisma. Breska
vikuritið The Economist gerði málefninu til að
mynda skil í sumar og komst að þeirri niðurstöðu
að "... bandaríska keisaradæmið stenst
andarprófið: það lítur ekki bara út eins og önd og
vaggar eins og önd, það gaggar eins og önd."
Bendir blaðið á að ýmsir þekktir álitsgjafar tali nú
um tilvist bandarísks heimsveldis á jákvæðum
nótum, en slíkt heyri til tíðinda þegar menn hafi
sögu Bandaríkjanna í hugaJ'
Ekki þarf að koma á óvart að þeir sem
aðhyllast kenninguna um bandarískan
imperíalisma ræði um atburðina 11. september
2001 sem alger vatnaskil. George W. Bush
Bandaríkjaforseti álíti það nú köllun sína að verja
líf bandarískra ríkisborgara og tryggja hagsmuni
Bandaríkjanna hvarvetna; og til þess skuli beitt
brögðum sem áður hefði ekki verið beitt, nýr
hugsunarháttur þurfi að ryðja sér til rúms.
Bandaríkjamenn hafa m.a. ákveðið að ráðast í
heildarendurskoðun á herafla sínum, ekki síst í
Evrópu, enda sé Ijóst að núverandi viðbúnaður
miðist við aðstæður (kalda stríðsins) sem ekki eigi
lengur við. Hefur komið fram, m.a. í tengslum við
umræðu um varnarsamning íslands og
Bandarfkjanna, að Bandaríkjastjórn vill gjarnan
færa herafla frá vesturhluta álfunnar. Á
íslendingum brennur mest spurningin um það
hvort Bandaríkjamenn flytji þær fjórar til sex
herþotur, sem jafnan eru til staðar í herstöðinni í
Keflavík, burt frá landinu. Hugmyndir eru hins
vegar einnig uppi um að fækka verulega í þvf
sjötíu þúsund manna herliði, sem bækistöðvar
hefur í Þýskalandi, og fjölga í staðinn hermönnum
í löndum eins og Rúmeníu og Búlgaríu, þar sem
aðgangur að hafnaraðstöðu við Svartahafið er
tryggður. Sömuleiðis eru Bandaríkjamenn sagðir
vilja fjölga hermönnum, sem væru til taks í
herstöðvum í Afríkjuríkjum (Alsír, Marokkó og
hugsanlega Túnis).'''
Hvað býr að baki þessari viðamiklu
uppstokkun? Sumir vilja meina að ekki sé nóg að
vísa til baráttunnar gegn hryðjuverkum, skýringin
sé nefnilega að miklu leyti hugmyndafræðileg.
Þannig segir Edward Rhodes, framkvæmdastjóri
Center for Global Security and Democracy við
Rutgers-háskóla í New Jersey, í nýlegri ritgerð að
heimssýn Bush Bandaríkjaforseta feli í grunninn í
sér "óformlegt, alheimsveldi Bandaríkjanna"
(informal global American Empire).'v Það sé mat
Bush og hans aðstoðarmanna að ef takast eigi "...
að skapa friðsamlega og frjálslynda heimsskipan
þarf meira en bara afl Bandaríkjanna, og meira en
hernaðarmátt Bandaríkjanna, það þarf að tryggja
alheims yfirráð Bandaríkjanna á
hernaðarsviðinu."v
Ljóst má vera að ýmis þemu f þessari
heimsvaldastefnu Bandaríkjastjórnar, þessum
imperíalisma Bush og hans manna, voru fram
komin fyrir hina voveiflegu atburði 11. september
2001. Bandaríkjastjórn var til að mynda búin að
segja sig frá Kyoto-samkomulaginu fyrr það ár og
ýmislegt annað, sem Bush-stjórnin hafði sagt og
gert frá því að hún tók við í janúar 2001, hafði
orkað tvímælis erlendis, svo ekki sé meira sagt.
Það má þvf kannski segja að umræðan um
imperíalisma Bandaríkjastjórnar sé einfaldlega
framhald eða angi af umræðunni um þá
tilhneigingu Bush-stjórnarinnar til að fara sínu
fram hverju sem líði andmælum annarra þjóða eða
alþjóðastofnana (þetta hafa menn kallað
unilateralisma) í stað þess að ná fram vilja sínum
í samráði við aðra (sem menn kalla
multilateralisma).
Bush hefur sýnt að hann hneigist gjarnan til
að aðhyllast fyrri stefnuna.v' Þrátt fyrir að
Atlantshafsbandalagið (NATO) samþykkti eftir
árásina á Bandaríkin 11. september 2001 að virkja
í fyrsta skipti fimmtu grein stofnsáttmála
bandalagsins, um að árás á eitt NATO-ríki jafngilti
bls.30