Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 37
Huga þurfi sérstaklega að "innra öryggi" í landinu.
Og bent er á að með aukinni ábyrgð íslands
á alþjóðavettvangi t.d. með hugsanlegri aðild að
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kunni athygli
"öfgahópa" að beinast að Islandi á annan hátt en
við höfum vanist. Hér mætti halda áfram að telja
upp sérgreindar nýjar hættur í umhverfinu svo
sem mengunarslys, ofsafengnara verðurfar,
sýklahernað, tölvu- og kerfisinnrásir, alþjóðlegt
vændi og auðlindaátök o.s.frv. Þeim er það
sameiginlegt að snerta öryggi borgaranna en
varnarviðbúnaður vegna þeirra kallar ekki á
hernaðarskipulag, en kann að vera ofviða
vanbúinni öryggisgæslu.
Á árinu 1999 komu semsagt fram
ábendingar um það hvernig á að sinna ábyrgð
íslenska ríkisins á öryggi íslenskra borgara og
bregðast við þeim hættum sem kunna að fylgja
aukinni hlutdeild íslands á alþjóðavettvangi. Mér
vitanlega vinna stjórnvöld í meginatriðum í
samræmi við þessar ábendingar og þær eru
margar af því taginu að verðskuldað hefðu ítarlega
lýðræðislega umræðu.
Undanbrögð í umræðu
Viðbrögð stjórnarandstæðinga hafa yfirleitt með
örfáuum undantekningum verið þau að segja sem
svo að úr því að mat á "nýjum hættum" hafi ekki
verið framkvæmt sé ekki hægt að ræða um
viðbrögð við þeim. íslenskir stjórnmálamenn,
bæði hægra megin í hinu pólitíska litrófi en einkum
vinstra megin, stinga höfðinu yfirleitt í sandinn
þegar hér er komið við sögu. Viðkvæðið er gjarnan
að ekki sé hægt að ræða um "varanlega
öryggishagsmuni" vegna þess að stjórnvöld hafi
ekki skilgreint þá og síðan er bætt við: "En við
viljum ekki íslenskan her". Það er með þessum
hætti þægilegt að skáka sér út úr umræðunni með
afdráttarlausri afneitun sem fellur í kramið hjá
mörgum
Samt hefur að því er ég kemst næst enginn
lagt til að komið verði upp íslenskum her í þeim
skilningi sem yfirleitt er lagður í það orð, það er að
segja þungvopnuðum liðsafla sem ræður yfir
orrustuþotum, eldflaugum, herskipum,
skriðdrekum og hverskyns vígtólum öðrum.
Tökum málin í eigin hendur
í staðreyndabók bandarísku leyniþjónustunnar CIA
á Netinu segir að á íslandi séu í ágúst 2003 62.552
karlmenn á aldrinum 15 til 49 ára hæfir til þess að
gegna herþjónustu. í sannleika sagt sérkennilegar
upplýsingar um herlausa þjóð. Björn Bjarnason,
sem samfelldast hefur ritað um varnar- og
öryggismál af stjórnmálamönnum, gekk ekki svo
langt í erindi árið 1995 að kveðja til alla vopnfæra
menn. En hann fékk mikla skömm í hattinn þegar
hann sagði að unnt væri að kalla 20.000 til 28.000
manns til að sinna vörnum landsins á hættustund,
án þess að efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar
lamaðist.
Hann taldi einnig að unnt væri að þjálfa
fámennan hóp íslendinga, 500 til 1000 manns, til
að starfa að vörnum landsins, án þess að
vinnumarkaður færi úr skorðum. Rétt er að geta
þess að um dæmi var að ræða en ekki tillögu og í
dæmi Björns gerði hann ráð fyrir að þetta
heimavarnar eða þjóðvarðlið mætti nota til þess að
gæta öryggis mikilvægra mannvirkja um land allt
á fyrstu stigum hættuástands, til almannavarna og
til þess að að bregðast við náttúruhamförum. Það
er því ósanngjarnt að núa Birni því um nasir að
hann hafi gert tillögu um íslenskan her í þeim
skilningi sem nefndur var hér að framan.
Ég hef sjálfur gert því skóna að það sé
rökrétt afleiðing af þeim ákvörðunum sem teknar
hafa verið um virkari þátttöku íslands í NATÓ,
þátttöku Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglunnar,
Víkingasveitarinnar og björgunarsveita í
heræfingum hér á landi, stofnun íslensku
friðargæslunnar og vopnun lögreglumanna á
flugvöllum, að í náinni framtíð verði stofnaðar
einhverskonar öryggissveitir á íslandi. Vaxandi
samskipti við heri annarra ríkja og herlögreglu svo
og þátttaka íslendinga á erlendum vettvangi í
alþjóðlegum sveitum sem lúta hernaðarskipulagi,
kalla á einhverskonar sambærilegt skipulag hér á
landi fyrr eða síðar.
Varnarmiðstöð íslands
Líklegt má telja að við íslendingar séum
ofurviðkvæmir fyrir orðum og orðfæri þegar rætt
er um öryggismál. Gunnar Karlsson prófessor í
sagnfræði heldur því fram í Morgunblaðsgrein
sumarið 2003 að herstöðvamálið hafi leitt
íslendinga í sjálfsvitundarkreppu sem þeir hafi
ekki losnað úr enn. Að hans dómi er nú tækifæri til
þess að losa þjóðina úr þessari kreppu. Hún eigi
ekki að láta það vaxa sér í augum þótt
Bandaríkjaher sé á förum heldur taka málin í eigin
hendur.
„Ef einhver varnarviðbúnaður er nýtilegur
til að bregðast við hryðjuverkum, flugránum eða
öðru þess háttar, hlýtur það að vera víkingasveit af
því tagi sem við eigum þegar vísi að og getum eflt
og aukið.
Auðvitað þurfum við engan íslenskan her,
annan en þann sem við höfum þegar. Þó verð ég
að segja að engin röksemd gegn brottför hersins af
Keflavíkurflugvelli finnst mér ómerkilegri en sú að
það sé stolt okkar íslendinga að vera herlaus þjóð
og vopnlaus. íslenska ríkið er ekki vopnlaust, og
útfærsla fiskveiðilögsögunnar var meðal annars
knúin fram með afli vopnaðra fallbyssubáta. Svo er
í meira lagi yfirborðslegt að standa undir
verndarvæng mesta herveldis í heimi og hreykja
sér af vopnleysi sínu."
Hér er talað tæpitungulaust og hugmyndir
Gunnars um nýtingu Keflavíkurflugvallar eftir að
herinn fer eru einnig forvitnilegar hversu
raunhæfar sem þær kunna að vera:
„Álitlegt væri að flytja höfuðstöðvar
landhelgisgæslunnar, víkingasveitar lögreglunnar
og jafnvel miðstöð björgunarsveita landsins til
Keflavíkurflugvallar, þar sem mikið húsnæði yrði í
boði. Þar yrði byggð upp varnarmiðstöð landsins,
miðuð við raunverulegar varnarþarfir, óháð
úreltum hugmyndum um einkennisklædda dáta og
öskrandi herforingja."
Notum gæslunafnið
Þegar grannt er skoðað er kannski ekki haf og
bls.37