Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 24

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 24
utanríkisþjónustunnar, var það staðfesta Davíðs Oddssonar og ófrávíkjanleg krafa hans um, að fá tækifæri til að ræða málið við forsetann eða nánustu samstarfsmenn hans, sem leiddi til þáttaskilanna 13. ágúst 2003. Enn sannaðist í þessu máli, eins og gerðist oftar en einu sinni í þorskastríðunum fyrr á árum, að gott er fyrir íslensk stjórnvöld að geta leitað til framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, þegar mikið liggur við í samskiptum þeirra við stærri bandalagsríki. Á tímum kalda stríðsins var litið til þess, að hernaðarlegt mikilvægi íslands fyrir NATO-ríkin og öryggi þeirra væri ótvírætt og sífellt vaxandi og þess vegna ættu íslenskir ráðamenn greiðan aðgang að forystumönnum NATO eða Bandaríkjastjórnar. Nú duga slíkar skýringar ekki. Er ekki nokkur vafi á því, að ábyrg afstaða íslenskra stjórnvalda í utanríkis- og öryggismálum undanfarin ár og ekki síst síðustu misseri í baráttunni við hryðjuverkamenn og Saddam Hussein hefur aflað þeim trausts hjá Bandaríkjaforseta og samstarfsmönnum hans. An þess trausts hefði þróun varnarviðræðnanna við Bandaríkjastjórn orðið önnur. í Morgunblaðinu 25. september 2003 var sagt frá því, að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefði rætt við George W. Bush Bandaríkjaforseta um stöðu varnarmála íslands er þeir hittust þriðjudaginn 23. septemeber í móttöku forsetans í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. ,,[H]ann gaf sér góðan tíma til að tala við mig," sagði Halldór um samtal sitt við forsetann. „Við ræddum um varnarmálin og af því samtali er Ijóst að hann mun halda áfram að fylgjast með málinu og gerir sér grein fyrir viðkvæmni þess." í fréttinni var einnig sagt frá samtölum Halldórs við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Elisabeth Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fór fyrir sendinefnd til viðræðna við íslensk stjórnvöld 5. júní 2003. Taldi utanríkisráðherra þau samtöl sýna, að „ þetta mál er í eðlilegum farvegi" en mundi taka nokkurn tíma að ræða það en það væri „ alveg Ijóst að Bandaríkjamenn vilja ná niðurstöðu sem er viðunandi fyrir báða aðila. Ég er viss um það að málið mun verða unnið í vinsamlegu andrúmslofti á grundvelli gagnkvæmrar virðingar en ekki með einhliða hætti eins og við vorum afskaplega ósáttir við," sagði Halldór Ásgrímsson. Taldi hann, að málefni íslands mundu tengjast viðræðum um varnarviðbúnað almennt í Evrópu auk þess sem Atlantshafsbandalagið hefði ákveðið að koma á fót viðbragðssveitum og við því væri að búast „að allt þetta muni tengjast," eins og utanríkisráðherra orðaði það. Fyrstu spurningunni svara ég með vísan til þess, sem hér er sagt, og þess lærdóms, sem af þeirri framvindu má draga. Pólitískir þættir skipta sköpum, þegar teknar eru pólitískar ákvarðanir. Ef kosningarnar 10. maí síðastliðinn hefðu farið öðru vísi og til dæmis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðið forsætisráðherra með það kosningaloforð á vörunum, að eitt fyrsta verk hennar í utanríkismálum yrði að strika ísland út af lista yfir stuðningsríki Bandaríkjanna í stríðinu við Saddam, hefðu aldrei náðst nein jákvæð tengsl inn í Hvíta húsið vegna varnarviðræðnanna. Auk þess virtist Ingibjörg Sólrún vera þeirrar skoðunar fyrir kosningar, að varnarsamningurinn hefði runnið sitt skeið, svo að varla hefði hún lagt mikið á sig fyrir hann eftir kosningar. II. Framtíðarstefna íslendinga í varnamálum felst í því, að þeir treysti áfram á gott samstarf við Bandaríkjamenn og láti jafnframt meira að sér kveða til að tryggja eigið öryggi. Nýlega sat ég ársfund International Institute for Strategic Studies (Alþjóðahermálastofnunarinnar) en þar hef ég verið félagi í bráðum þrjátíu ár og sótt mikinn fróðleik til rita stofnunarinnar og einnig til fyrirlestra á ársfundum hennar. Ef ég ber umræðurnar á fundinum á dögunum saman við það, sem var á tímum kalda stríðsins, er mér efst í huga, hve skilin á milli hernaðar og öryggisgæslu í þágu almennra borgara í friðsömum, opnum þjóðfélögum eru orðin óljós. Þar ræður auðvitað mestu reynslan af 11. september 2001, þegar ráðist var á New York og Washington. Þeim atburði lýsa Bandaríkjamenn gjarnan með því að segja aðeins 9/11 og hafa heimspekingar skýrt þá orðnotkun á þann hátt, að atburðurinn sé svo einstakur, að ekki sé í raun unnt að lýsa honum með því að nota orð, sem voru til fyrir hann. Að öflugasta herveldi heims hafi orðið fyrir slíkri árás sýnir auðvitað, að enginn hernaðarviðbúnaður, hvorki kjarnorkuvopn né venjuleg vopn, megnar að halda þeim í skefjum, sem vilja beita valdi á þennan hátt. Búa verður þjóðfélögin undir annars konar hættu en þá, sem áður þekktist. Hefur Bandaríkjastjórn gert margar ráðstafanir til þess og margir hafa lýst áhyggjum yfir því, að viðbúnaður gegn hryðjuverkum kunni að spilla innviðum hinna frjálsu og opnu þjóðfélaga og þrengja að daglegu lífi borgara þeirra. íslensk stjórnvöld ráða yfir lögreglu og landhelgisgæslu til að tryggja öryggi lands og þjóðar auk þess sem treyst er á almannavarnakerfi, sem reynst hefur vel við náttúruhamfarir. Framtíðarstefna fyrir þessar stofnanir hlýtur að taka mið af þeirri alþjóðlegu þróun, sem orðið hefur á sviði öryggismála og nauðsynlegt er að laga starf þeirra að henni og breyttum kröfum. III. Þegar svara á spurningunni um hættur, sem steðja að lýðræðisríkjum í upphafi 21. aldar. ætla ég að bls.24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.