Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 56

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 56
Heilbrigðis- og jafnréttismál Viðtal við Drífu Hjartardóttur, alþingismann Drífa Hjartardóttir alþingiaiBður Sjálfstæðisfldkki Á þínum stjórnmálaferli hefurðu setið í hinum ýmsu nefndum og ráðum sem snúa að jafnrétti kynjanna. Hvaða ieiðir stjórnvalda finnst þér hafa skilað mestum árangri í þeirri baráttu? Já ég átti sæti í Jafnréttisráði í mörg ár og er nú hin síðari ár í Jafnréttisnefnd kirkjunnar. Það er erfitt að segja hvaða leiðir hafa gefist best. Jafnréttislögin nýju eru að mínu mati mjög gott tæki í jafnréttisbaráttunni. Mestu skiptir sú hugarfarsbreyting sem orðið hefur hvað varðar launabaráttuna, þó margt megi bæta þar eins og kannanir sýna. Fæðingarorlof feðra sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum var einnig mikilvægt skref í jafnréttisbaráttunni. Þá hafa stjórnvöld sett á stað nokkrar nefndir til að varpa Ijósi á stöðu kvenna. Ég nefni hér" Aukinn hlut kvenna í stjórnmálum" og " konur í fjölmiðlum". Þetta skiptir allt máli. Nú situr þú sem formaður landbúnaðarnefndar fyrst kvenna. Er það eitthvað sem þú telur skipta miklu máli fyrir landbúnaðinn að kona fari með formennsku í landbúnaðarnefnd þingsins ? Já það er rétt, ég er fyrsta konan sem er formaður landbúnaðarnefndar. Ég tel að það skipti mestu fyrir landbúnaðinn að ég er sjálf bóndi og þekki þær aðstæður sem landbúnaðurinn býr við af eigin raun. Sem kona hef ég einnig meiri innsýn í stöðu kvenna í landbúnaði. Það skiptir einnig máli fyrir konur að kona taki að sér formennsku, það er góð ímynd og hvatning til annarra kvenna. Einnig hefur þú fjallað um alþjóðadag kvenna í landbúnaði á Alþingi, hver telurðu að staða kvenna í landbúnaði sé í dag? Ef litið er á félagskerfi bænda, þá endurspeglar þátttaka kvenna í nefndum og ráðum engan veginn þátttöku þeirra í landbúnaði. í stjórn Bændasamtakanna hafa mest verið þrjár konur núna eru þær tvær. Nefndir og ráð á vegum Bændasamtakanna eru mest karlanefndir. Engin kona er til dæmis í markaðsráði landbúnaðarins, þrátt fyrir þá staðreynd að konur sjá um innkaup heimilanna oftar en karlarnir. Úr þessu þarf að bæta. Það er ekki hægt að afsaka það með því að þær fáist ekki til þátttöku. Þær eru of fáar skráðar fyrir búunum til jafns við eiginmenn sína. Vinnuframlag þeirra er mikið og þær hafa mikið til málanna að leggja fái þær tækifæri til að sýna það. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 er oft talin hafa verið mikilvæg í sögu baráttu jafnréttis kynjanna. Nú sast þú á þessari ráðstefnu hvað finnst þér hafa áunnist í kjölfarið á þessari ráðstefnu ? Mér finnst töluvert mikið hafa áunnist þessi átta ár frá kvennaráðstefnunni í Peking. Ég sótti einnig ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir nokkrum árum þar sem farið var yfir stöðuna frá ráðstefnunni 1995. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi en á Pekingráðstefnunni þá voru það konurnar í Afríku sem voru mest áberandi og þeirra málefni. Eins var það í New York og mikil umræða fór í umskurð kvenna, getnaðarvarnir, baráttuna við alnæmi og rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þá var mikið rætt um menntun kvenna og atvinnuþátttöku þeirra. Almenn réttindi eins og að fá rétt til að eignast land. Mikilvægi þess að aðstoða konur við að koma sér upp fyrirtækjum í smáum stíl. Þetta höfum við gert á íslandi og það hefur tekist vel með aðstoð opinberra sjóða. Á þessari umræddu ráðstefnu er fræg ræða sem Hillary Clinton hélt og mótmælti meðal annars stöðu kvenna í Kína. Hvað er þér mest minnistætt við þessa ræðu? Mér er það mest minnistætt að þetta var góð ræða og Hillary Clinton var ekkert að skafa utan af hlutunum. Það þarf kjark til að tala hreint út og það skipti miklu máli fyrir kínverskar konur að fá hvatningu frá þessari konu í opinberri ræðu. Þessi ráðstefna hafði mikil áhrif í Kína og annarsstaðar í heiminum. Til gamans má geta þess að þegar við vorum í Kína og tókum leigubíla þá voru bílstjórarnir með teppi í bílunum. Ein af mínum ferðafélögum hafði verið við nám í Kína og hún hafðu það eftir kínverskum vinum sínum að leigubílstjórar voru varaðir við þessum hvítu norrænu konum sem gætu átt það til að fletta sig klæðum hvenær sem væri. Því væri vissara að vera með teppi í bílnum til að kasta yfir þær, tækju þær upp á þessum óskunda. Sú ákvörðun að Jafnréttisstofa skyldi vera staðsett á Akureyri hefur oft verið gagnrýnd af jafnréttissinnum því þeir telja það gera henni erfiðara fyrir að vinna að jafnréttismálum sem tengjast stjórnsýslunni, þar sem flestar stjórnsýslustofnanir eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni ? Ég átti sjálf þátt í þeirri ákvörðun að flytja Jafnréttisstofu til Akureyrar. Það er ekkert erfiðara að vinna að jafnréttissjónarmiðum frá Akureyri en í Reykjavík. bls.56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.