Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 38
himinn milli hugmynda Gunnars Karlssonar um
"varnarmiðstöð íslands" og Björns Bjarnasonar
um "500 manna hóp" til að starfa að vörnum
landsins. Og það myndi ef til vill hjálpa enn frekar
upp á sakirnar ef við í staðinn fyrir þjóðvarðlið eða
íslenskan her héldum okkur við orðið gæsla sem
okkur þykir vænt um. Til viðbótar
björgunarsveitum, tollgæslu, löggæslu,
landhelgisgæslu og íslensku friðargæslunni kæmi
þá íslenska lýðgæslan eða íslenska öryggisgæslan
sem heildarheiti yfir sameiginlegt lið úr okkar
gæslu- og björgunarsveitum eða nýtt lið með
sérstakt öryggishlutverk í vörnum landsins.
Spurning er innan hvaða ramma byggja á
upp hæfni, getu og fjárhagslegan styrk til þess að
íslendingar geti axlað stærra hlutverk í vörnum
landsins. Áður en Kanada kom sér upp flugher,
flota og landher, var kanadíska riddaralögreglan sá
rammi sem Kanadamenn nýttu sér. Sérsveit
Ríkislögreglustjóra og innlimun Almannavarna
undir hatt ríkislögreglustjóra bendir til þess að
eitthvað svipað vaki fyrir íslenskum stjórnvöldum.
íslenska friðargæslan verður efld á næstu árum og
þegar er stefnt að því að þar verði eitt hundruð
manns tilbúin til þess að taka þátt í margskonar
friðargæsluverkefnum sem smám saman munu
færa reynslu og þekkingu inn í landið sem nýst
gæti í þágu varna þjóðarinnar og öryggis.
Landhelgisgæslan á íslandi er okkar floti og
auðvitað hlýtur að koma til greina að fela henni
stærra hlutverk.
Björgunarstörf, eftirlit og skólun
Ég er sannfærður um að það er íslensku
landhelgisgæslunni ekki um megn, sérstaklega
eftir tilkomu Varðstöðvar siglinga innan tíðar, að
taka að sér eftirlit með skipaferðum (öðrum en
kafbátum) og björgunarstörf á því svæði sem
Keflavíkurherstöðin er ábyrg fyrir í dag. Til þess
þarf að gera henni kleyft að reka þrjár stórar
björgunarþyrlur og stórt varðskip sem getur ráðið
við björgunarstörf og mengunarslys þar sem
stórskip eiga í hlut og myndugt eftirlit. Núverandi
hugmyndir um nýtt varðskip eru of smáar í sniðum
miðað við að íslendingar taki meginábyrgð á öllu
björgunarstarfi á okkar svæði.
í samstarfi Flugmálastjórnar,
Ratsjárstofnunar íslands og Landhelgisgæslunnar
mætti áreiðanlega búa svo um hnúta að eftirlit
með flugumferð hér við land sé eins og það best
getur orðið í heiminum. Endurnýjun og samrekstur
á flugvélakosti ætti þar að geta verið góður kostur.
Hugmyndir um það hvernig íslendingar geti sjálfir
byggt upp varnir á mannvirkjum, stofnunum og
fólki gegn hryðjuverkahópum og alþjóðlegri
glæpastarfsemi eru óræddar. Þó er Ijóst að öryggi
á flugvöllum hefur verið tekið til gagngerrar
endurskoðunar með aðild okkar að Schengen
samkomulaginu.
Hér hafa verið nefnd nokkur atriði sem
snúa að varanlegum öryggishagsmunum
íslendinga og eru þegar eða ættu að vera á okkar
færi þegar fram líða stundir. Til þess að svo megi
verða þarf að huga að menntun og þjálfum fólks
sem hyggst leggja fyrir sig björgunar-, öryggis-
friðargæslu og varnarstörf í framtíðinni. í
bls.38
menntamálaráðuneytinu mun liggja fyrir skýrsla
Guðjóns Petersens með hugmyndum sem að þessu
lúta en svo virðist sem stjórnvöldum hafi brugðist
kjarkur að birta hana af ótta við umræður um
íslenskan her.
Sjálfsagt er að móta námsbraut í
framhaldsskóla á þessu sviði og stuðla að því að
háskólar taki upp kennslu og rannsóknir í öryggis-
, friðar- og varnarmálum til þess að færa þekkingu
inn í landið og renna stoðum undir sjálfstætt mat
íslendinga á eigin öryggismálum. Menntun og
þjálfun á þessu sviði verður að vera á forsendum
íslenska lýðveldisins og forysta öll í höndum
íslendinga sjálfra.
Ný varnaráætlun
í víðara samhengi hefur ísland tryggt varnar- og
öryggishagsmuni sína í sameiginlegu
varnarbandalagi NATÓ ríkja þar sem árás á eitt ríki
bandalagsins er talin árás á þau öll. Jafnframt með
sérstökum varnarsamningi milli íslands og
Bandaríkjanna þar sem við leggjum til land undir
bandaríska herstöð í þágu sameiginlegra varna
NATÓ og Bandaríkjanna og hljótum í staðinn land-
og loftvarnir. Sérstaklega hefur verið talið
mikilvægt í þessu sambandi að tryggja óslitna
öryggis- og varnarkeðju yfir Atlantshafið frá
Norður-Ameríku til Noregs. Á bak við þessa
uppsetningu mála er meira en hálfrar aldar saga.
Viðhorfin hafa hins vegar breyst. Engin
sameinandi ógn stafar nú af stækkuðu NATÓ frá
einu ríki eða ríkjasamböndum. Bandaríkin telja sig
ekki þurfa að halda úti kaldastríðsherstöðvum með
setuliði á þessu svæði. Þau eru að draga úr herafla
sínum í Evrópu, krefjast þess að Evrópuríki taki
meiri ábyrgð á sínum eigin málum, og vilja á brott
með orrustuþotur sínar frá íslandi. Það er helst að
bandaríski flotinn uni sér á íslandi enda mun seint
draga úr mikilvægi landsins fyrir flotastarfsemi
vegna legu þess í Norður-Atlantshafi.
NATO er á hraðri leið frá því að vera
sameiginlegt varnarbandalag ríkja með vestrænar
lýðræðishefðir yfir í að vera breiðari ríkjasamtök
um öryggi og stöðugleika í Evrópu og tæki til að
halda góðri samvinnu á þessu sviði við Rússland
og Bandaríkin. Nýtt hlutverk bandalagsins er að
taka þátt í lausn deilna með hervaldi utan síns
varnarsvæðis og annast friðargjörð og friðargæslu
á öðrum heimssvæðum. Á árinu 2002 tók NATÓ
stefnumarkandi ákvarðanir í þessa veru og gerði
hernaðaráætlanir og aðrar ráðstafanir til þess að
geta gegnt slíku hlutverki, en um leið má segja að
bandalagið hafi fjarlægst það markmið sitt að vera
sameiginlegt varnarbandalag.
Þessi nýju viðhorf kalla á endurskoðun
varnarsamningsins milli íslands og Bandaríkjanna.
Það liggur því fyrir að undirbúa þarf nýja
varnaráætlun fyrir landið sem vonandi verður
tryggð með samningum við NATÓ og Bandaríkin
eins og verið hefur þótt breytingar kunni að verða
í herstöðinni á Miðnesheiðinni og á yfirstjórn
hennar - og framkvæmd áætlunarinnar verði að
verulegu leyti í höndum okkar sjálfra.
Reykjavík 16. september 2003