Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 10

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 10
til tækniþróunar og að fjármagn vanti til að fleyta sprotafyrirtækjum yfir á það stig að verða aðlaðandi fjárfestingakostur fyrir framtaksfjárfesta. í öðru lagi sýna kannanir að frumkvöðlafræðslu sé ábótavant. Þetta kemur sennilega engum á óvart, enda hafa frumkvöðlar fyrst og fremst þekkingu á afmörkuðu sviði en minni á rekstri og markaðsmálum. Við þurfum að setja okkur það markmið að ná sem mestu út úr þeim frumkvöðlakrafti sem þjóðin býr yfir. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að skapa forsendur fyrir aukinni sprotafjármögnun, almennri frumkvöðlamenntun og endurbótum á stuðningskerfi nýsköpunarinnar. Það er von mín að með nýjum stuðningsaðgerðum ríkisins við nýsköpun atvinnulífsins breytist þetta til batnaðar. í hinu nýja umhverfi mun iðnaðarráðuneytið axla það veigamikla hlutverk að fóstra nýsköpun atvinnulífsins. Það verður umfangsmikið og vandasamt verkefni þar sem til grundvallar liggja afurðir vísindasamfélagsins og fyrir stafni eru fyrirheit um efnahagslegar framfarir og almenna velferð. Til þessa vandasama verks hefur iðnaðarráðuneytið fengið tvö tæki. Annars vegar er það Nýsköpunarmiðstöð sem rekin verður hjá Iðntæknistofnun og hins vegar nýr sjóður, Tækniþróunarsjóður. Yfirfærsla þekkingar til atvinnulífsins gerist ekki af sjálfu sér. í hnotskurn verður það verkefni Nýsköpunarmiðstöðvarinnar að hlúa að nýsköpun atvinnulífsins og þörfum frumkvöðla á sem bestan hátt, vera tengiliður frumkvöðla og lítilla og meðalstórra fyrirtækja við vísindasamfélagið annars vegar og framtaksfjárfesta hins vegar. Þar verður rekið frumkvöðlasetur og sértæk stuðningsverkefni sem stuðla að bættum rekstri fyrirtækja og framgangi nýrra viðskiptahugmynda sem spretta af hugkvæmni einstaklinga eða rannsóknum og þróunarstarfi háskóla, stofnana og fyrirtækja. Hitt tækið sem ráðuneytið hefur til að stuðla að framgangi nýsköpunarinnar er Tækniþróunarsjóður. Hlutverk hans á að vera að styðja tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Áherslur Vísinda- og tækniráðsins á hverjum tíma verða ráðandi í starfseminni og í því sambandi mun hann m.a. stuðla að því að áherslur ráðsins á sviði vísinda geti fengið eðlilega framrás og leiði í raun og veru til eflingar atvinnulífsins og efnahagslegra framfara. Sjóðnum er ætlað að brúa bilið á milli Rannsóknarsjóðs annarsvegar og framtaksfjárfesta hins vegar, þ.e. þeirra sem vilja leggja fé í álitleg nýsköpunarverkefni. Þannig er sjóðnum ætlað starfa á svokölluðu nýsköpunarstigi, þ.e. þegar í Ijós er að koma að niðurstöður vísindarannsókna geti leitt til efnahagslegs ávinnings fyrir frumkvöðulinn. Þá hefjast rannsóknir sem m.a. lúta að gerð frumgerðar og hönnun framleiðsluferla en hvortveggja getur verið ráðandi um arðsemi hugmyndarinnar. 3. Búseta á landsbyggðinni. Það skiptir miklu máli fyrir þróun efnahagsmála hvernig til tekst með byggðaþróun. Áherslur byggðaáætlunar beinast fyrst og fremst að því að skapa forsendur fyrir nýtt og framsækið atvinnulíf á landsbyggðinni. Markmiðið er að stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi m.a. með því að efla menntun og nýsköpun. Ljóst er að hinar hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, munu ekki vera þess megnugar að standa undir þeirri atvinnusköpun og þeim lífskjörum sem við væntum. Byggðastefnan verður því að taka mið af nýjum straumum og stefnum í vísindum og tækni, alþjóðavæðingunni og margbreytilegum þörfum íbúanna. Byggðastefna snýst um fólk, þarfir þess og óskir um lífsskilyrði. Hún byggist á þekkingu á því hverjar þessar þarfir og óskir eru og á raunhæfum leiðum til að bregðast við þeim. Rannsóknir sýna að afstaða fólks til byggðarlaga og búsetu tekur mið af atvinnukostum þar sem gerðar eru sífellt meiri kröfur um fjölbreytni í starfsvali, áhugaverð og krefjandi störf og góð starfskjör, auk krafna um ýmsa aðra þætti tengda þjónustu og umhverfi. Byggðastefna þarf því að styrkja marga búsetuþætti í senn. Hér er hlutverk ríkisins þýðingarmikið, bæði vegna þess að það ber ábyrgð á skipulagi og rekstri opinberrar þjónustu og vegna þess að það getur með stefnumörkun og lagasetningu í ýmsum málaflokkum, opinberum framkvæmdum og ýmsum aðgerðum haft áhrif á almenn búsetuskilyrði fólks. Aukin menntun og nýjar atvinnugreinar sem byggjast í vaxandi mæli á þekkingu, útivinna beggja foreldra, meiri hreyfanleiki og vaxandi velmegun er meðal þess sem veldur því að almenningur gerir nú kröfur um fjölbreytilegri atvinnukosti og betri þjónustu en áður var. Flest bendirtil að áhersla á góða menntun og fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu muni að öllum líkindum halda áfram að aukast á komandi árum. Auknar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga um að skapa góð og nokkuð örugg búsetuskilyrði sem laða að fólk og fyrirtæki. Hætt er við að sveitarfélög sem ekki geta boðið upp á góð búsetuskilyrði eigi í vök að verjast. Þó er rétt að hafa í huga að alls ekki er víst að þetta muni eiga við alls staðar. Fjölbreytt atvinnulíf og þjónusta er ekki það eina sem gerir byggðarlög áhugaverð og eftirsóknarverð til búsetu. Áfram munu verða á íslandi mörg tiltölulega fámenn og frekar afskekkt byggðarlög þar sem afkoma fólks byggist nær eingöngu á sjávarútvegi eða landbúnaði sem geta, eðli máls samkvæmt, ekki boðið upp á mikla fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu. Með því að nýta sér vel undirstöðuauðlindir þjóðarinnar geta mörg þeirra staðið undir góðu mannlífi og íbúarnir bls.10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.