Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 12

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 12
Hagsveifla, óvissa og hagstjórn 25. september 2003 Már Guðmundsson1 aðalhagfræðingur Seðlafcaríka íslands íslendingar standa nú á tímamótum varðandi hagþróun og hagstjórn. Efnahagsbati er hafinn eftir tiltölulega mildan samdrátt sem varð á síðasta ári í framhaldi af öflugu hagvaxtarskeiði áranna 1996-2001. Framundan er nýtt hagvaxtarskeið, sem m.a. byggist á einni mestu fjárfestingu sem hér hefur verið ráðist í á sviði orkufrekrar stóriðju. í þessari grein er fjallað um lærdómana af síðustu hagsveiflu, ástand og horfur í efnahagsmálum um þessar mundir og þau vandamál sem hagstjórn stendur frammi fyrir. Sérstök áhersla er lögð á að varpa Ijósi á hvað sé líkt og hvað ólíkt með komandi uppsveiflu og þeirri síðustu. Það er undirtónn umfjöllunar um fortíðina og horfurnar að hagstjórn er alltaf framkvæmd við skilyrði óvissu. þessarar áhættu. Hagstjórnarmistökin lágu m.a. í því að stefnan í ríkisfjármálum var ekki nægilega aðhaldssöm, þ.e. vöxtur ríkisútgjalda hefði þurft að vera minni eða skattar hærri til að vinna betur á móti ofþenslunni. Þar sem afgangur ríkissjóðs var hins vegar umtalsverður er Ijóst að það var pólitískum erfiðleikum bundið að framfylgja aðhaldssamari stefnu og reyndar alls óvíst að það hefði dugað til, þótt það hefði vissulega hjálpað. Hitt skipti ekki síður máli að rammi peningastefnunnar var rangur eftir að hömlum hafði verið létt af fjármálamörkuðum og bönd höfðu verið sett á verðbólguna í lok níunda og á fyrri hluta tíunda áratugarins. Við þær nýju aðstæður sem sköpuðust við þessar breytingar lagði stefnan um gengisstöðugleika of miklar hömlur á peningastefnuna til að hún gæti með áhrifaríkum hætti unnið gegn ofþenslunni og stuðlaði beinlínis að innstreymi erlends fjár sem magnaði útlánaþensluna. Síðasta hagsveifla Síðasta hagvaxtarskeiði lauk með miklu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, sem lýsti sér í að innlend eftirspurn varð langt umfram framleiðslugetu. Það hafði þær afleiðingar að spenna magnaðist á vöru- og vinnumarkaði og viðskiptahalli varð mun meiri en yfirleitt þekkist meðal þróaðri iðnríkja. Spennan í hagkerfinu ýtti undir verðbólgu sem magnaðist enn frekar þegar gengi krónunnar gaf eftir vegna ofþenslunnar og viðskiptahallans. Framan af var uppsveiflan sem hófst 1996 knúin áfram af útflutningi og fjárfestingu. Hún var í góðu jafnvægi framan af, enda var töluverður slaki í hagkerfinu í upphafi hennar. Eftir því sem á uppsveifluna leið myndaðist hins vegar æ meira ójafnvægi. Að hluta til átti það rætur að rekja til útlánaþenslu sem fjármögnuð var með innstreymi erlends lánsfjár en að hluta til má rekja það til hagstjórnarmistaka. Lánsfjárþensla af þessu tagi hefur verið fremur algeng meðal landa sem nýlega hafa létt hömlum af fjármálamörkuðum, en fjármagnshreyfingar gagnvart útlöndum urðu að mestu óheftar í upphafi árs 1995. Útlánaþensla magnaðist hins vegar einnig vegna skipulagsbreytinga á fjármálastofnunum í upphafi árs 1998, en þær stuðluðu að meiri samkeppni í útlánastarfsemi, og síðar vegna ákvörðunar um aukið eigið fé ríkisviðskiptabankanna í tengslum við sölu á hlutafé þeirra til einkaaðila. Óheftar fjármagnshreyfingar á milli íslands og umheimsins og skipulagsbreytingar á fjármálamörkuðum eru til lengdar jákvæðar fyrir hagvöxt og lífskjör þar sem þær stuðla að betri fjárfestingarákvörðunum og framleiðnari fjármálaþjónustu. En þeim fylgir hins vegar áhætta til skemmri tíma litið, einkum á umbreytingatímum. Framkvæmd þessara breytinga og hagstjórn verður að taka tillit til Hagvöxtur, verðbólgaog viðskiptahalli 1992-2004 % 8 1992 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02* 03 * 04* * Braðabirgðaölur fyrir2002. Spár Seðkbankansfyrir 2003-2004. Hinildir. Hgstofalslandsog Seðlabanki íslands. Ójafnvægið náði hámarki á árinu 2000 þegar viðskiptahallinn varð 10% af landsframleiðslu, útlánaþensla var mæld í tveggja stafa tölum og gengið var undir æ meiri þrýstingi eftir því sem leið á árið. Þegar hér var komið höfðu ýmsir miklar áhyggjur af því hvernig komist yrði út úr misvægisástandinu án meiri háttar skakkafalla. Meðal þeirra sem lýstu slíkum áhyggjum má nefna alþjóðastofnanir sem fylgdust með íslenskum efnahagsmálum,2 Seðlabanka íslands3 og Þjóðhagsstofnun.4 Áhyggjurnar voru þær að ekki yrði lengur við það ráðið að halda gengi innan þeirra marka sem sett höfðu verið. Afleiðing þess er að það gæti þá fallið langt niður fyrir jafnvægisgengi þar sem innlendir og erlendir fjárfestar myndu flýja krónuna þegar hallaði undan færi. Þessi þróun myndi auka verðbólgu en gæti einnig haft hættulegar afleiðingar fyrir stöðu fjármálastofnana. Margir sem ekki höfðu tekjur í erlendri mynt höfðu eigi að síður tekið lán í erlendri mynt í gegnum fjármálastofnanir, þar sem þau voru talin hagstæðari en innlend meðan bls.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.