Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 57

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 57
Þeir sem starfa á Jafnréttisstofu eru ekki alltaf inni á kontór í öðrum stjórnsýslustofnunum. Það er nú ekki eins og Akureyri sé í öðru landi, svo góðar eru samgöngur í flugi. Mestu skiptir það fólk sem vinnur á Jafnréttisstofu og hvernig það nýtir þau tæki sem tiltæk eru hverju sinni, en ekki staðsetningin. Samþykkt íslands að stefnumótun í samþættingu kynjasjónarmiða bæði við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hefur orðið til þess að ákveðin skref hafa verið stigin til að jafna hlut kvenna í þjóðfélaginu. Hvað finnst þér um árangur íslenskra stjórnvalda í kjölfarið af þessum samþykktum ? Árangur hefur verið afar misjafn. Ef litið er á ráðuneytin til dæmis þá hefur sumum gengið betur en öðrum að samþætta kynjasjónarmiðin. Það er Ijóst að það þarf sífellt að vera að minna á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi. Að velja konur til jafns við karla þarf alltaf að vera í meðvitund þeirra sem skipa í nefndir, ráð og stöður. Síðustu mánuði hafa málefni jafnrétti kynjanna verið ofarlega á baugi m.a. í kjölfari af stofnun Femínistafélags íslands. Ertu sammála áherslum femínista í jafnréttisbaráttunni ? Mér finnst það jákvætt þegar málefni jafnréttis eru í umræðunni og tel að þar þurfi öll sjónarmið að fá að njóta sín, hvort sem ég er alltaf sammála þeim eða ekki. Telurðu sjálfa þig vera femínista? Ég er jafnréttissinni. Ég er til dæmis bóndi og alþingismaður, en ekki bóndakona og alþingiskona. Sem jafnréttissinna fannst mér það skipta mig miklu máli að bera heitið bóndi alveg eins og eiginmaður minn sem er bóndi. Við unnum jafnt að búinu. Telurðu að femínismi eigi sér stoð í frjálshyggju? Já, því ekki það. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp til breytingar á lögum þess efnis að kaup á vændi verði gert refsivert. Ertu hlynnt þessu frumvarpi ? Ég er ekki hlynnt þessu frumvarpi. Ekki vegna þess að ég sé hlynnt vændi, þvert á móti. Ég tel þetta frumvarp ekki leysa vandann, með frumvarpinu er verið að lögleiða vændi. Hvernig er hægt að refsa fyrir kaup á því sem er löglegt? Hvoru tveggja þarf að vera refsivert að mínu mati. Þegar við setjum lög og refsiramma verður að vera hægt að fara eftir þeim. Það er einnig rangt þegar því er haldið fram að Svíar séu ánægðir með þessa leið, rannsóknir sýna fram á að vændið hverfur ekki. Önnur Norðurlönd eru heldur ekki tilbúin að fara þessa leið og vilja fyrst sjá hvernig þessu fram vindur í Svíþjóð. Heilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfarið af landsfundi Samfylkingarinnar þar sem formaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson talaði um að skoða þyrfti þann kost að markaðsvæða á fleiri stöðum innan heilbrigðiskerfisins. Ertu sammála því að þessar leiðir séu vænlegar til að draga úr kostnaði og bæta þjónustu í heilbrigðismálum ? Ég fagna því að fleiri eru komnir á sömu skoðun og við Sjálfstæðismenn. Já, ég er því sammála að þessar leiðir eru vænlegar til að draga úr kostnaði og þjónustuna má þæta í heilbrigðismálum. Þú hefur fjallað um mikilvægi þess að stuðla að því að aldraðir fái að velja þann kost að vera heima hjá sér sem lengst með aðstoð heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Sú þróun í heilbrigðisþjónustunni hefur einnig verið á sama veg, þ.e. að sjúklingar eru sendir heim af sjúkrahúsum um leið og það er fært. Hins vegar hafa aðstandendur veikra einstaklinga (barna og fullorðinna) kvartað yfir því að ekki sé næg fjárhagsleg aðstoð fyrir þá sem þurfa að hverfa frá vinnu til þess að aðstoða nána ættingja. Hvaða hlutverki telurðu að ríkið eigi að sinna gagnvart þessum aðstandendum sem tapa fjárhagslegum stöðugleika sínum vegna sjúks eða aldraðs fjölskyldumeðlims sem þeir þurfa að sinna ? Ég tel að það sé hægt að vera með úrræði sem kosta ekki eins mikið og rúmlega á hátæknisjúkrahúsunum. Eftir aðgerðir ætti að huga meira að hjúkrunarheimilum eins og Rauða kross heimilinu og fleirum sem ættu að geta sinnt sjúklingum eftir veru á hátækni-sjúkrahúsunum. Nýta má miklu meira heimahjúkrun en gert er í dag. Ríkið hefur verið að greiða meira í ummönnunarbætur ár frá ári. En vissulega má gera betur þar sem í raun eru það fjölskyldumeðlimir sem spara fyrir ríkið með því að taka að sér það hlutverk að sinna sjúkum heima. Þú hefur verið flutningsmaður þingsályktunartillögu um að rannsaka verði möguleg áhrif háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann. Flestir landsmenn búa í návígi við eitthvað að þessu þrennu en sennilega hugsa fæstir um möguieikann á því að það geti skaðað þá. Hver er hvatinn á bak við þessa þingsályktunartillögu? Hvatinn að þessari þingsályktunartillögu er að í viðtölum við fólk hafði það áhyggjur af því að á sumum svæðum t.d. á Selfossi var óvenju mikið um veikindi og krabbameinstilfelli. Ég vil með þessari tillögu að það verði kannað hvaða áhrif háspennulínur spennistöðva og fjarskiptamastra hafa á líkamann og hvað við getum gert til að lágmarka hættuna. Víða í heiminum er verið að rannsaka þessa hluti. T.d. í Noregi mega barnaheimili ekki vera staðsett í nálægð spennistöðva. Ef háspennulína liggur yfir hyl í á, þá forða laxarnir sér í þurtu, tré vaxa öðruvísi undir háspennulínum og þessar línur hafa áhrif á nyt og heilsu húsdýra. Ég vil að það verði skoðað gaumgæfilega hvort krabbameinstilfelli eru fleiri þar sem spennistöðvar og háspennulínur eru undir, yfir eða nálægt húsum. bls.57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.