Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 58

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 58
Um kjaramál og jafnrétti kynja Viðtal við Arna Magnússon, félagsmálaráðherra, 11. nóv. Hvaða leiðir telurðu að stjórnvöld geti farið með því að ýta undir frekari nýsköpun í atvinnurekstri og útflutning á íslensku hugviti t.d. eins og í tónlist og kvikmyndagerð ? Það vill nú þannig til að ég stýrði tveimur starfshópum á vegum iðnaðarráðuneytisins, á bilinu 1996-1999, sem fjölluðu um útflutning tónlistar og kvikmynda. Ut úr því varð til, hvað kvikmyndir varðar, sú löggjöf sem felur í sér endurgreiðslu fyrir kostnað við kvikmyndagerð á íslandi. Það eru aðgerðir sem ég tel að hafi sýnt sig að hafi verið rétt að fara í og hafa dregið til sín nokkuð stór verkefni í kvikmyndaiðnaði á íslenskan mælikvarða. Við gerðum einnig tillögur um að það yrði settur á fót sérstakur sjóður sem styddi við útflutning íslenskrar tónlistar. Það mál hefur því miður ekki náð fram að ganga. Ég tel að íslenskur tónlistariðnaður eigi mjög mikla möguleika á því ná árangri erlendis. Við höfum reyndar séð það á þessum tónlistarmönnum sem hafa haslað sér völl að þeim tekst það mjög vel, eins og Björk, Emilíana, Sigurrós og fleiri. Ég held að þarna sé óplægður akur og það er synd að við skulum ekki plægja hann. Ég held að við höfum mikla möguleika. Nú hefurðu verið gagnrýndur af fulltrúum verkalýðshreyfinganna vegna ummæla þinna á Alþingi um að "engar haldbærar sannanir" (tilvitnun: Árni sagði á Alþingi að vissuiega hefðu komið upp hnökrar varðandi aðbúnað og launakjör en hins vegar sjá hvorki Vinnueftirlitið né Vinnumáiastofnun ástæðu til þess að grípa til harðari aðgerða en þegar hefur verið gripið til á virkjanasvæðinu. úr fréttum RÚV) fyrir því að Impreglio bryti íslensk lög gagnvart starfsmönnum sínum bæði hvað varðar aðbúnað og laun og annað sem málið hefur snúist um. Hvenær telurðu að stjórnvöld eigi að grípa inní mál sem þessi þegar grunur leikur á að verið sé að brjóta lög líkt og verkalýðshreyfingarnar hafa viljað meina að sé þarna á ferðinni? Það er að sjálfsögðu okkar hlutverk að fylgja því eftir að íslensk lög og íslenskir kjarasamningar séu virtir. Það er það sem við höfum verið að gera. Bæði Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins hafa gengið mjög hart fram í því. Meðal annars hefur Vinnumálastofnun kallað eftir launaseðlum, með því að telja hreinlega upp úr launaumslögum hjá mönnum o.fl., sem ég myndi telja að undir öllum öðrum kringumstæðum hefðu talist nokkuð harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Sama má segja um Vinnueftirlitið. Það hefur gengið hart eftir þvf að Impreglio og önnur fyrirtæki á Kárahnjúkasvæðinu, það eru fleiri fyrirtæki þar að störfum, að þau uppfylli þær reglur og þau skilyrði sem við setjum. Hins vegar hafa fyrirtæki á hverjum tíma fengið ákveðna fresti til þess að bæta úr, rétt eins og önnur fyrirtæki fá. Framkvæmd þessi er nú einfaldlega þannig að menn fá ábendingar, menn fá athugasemdir og menn fá fresti til þess að uppfylla reglurnar. Þannig hefur þetta verið. Það eru þessir hnökrar sem ég hef talað um. Margt af því hefur verið fært til betri vegar, langflest, enda sjáum við það að þessi umræða þróast. Um tíma snérist hún fyrst og fremst um aðbúnað. Svo minnkaði umræðan um það vegna þess að aðbúnaðurinn batnaði. Umræðan fór að snúast meira um kaup og kjör. Nú hefur dregið úr því aftur, m.a. með þessu samkomulagi sem verkalýðshreyfingin náði við Impreglio. Menn mega heldur ekki gleyma því að við höfum tileinkað okkur ákveðnar reglur á vinnumarkaði. Þær fela það í sér að verkalýðshreyfingin veitir vinnuveitendum það aðhald varðandi kaup og kjör sem í mörgum löndum í kringum okkur er hlutverk opinberra eftirlitsstofnanna. Það hefur verið vilji aðila vinnumarkaðarins að hafa þetta svona hér. Þess vegna tel ég að íhlutun stjórnvalda, þegar ekki er um klár brot á lögum og kjarasamningum að ræða, geti verið alvarleg. Hversu sterk þarf sönnunin að vera þegar um mál eins og þetta er að ræða til þess að stjórnvöld grípi inn í, með meiri þunga en gert hefur verið? Við getum sett þetta upp með álíkum hætti og þegar menn horfa hingað til ráðuneytisins. Ætti dómsmálaráðuneytið eða dómsmálaráðherra að hlutast til um almenna löggæslu í landinu eða fara í það að rannsaka umferðarlagabrot, svo tekin séu ýkt dæmi? Við erum með stofnanir sem hafa það hlutverk að fylgja eftir íslenskum lögum og reglum. Á meðan þær sjá ekki að það sé verið að brjóta samninga eða lög og á meðan okkur er ekki færðar sannanir um það, þá er ósköp lítið hægt að gera í málinu. Við göngum eftir því með öllum þeim ráðum og öllum þeim tækjum sem okkur eru tiltæk. Menn hafa hrópað að þarna sé bæði verið að brjóta samninga og lög, en hvar eru sannanirnar? Verkalýðshreyfingin hefur haldið því staðfastlega fram að þarna sé verið að brjóta lög og þið hafið talað um að ekki séu nægar bls.58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.