Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 16

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 16
Hvernig geta Samtök Atvinnu- lífsins stuðlað að hagsæld? m IGústaf Adolf Skúlason forstöðumaður hjá S.A. Z Með starfsemi sinni stuðla Samtök atvinnulífsins á margvíslegan hátt að hagsæld í íslensku samfélagi. Samtökin eru öflugur málsvari löggjafar og atvinnustefnu sem stuðlar að góðum og samkeppnishæfum starfsskilyrðum íslensks atvinnulífs. Þau eru jafnframt mikilvæg hugmyndasmiðja um aukið athafnafrelsi og almennar framfarir, og hafa á undanförnum árum m.a. kynnt ítarlegar skýrslur um afmörkuð efni og lagt fram fjölda tillagna að kerfisumbótum. Þá veita þau hátt á þriðja þúsund aðildarfyrirtækjum sínum margvíslega sérfræðiþjónustu og gera m.a. kjarasamninga fyrir þeirra hönd. í kjarasamningum er samið um hlutdeild í verðmætaaukningu, en hún verður hins vegar ekki til við samningaborðið. Það er gríðarlega mikilvægt að ekki sé samið um meiri hækkun launakostnaðar en innistæða er fyrir í krafti þeirrar verðmætaaukningar sem orðið hefur hverju sinni. Samningar um hækkun launakostnaðar umfram það svigrúm sem verðmætaaukningin skilgreinir leiða einfaldlega til aukinnar verðbólgu, hærri vaxta, hækkunar á skuldum heimila og fyrirtækja og almenns óstöðugleika í efnahagsmálum, sem aftur vegur að starfsumhverfi atvinnulífsins og möguleikum þess til aukinnar verðmætasköpunar, og þannig að aukinni hagsæld í samfélaginu öllu. Mikii kaupmáttaraukning undanfarin ár Undanfarin ár hefur íslenskt atvinnulíf vaxið gríðarlega að umfangi og styrk. Hagvöxtur hefur verið með mesta móti og sé litið til síðustu sjö ára hefur landsframleiðslan aukist um 30 af hundraði. Þessi aukning er mun meiri en verið hefur að jafnaði í okkar helstu viðskiptalöndum, þar sem landsframleiðslan jókst um 20% í OECD-ríkjum í heild og um 17% í ESB-ríkjum á sama tímabili. Efling atvinnulífsins hefur síðan fært landsmönnum meiri kaupmáttaraukningu en dæmi eru um á síðari tímum. Á þessum tíma hafa kjör þeirra, sem minnst bera úr býtum á vinnumarkaðnum, batnað hlutfallslega mest. Þannig hefur kaupmáttur almennt aukist um 35% frá því í janúar 1995, samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, og kaupmáttur lægstu samningsbundinna mánaðarlauna um 64% á sama tíma. Þessi mikli vöxtur hefur orðið þrátt fyrir að íslenskt atvinnulíf hafi búið við mun hærri vexti en viðgangast i nagrannalöndum okkar og þratt fyrir að íslenskt atvinnulíf búi við gengissveiflur sem valdið hafa óstöðugleika í rekstri. A þessum tíma hafa enda jafnframt átt sér stað þýðingarmiklar umbætur á starfsskilyrðum atvinnulífsins. Má þar nefna breytingar á skattkerfinu sem hafa fært íslenskum fyrirtækjum samkeppnishæft skattaumhverfi, sem verið hefur eitt af megin áherslumálum Samtaka atvinnulífsins. Þá hafa náðst stórir áfangar í einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þótt enn sé þar verk að vinna, og að mestu hefur tekist að viðhalda stöðugleika í verðlagi. Loks hefur aukið frjálsræði á fjármála- og gjaldeyrismarkaði, aukin samkeppni og öflugt þróunarstarf einstakra fyrirtækja leyst úr læðingi þá krafta, sem drifið hafa vöxtinn áfram. í ræðu sinni á síðasta aðalfundi Samtaka atvinnulífsins benti Ingimundur Sigurpálsson, þá nýkjörinn formaður samtakanna, á að góður árangur í efnahagsstarfsemi þjóðar er fjarri því að vera sjálfgefinn. í því efni nægði t.d. að horfa til meginlands Evrópu, þar sem hagvöxtur hefur verið dræmur í þrjú ár. Einnig væri okkur hollt að líta í eigin barm og horfa áratug aftur í tímann, því árið 1993 var sjötta ár samfelldra stöðnunar- og samdráttarára, og var verðmætasköpunin þá 1,5% minni en sex árum áður. „Það er því mikilvægt, að menn missi ekki sjónar á því, sem mikilvægast er fyrir lífskjör og afkomu fólksins í landinu, en það er að búa atvinnulífinu hagstæð og samkeppnishæf rekstrarskilyrði, vinna að stöðugleika í efnahagslífi og forðast umbyltingu í rekstrarumhverfi einstakra atvinnugreina," sagði Ingimundur. Þetta eru einmitt meðal helstu verkefna Samtaka atvinnulífsins. Hlutverk Samtaka atvinnulífsins í þessari grein er spurt hvernig Samtök atvinnulífsins geti stuðlað að hagsæld. í stuttu máli er svarið við spurningunni svohljóðandi: Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda sem hafa það meginmarkmið að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði til að vaxa, þróast og bera arð. Samtökin kappkosta að veita félögum góða þjónustu og að vera öflugur málsvari atvinnulífsins í landinu. Verkefni SA, sem einkum lúta að kjarasamningum og ákvörðunum stjórnvalda, hafa bein áhrif á afkomu fyrirtækja. SA veita aðildarfyrirtækjum sínum margvíslega þjónustu, en þau eru hátt á þriðja þúsund talsins og innan þeirra starfa um 50% launafólks á almennum vinnumarkaði. Má þar nefna að samtökin aðstoða við gerð fyrirtækja- og ráðningarsamninga og annast samskipti við stéttarfélög í ágreiningsmálum. Samtökin annast bls.16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.