Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 18

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 18
Sérstakir málefnahópar hafa jafnframt unnið ítarlegar skýrslur um skattamál og um samkeppnislög, þar sem íslenskt starfsumhverfi er borið saman við nágrannalöndin og rökstuddar tillögur settar fram til úrbóta, en þar má segja að skarist þessi málsvara- og hugmyndasmiðjuhlutverk SA. Málefnahóparnir fjalla hins vegar einnig um víðtækari efni og Ijá SA hugmyndir. Fyrir aðalfund SA sl. vor komu málefnahóparnir þannig að vinnu samtakanna við gerð skýrslunnar Bætum lífskjörin!, þar sem fjallað er um leiðir til bættra lífskjara með kerfisumbótum. Þar er fjallað um reglubyrði og opinbert eftirlit, vinnumarkaðinn, matvælaverð og landbúnaðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Að lokum verða hér reifuð helstu áhersluatriði úr skýrslu SA, Bætum lífskjörin! Minni reglubyrði, einfaldara eftirlit Fyrirtæki kvarta undan íþyngjandi reglubyrði af svokölluðum „eftirlitsiðnaði," öflun starfsleyfa, innheimtuþjónustu fyrir ríkisvaldið og fleira. Beinar greiðslur fyrirtækja vegna „eftirlitsiðnaðarins" eru um 1,5 milljarðar króna á ári og hafa hækkað um tæp 30% á tíu árum á núvirði. Heildarkostnaður þjóðfélagsins er þó mun hærri fjárhæð, 15-40 milljarðar króna ef viðmið ESB um hlutfall af landsframleiðslu eru yfirfærð yfir á ísland. Draga þarf úr umfangi opinbers eftirlits og einfalda það, til dæmis með aukinni áherslu á innra eftirlit og á samræmingu rekstrarleyfisveitinga á færri hendur. Umbuna ber fyrirtækjum fyrir að taka upp viðurkennd gæðakerfi, til dæmis með þeim hætti að fella niður eftirlitið og tengd gjöld að hluta eða að öllu leyti. Lögum um opinberar eftirlitsreglur ekki framfylgt Við setningu laga og reglna sem varða starfsumhverfi atvinnulífs ber ávallt að hafa lágmörkun kostnaðar fyrirtækjanna að leiðarljósi. Við innleiðingu EES-reglna ber þannig að nýta það svigrúm sem reglurnar gefa til aðlögunar að þörfum og hefðum á hverjum stað. Öflugt samráð við atvinnulífið gegnir hér lykilhlutverki. í lagafrumvörpum er oft lagt mat á fjárútlát ríkissjóðs, verði frumvörpin að lögum. Með sama hætti þarf að meta kostnað fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild af reglum um eftirlit, líkt og þegar er kveðið á um í lögum um opinberar eftirlitsreglur. Lögin um opinberar eftirlitsreglur eru að mörgu leyti til fyrirmyndar, en að sama skapi er óviðunandi að í reynd er þeim ekki framfylgt. Minni reglubyrði fyrirtækja og hagkvæmari framkvæmd eftirlits stuðlar að hagræðingu í rekstri og þar með samkeppnishæfara atvinnulífi, sem er grunnur að bættum lífskjörum í landinu. Skilvirkari vinnumarkaður Sveigjanlegur vinnumarkaður er lykilforsenda öflugs hagvaxtar og þar með góðra lífskjara. Takmarkanir á sveigjanleikanum draga úr verðmætasköpun þjóðfélagsins. Sveigjanlegur vinnumarkaður á Islandi hefur skilað mikilli fjölgun starfa og háu atvinnustigi. Þrátt fyrir það á sveigjanleikinn undir högg að sækja. Almennur vinnumarkaður er sveigjanlegri hér en víðast hvar í Evrópu, en undanfarin ár hefur þó dregið úr sveigjanleikanum, einkum vegna Evrópureglna. Sambýlisvandi almenns og opinbers vinnumarkaðar íslenskur vinnumarkaður er hins vegar að miklu leyti tvískiptur. Opinberir starfsmenn hafa ýmis réttindi umfram fólk á almennum vinnumarkaði, til dæmis á sviðum lífeyris-, orlofs- og veikindaréttar, auk uppsagnarverndar. Lengi vel var vísað til hærri launa á almennum markaði í þessu sambandi, en þau rök eiga ekki lengur við þar sem laun opinberra starfsmanna hafa nú árum saman hækkað meira en laun á almennum vinnumarkaði. Alvarlegur sambýlisvandi ríkir á hinum tvískipta vinnumarkaði, með ólíka launastefnu og ójöfn réttindi. Ljóst er að þessi þróun getur ekki haldið áfram. Svigrúm til launakostnaðarbreytinga verður að skilgreina í samkeppnisgreinum atvinnulífsins og aðrir að taka mið af þeirri þróun. Opinberi vinnumarkaðurinn er greindur frá hinum almenna vinnumarkaði með lögum frá Alþingi. Eðlilegt er að sérreglur fyrir opinbera starfsmenn verði felldar niður og vinnumarkaðurinn þannig gerður einsleitari. Stjórnendur opinberra fyrirtækja og stofnana kvarta undan hamlandi starfsumhverfi og telja það meiriháttar mál að segja upp fólki. Þessi takmörkun á stjórnunarréttinum dregur úr hvata starfsfólks til að leggja sig fram og kemur í veg fyrir að stjórnandinn hafi ávallt hæfu fólki á að skipa. Sambýlisvandinn styður áhersluna á minnkandi vægi opinbers rekstrar og aukið vægi útboða, þjónustusamninga og einkarekstrar. Lægra matvælaverð Viðurkennt er að matvöruverð er allt of hátt á íslandi. Stuðningur ríkisins við landbúnað stefnir ekki að hámarksnýtingu framleiðsluþátta eða arðsemi í greininni, þar sem erfiðleikar eru miklir og dökkar horfur. Veruleg umskipti eru hins vegar framundan í landbúnaði, ekki síst vegna breytinga sem væntanlegar eru á alþjóðavettvangi. Kröfur almennra neytenda verða ekki hunsaðar. Lækka þarf matvælaverð og auka fjölbreytni í vöruframboði. Nauðsynlegt er að skilgreina aðlaðandi markmið fyrir matvælaframleiðslu og landbúnað, en meginhagsmunir allra atvinnuvega eru sameiginlegir. Hagkvæmara landbúnaðarkerfi, lægra matvælaverð og fjölbreytilegra framboð á matvælum munu sameiginlega stuðla að stórbættum lífskjörum í landinu. Skipulagsbreytingar í landbúnaði eru ein skilvirkasta leiðin sem þjóðinni er nú fær að því marki. Kostir einkarekstrar nýttir í heilbrigðisþjónustu Opinber útgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið mikið á undanförnum árum á íslandi og er hlutfall þeirra af landsframleiðslu það annað hæsta innan OECD, þótt meðalaldur þjóðarinnar sé með þeim lægsta í þessum löndum. Undanfarin ár hefur hlutur heilbrigðisútgjalda jafnframt vaxið mun hraðar en að jafnaði gerist innan OECD. Umfang og vöxtur heilbrigðiskerfisins er þvílíkur að leiðir til sparnaðar og hagræðingar í kerfinu hljóta að vera í brennidepli. bls.18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.