Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 15

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 15
möguleika á að leysa flöskuhálsa með innflutningi vinnuafls sem ella gætu skapað launaskrið.8 Það seinna er tvíbentara þar sem spákaupmennskufjárstreymi getur magnað gengissveiflu sem líklega verður samfara stóriðjuframkvæmdum. 6. Fjármálastofnanir eru tiltölulega nýbúnar að ganga í gegnum mikla útlánaofþenslu sem í sumum tilfellum situr eftir sem vandamál vegna vanskila og gjaldþrota. Það er því hægt að binda einhverjar vonir við að þær muni fara sér varlegar á næstunni. Öll atriðin nema minni slaki nú gera hættuna á ofþenslu minni nú en í síðustu uppsveiflu. Á móti kemur að stóriðjuframkvæmdirnar eru meiri nú. Það segir þó kannski ekki alla söguna því að íslenska hagkerfið tók þátt í alþjóðlegri uppsveiflu á seinni hluta tíunda áratugarins og fékk mikla innspýtingu í gegnum fjármagnsinnstreymi í upplýsinga- og fjarskiptaiðnað, sem skapaði mörgum störf. Eftir að sú bóla sprakk á alþjóðlegum vettvangi eru mun minni líkur á að sams konar þróun eigi sér stað í bráð. Hagstjórn og óvissa Ofangreindur mismunur á stöðunni nú og þá er nægilega veigamikill til að líklega sé hæpið að yfirfæra ýmislegt af reynslunni af síðustu hagsveiflu yfir á þessa. Eitt er þó örugglega óbreytt. Það er að hagstjórnin verður framkvæmd við skilyrði óvissu. Þó að við þekkjum þennan mikla eftirspurnarhnykk geta ýmsir aðrir riðið yfir, bæði á eftirspurnar- og framboðshlið. Gerðar verða verða spár og þær eru mikilvægar til að greina möguleikana og leiðbeina hagstjórninni. En þegar öllu er á botninn hvolft, eru þetta „bara" spár. í kringum þær er líkindadreifing og óvæntir atburðir geta átt sér stað. Þess vegna verður hagstjórnin að vera árvökul. Það er af þessum sökum sem Seðlabankinn hefur komið sér upp öflugu kerfi til að fylgjast með framvindu efnahagsmála og skoða vísbendingar um framtíðina. Fyrir utan hefðbundna rýni í hagtölur má nefna úrtakskannanir meðal fyrirtækja og almennings og viðtöl við fulltrúa fyrirtækja, verkalýðsfélaga og fjármálastofnana.9 Reynslan af síðustu hagsveiflu sýnir að ýmsar hættur sem með góðum rökum er hægt að benda á að séu á veginum þurfa ekki að verða að veruleika. Þar með er ekki sagt að ekki sé mikilvægt að átta sig á hverjar þær gætu verið. Færa má fyrir því sterk rök að einmitt vegna þess að innlendar og erlendar efnahagsstofnanir bentu á hætturnar og þær sem það gátu gripu til aðgerða, hafi tekist að forðast sumar af þessum hættum. Það eru því ekki rök fyrir því að fara óvarlega nú þótt betur hafi farið seinast en á horfðist. 1 Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka íslands. Skoðanir sem settar eru fram í þessari grein eru mínar og endurspegla ekki nauðsynlega stefnu Seðlabanka íslands. Ég vil þakka Arnóri Sighvatssyni, Rannveigu Sigurðardóttur, Tómasi Erni Kristinssyni og Þórarni G. Péturssyni fyrir gagnlegar ábendingar. 2 Sjá t.d. „Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins", Peningamál 2001/1: „Sendinefndin er ekki eins viss um að slík mjúk lending gangi eftir, einkum í Ijósi þess hve viðskiptahallinn er mikill og þrálátur og vegna þeirra veikleika í fjármálakerfinu sem birtasttil dæmis í lækkun eiginfjárhlutfalla að undanförnu", bls. 51. Sjá einnig OECD Economic Surveys 1998-1999: Iceiand, nóvember 1999. 2 Sjá t.d. Peningamál 2000/2 og 2000/4, inngangsgreinar. „Það ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem þessir framreikningar vitna um fela í sér alvarlega ógnun við stöðugleika til frambúðar" (PM2000/2). Það verður að meta yfirlýsingar Seðlabankans á þessum tíma í því Ijósi að hann þurfti eðli málsins samkvæmt að fara varlega til að kynda ekki frekar undir hugsanlegan óróa á mörkuðum. Um leið varð hann að gæta þess að varðveita trúverðugleika málflutnings síns og forðast að halda því fram að ástandið væri mun betra en hægt var að rökstyðja. 4 Sjá t.d. Þjóðarbúskapurinn nr. 26, mars 2000: „Það hefur sýnt sig að undanförnu að sá mikli vöxtur sem verið hefur í efnahagslífinu teflir stöðugleikanum í tvísýnu ....Við bætist svo að viðskiptahallinn fer vaxandi sem getur grafið undan stöðugleikanum þegar til lengri tíma er litið", bls. 7. 5 Bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD leggja áherslu á þetta atriði í mati sínu af hverju betur fór en máti óttast. Sjá „Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins", Peningamál 2003/3 og OECD Economic Surveys: Iceland, apríl 2003. 6 Um aðrar ástæður og heildstæðari greiningu á gengisþróun að undanförnu sjá ræðu mína á fundi Samtaka iðnaðarins, „Hágengið og hagstjórnarvandinn", Peningamál 2003/3. 2 Alltaf er erfitt að spá í gengisþróun til skemmri tíma litið og ekki mikil ástæða til þegar hreyfingar eru litlar. í þessu tilfelli gæti aukinn viðskiptahalli, sveiflur í fjármagnsstreymi tengdar atvinnulífinu og aukin kaup Seðlabankans á gjaldeyri einnig átt hlut að máli. 8 Þessu má ekki rugla saman við deilur um hvort kjör erlends vinnuafls séu í samræmi við innlenda kjarasamninga eða ekki. Hér er gert ráð fyrir að erlent vinnuafl fái greitt í samræmi við kjarasamninga. Innflutningur þess kemur þá í veg fyrir umframeftirspurn eftir vinnuafli og slær þannig á launaskrið og/eða meiri launahækkanir en ella í ógerðum samningum. 9 Sjá nánar Már Guðmundsson: „Verkefni og starfshættir nútíma seðlabanka", erindi á málstofu Viðskiptaháskólans í Bifröst, 17. október 2002, Peningamál 2002/4. Sjá einnig Peningamál 2001/3, bls. 18. m ns Petersen bls.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.