Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 4
Frá ritstjórn
Þriðji árgangur tímarits stjórnmálafræðinema
íslenska Leiðin er nú kominn út. Það má með sanni
segja að blað þetta sé að festa rótum í frjóum
grunni stjórnmálaumræðunnar hérlendis. Það er
ekki ofsögum sagt að þetta blað sé það eina sinna
tegundar hér á landi. Vissulega eru fjölmiðlar
landsins máttarstólparnir í pólitískri samræðu og
upplýsingamiðlun. Hins vegar er þetta rit hið eina
sem sækir efnið sitt til aðila stjórnmálamarkaðarins
(hvort sem um er a ræða fræðimenn,
stjórnmálamenn, fulltrúa vinnumarkaðar,
embættismenn, starfsmenn félaga- og
hagsmunasamtaka og aðra), í þeim tilgangi að
varpa Ijósi á ýmis pólitísk viðfangsefni, svo að
áhugamenn og athafnamenn stjórnmálanna fái
notið. Nú sem áður eiga greinarhöfundar og
viðmælendur okkar bestu þakkir skilið fyrir að gera
þetta litla rit að öflugu og verðskulduðu framlagi í
stjórnmálaumræðuna.
Þema fyrri árganga hefur einkum snúið að
málefnum alþjóðasamfélagsins og stöðu íslands
innan þess. I ár ákváðum við að beina kastljósinu
að innlendum stjórnmálum tengja þau við
alþjóðastjórnmál í víðara samhengi. í því skyni
einblínum við fyrst og fremst á efnahagsmál,
varnarmál og jafnréttismál.
Efnahagsmálin völdum við þar sem íslenska
hagkerfið stendur nú frammi fyrir einu stærsta
verkefni sem á okkar fjörur hefur borið, þ.e.
byggingu Kárahnjúkavirkjun og álvers í Reyðarfirði.
Vænta má að þenslutímabil í íslensku hagkerfi sé
framundan í kjölfari af framkvæmdunum., gæta
þarf því að stöðugleika til þess að við fáum
ávaxtanna notið. Hvernig verður þeim stöðugleika
best haldið við? Hvaða hlutverki hafa aðilar
vinnumarkaðarins að gegna í því samhengi?
Hvernig munu kaup og kjör þróast? Ótal
spurningar eiga við í þessu samhengi og við
vonumst til þess að hafa fengið einhverjum þeirra
svarað hér. Ófáir fræðimenn hafa bent á mikilvægi
þess að stjórnmálafræði og hagfræðin þurfi að stilla
saman strengi sína til að hægt sé að skilja til
fullnustu áhrif ákvarðanna stjórnmálamanna. Flest
þeirra laga sem þingmenn Alþingis samþykkja
tengjast þjóðarbuddunni beint eða óbeint hvort
sem verið er að auka fjársektir við
umferðalagabrotum eða lækka skatta. Lögmál
þjóðhagfræðinnar verða vart skilin án tilvísana í
kenningar stjórnmálafræðinnar og öfugt. Aðgerðir
stjórnvalda móta það umhverfi sem markaðurinn
býr við. Einkenni og eiginleikar stjórnkerfa hafa
áhrif á hagþróun, sem hefur víxlverkun á gang
stjórnmálanna og gengi stjórnmálaflokka. "It's all
about the economy, stupid" er staðhæfing sem er
ekki fjarri lagi, en sá sem mælti hana var pólitíkus
og fyrrum forseti Bandaríkjanna. Málið er að
efnahagsmál eiga að vera engum óviðkomandi, rétt
eins og stjórnmálin sjálf. Þess vegna tókum við þá
ákvörðun að veita þeim umfjöllun hér.
Varnarmál er viðfangsefni sem er
íslendingum gjarnan fjarlægt. Varnir landsins voru
tryggðar fyrir rúmri hálfri öld síðan með
samningum við Bandaríkin. Það var hins vegar
eins og íslendingar hefðu vaknað af værum blundi
þegar Bandaríkjamenn viðruðu þá hugmynd að
fjarlæga sveit orrustuflugvéla sinna frá
Keflavíkurflugvelli. Varnarmál mynda mikilvæga
stoð stjórnmála í flestum ríkjum, enda af þeim
rúmlega 190 ríkjum sem öðlast hafa sjálfstæði og
viðurkenningu fullveldis í dag, þá er rétt um tugur
þeirra sem engar varnir hafa. Ef varnarlið
Bandaríkjamanna hyrfi héðan yrði ísland einsdæmi
á Vesturlöndum hvað þetta snertir (ef við yrðum
áfram eina NATO þjóðin sem engu eyddi í
varnarmál og án tryggra varna) og ágreiningurinn
snýst um það hvort að það kunni að vera æskileg
þróun eða ekki. Svör manna við þeirri spurningu
snúast um traust þeirra á gangi alþjóðamála og
öryggi alþjóðasamfélagsins. Sumir meina að ef
enginn her væri hér yrði engin ógn. Velta má því
fyrir sér hversu haldbær rök það eru hvað starfsemi
hryðjuverkasamtaka varðar.
Þrátt fyrir röksemdarfærslur á báða bóga,
þá er Ijóst að ástand öryggis og friðar í heiminum
er enn bágborið. íslendingar sem sjálfstæð,
fullvalda og vel stæð þjóð getur ekki horft fram hjá
þeirri staðreynd og skotist undan þeirri ábyrgð að
taka þátt í samfélagi þjóðanna, ekkert fremur en
frændþjóðir okkar á Norðurlöndum. Sú ábyrgð
krefst þess að stjórnvöld taki þátt í
alþjóðastofnunum og leggja okkar framlag af
mörkum, sem getur verið af margvíslegum toga.
Nýleg tilkynning utanríkisráðherra um væntanlegt
framboð Islands til setu í Öryggisráði Sameinuðu
Þjóðanna er hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar í því
að taka aukna ábyrgð í hinu alþjóðlega samfélagi.
Varnarmálin hafa fengið meiri umfjöllun upp á
síðkastið af augljósum ástæðum. Þ.a.l. töldum við
æskilegt að veita þeim nokkra umfjöllun hér.
Hvernig eiga íslendingar að móta sína varnar- og
öryggisstefnu? Hvert er hlutverk okkar í samfélagi
þjóðanna að því leyti? Þessar spurningar og fleiri
vega þungt í umræðunni og þær fá sinn skerf hér.
Þriðji málaflokkurinn sem fær umfjöllun í
blaðinu eru jafnréttismálin. Segja má að baráttan
fyrir jafnrétti kynjanna hafi gengið í endurnýjun
lífdaga á undanförnum misserum. Ekki er langt
síðan að öflugur hópur fólks stofnaði Femínistafélag
íslands, sem spratt upp úr tölvupóstlista. Það er
nauðsynlegt að mál sem snýr að
grundvallarréttindum einstaklinga fái nægilega
umfjöllun í stjórnmálaumræðunni. Vissulega má
horfa aftur um öxl og segja að mörgum áföngum
hafi verið náð í að jafna hlut kynjanna í
samfélaginu, en enn er staða kynjanna langt frá því
að vera jöfn.. Enn þann dag í dag búum við í
samfélagi þar sem kynin bera ójafnann hlut frá
borði hvað launakjör varðar. Það kunna margar
skýringar vera fyrir þeirri staðreynd, en ekki er
hægt una við það fyrr en staðan verður þannig að
munurinn verður vart marktækur. Ákveðið misrétti
lifir bæði í opinbera og einka-geiranum. Það er
bls.4