Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 52

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 52
síðasta er sérlegur ráðgjafi framkvæmdastjóra í jafnréttismálum (Gender Issues and Advancement of Women). í umræðum á vettvangi öryggisráðsins á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að skipa fleiri konur í háttsettar fulltrúastöður innan Sameinuðu þjóðanna. Það vekur hinsvegar athygli að lítið hefur verið rætt um hlut kvenna sem fulltrúa ríkja innan Sameinuðu þjóðanna -og öryggisráðsins sérstaklega. Rétt er þó að halda því til haga, að af þeim fjörtíu fulltrúum sem tóku til máls í umræðum á opnum fundi öryggisráðsins um konur, frið og öryggi fyrir samþykkt ályktunar 1325 í október 2000, gerðu allir kvenfulltrúarnir sex fæð kvenna að umtalsefni, þ.m.t. fæð kvenna sem fulltrúa ríkja á samráðsvettvangi Sameinuðu þjóðanna. í þessu sambandi má nefna að þegar ríki huga að framboði til öryggisráðsins þá fjölga þau nær undantekningalaust starfsfólki sínu í höfuðstöðvum samtakanna. Hinsvegar er tvennt fróðlegt við þá fjölgun. Oftast nær er fleiri körlum bætt í starfsliðin frekar en konum og þar af eru karlarnir í langflestum tilfellum settir í að sinna öryggisráðinu, á meðan konurnar sem starfa fyrir hönd ríkjanna sinna öðrum hlutverkum. í töflu 3 má sjá tölur yfir starfsmannafjölda nokkurra smærri ríkja sem átt hafa sæti í öryggisráðinu á undanförnum árum. Um er að ræða fjölda þeirra starfsmanna sem aðildarríki öryggisráðsins gáfu sérstaklega upp að störfuðu gagnvart öryggisráðinu. Fæð kvenna er þó ekki lögmál í umræðum um alþjóðamál. Vert er að minnast umræðufundar sem fór fram í mars 2003 milli sendiherra aðildarríkja öryggisráðsins og fulltrúa frjálsra félagasamtaka (NGO 's). Viðkomandi félagasamtök voru á þeim tíma virk í umræðum um öryggismál í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og var umfjöllunarefni fundarins hlutverk frjálsra félagasamtaka í starfsemi öryggisráðsins. Það sem gerði fundinn áhugaverðan og skiptir máli hér er að öðrum megin borðsins voru fastafulltrúar fimmtán aðildarríkja öryggisráðsins - fimmtán karlar - en hinum megin borðsins voru konur í hverju einasta fulltrúasæti hinna frjálsu félagasamtaka um öryggismál. Óhjákvæmilega vaknar upp spurningin hverju ráði, að konur eigi svo erfitt uppdráttar á vettvangi ríkisstjórna þegar kemur að öryggis- og alþjóðamálum þegar þátttaka þeirra í frjálsum félagasamtökum sannar svo ekki verður um villst að áhugi þeirra og kunnátta er vel fyrir hendi? Það má velta fyrir sér tilgangi þess að halda umræður í öryggisráðinu um konur, frið og öryggi, og jafnréttismál almennt, ef skipan og hegðan ráðsins sjálfs er hvað skýrasta dæmið um vandann í reynd. Hlutur íslands Með hliðsjón af framboði Islands til öryggisráðsins er áhugavert að líta að frammistöðu íslands í jafnréttismálum innan utanríkisþjónustunnar. Jákvæð mynd birtist þegar eingöngu er litið á fastanefnd íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York þar sem fjórar konur starfa með þremur körlum. Sé íslenska utanríkisþjónustan hins vegar tekin fyrir í heild sinni horfir dæmið nokkuð öðruvísi við. í utanríkisþjónustunni starfa samtals 108 manns, 70 karlar og 38 konur. í lögum um utanríkisþjónustu íslands er getið um mismunandi flokka sem starfsmenn utanríkisþjónustunnar aðrir en kjörræðismenn skiptast í, heima og erlendis. Flokkarnir skiptast eftir ákveðnu lögvirðingarstigi samkvæmt venjum innan diplómataheimsins en samsvara jafnframt svipuðum flokkum launa og annarra starfstengdra fríðinda hjá hinu opinbera almennt. Samkvæmt upplýsingum í handbók utanríkisráðuneytins kemur í Ijós að í fjórða flokki eru samtals 15 starfsmenn, sex karlar og níu konur. í þriðja flokki eru samtals 21 starfsmaður, 15 karlar og sex konur. í öðrum flokki eru starfsmenn samtals 41. Þar af eru tveir aðalræðismenn, báðir karlar. 33 sendifulltrúar eru á skrá, fimmtán karlar en átján konur. Þess ber hinsvegar að geta að tveir karlanna hafa áður gengt stöðu skrifstofustjóra, en nú hafa sex manns þann titil. Allir eru skrifstofustjórarnir karlar. í fyrsta flokki starfsmanna utanríkisþjónustunnar eru, ef marka má handbókina, samtals 24. Núverandi skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins er karl en kona hefur aldrei gegnt því embætti. Formlega eru sendiherrar íslands 20 talsins, þar af einungis ein kona, sú fyrsta og eina í sögu íslenska lýðveldisins. Til viðbótar teljast þrír karlar hafa stöðu sendiherra innan utanríkisþjónustunnar. í fyrsta flokki íslensku utanríkisþjónustunnar starfa því 22 karlmenn og ein kona. Engin kona hefur enn gegnt stöðu utanríkisráðherra íslands. Könnun þessi er óformleg og byggir á upplýsingum úr handbók utanríkisráðuneytisins 2002-2003. Rétt þykir að nefna að ráðuneyti á íslandi hafa almennt tekið framförum í jafnréttismálum á undanförnum árum og hefur sérstakur árangur náðst innan utanríkisráðuneytisins. Af ofangreindum upplýsingum er þó Ijóst að betur má ef duga skal. Málflutningur íslands í jafnréttismálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur aftur á móti verið mjög heilsteyptur á síðustu misserum og telst ísland meðal fremstu þjóða í þeim efnum. Nærtækt er að benda á ræður um jafnréttismál sem fulltrúar fastanefndar íslands hafa nýlega flutt á vettvangi allsherjarþingsins og öryggisráðsins. ísland hefur einnig tekið virkan þátt í jafnréttisstörfum á mörgum sviðum Sameinuðu þjóðanna. Má nefna sem dæmi að í tengslum við fimm stórverkefni í friðargæslu starfa sérstakir jafnréttisfulltrúar eða sérfræðingar í jafnréttismálum: í Kósovó, Síerra Leone, Lýðveldinu Kongó, Austur-Tímor og Afghanistan. Þar af hefur ísland síðastliðin þrjú ár greitt fyrir stöðu sérfræðings í jafnréttismálum í Kósovó. Framtak íslands þarna telst öðrum ríkjum til fyrirmyndar. ísland getur skipulagt framboð sitt til öryggisráðsins á þann hátt að nýjar leiðir séu reyndar til að koma málum í verk. Rétt er að taka mið af getu okkar nú á tímum og kalla til verka á þessum vettvangi ungt og vel menntað fólk - en af því er ekki skortur. Tryggja þarf háskólasamfélaginu góða aðkomu að öllum undirbúningi framboðsins. Nærtækt dæmi er víðtæk þekking prófessora og annarra fræðimanna á ýmsum bls.52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.