Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 8

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 8
hætta skapast að samdrátturinn í lok hagsveiflunnar verði dýpri en annars hefði orðið. Fyrirtækjum hefur þá verið rutt úr vegi til að skapa svigrúm fyrir stóriðju-framkvæmdir og eru því ekki til staðar til að taka við starfsfólki og standa undir hagvexti, þegar framkvæmdunum lýkur. Hátt gengi krónunnar kann einnig að leiða til þess að gengið gefi eftir í lok tímabilsins, svipað og gerðist í lok síðasta hagvaxtarskeiðs. Ósamræmi í hagstjórn getur einnig haft áhrif í gegnum fjármagnsmarkaðinn. Hætta er á að fjárfestar verði óöryggir og haldi að sér höndum. Þetta á sérstaklega við nú þegar erlendir fjárfestar eru stórir eigendur á íslenskum skuldabréfum. Reynslan sýnir að erlendir fjárfestar hafa refsað grimmilega fyrir slælega hagstjórn bæði í Suður Ameríku og í Asíu. Með því að draga allar fjárfestinar sínar til baka á einu bretti má kippa stoðunum undan íslenskum vaxtamarkaði á einu bretti. Trúverðug og gagnsæ hagstjórn er lykilatriði til að vinna traust fjárfesta. Miðað við núverandi ástand og horfur í efnahagsmálum er Ijóst að ríkissjóður þarf að vera í jafnvægi á næsta ári. Eftir það þarf ríkissjóður að skila afgangi og leggja þannig sitt að mörkum til að draga úr innlendri eftirspurn. Þetta gæti reynst þrautin þyngri, því þrátt fyrir hallalaus fjárlög síðustu tvö árin hefur niðurstaðan orðið önnur og verri. Fyrir liggja áætlanir um töluverðar skattalækkanir, sem geta skaðað afkomu ríkissjóðs ef ekki er fylgst vel með. Ef tekjuauki ríkissjóðs verður minni en ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í tengslum við stóriðjuframkvæmdirnar verður nauðsynlegt að skera niður útgjöld til að skattalækkunin leiði ekki til halla á ríkissjóði. Auk þessa má benda á að vandræði í atvinnulífinu víða á landsbyggðinni gætu sett álag á ríkisfjármálin, því kröfur um sértækar aðgerðir í formi vegaframkvæmda eða gangnagerða kunna að aukast. En það er ekki bara niðurstaðan í reikningum ríkissjóðs sem skiptir máli. Stjórnvöld hafa áhrif á eftirspurn eftir fleiri leiðum. Lánareglur íbúðarlánasjóðs eru meðal þeirra, en eins og kunnugt er eru uppi áform um hækkun veðhlutfalla og hækkun hámarkslána íbúðarlánasjóðs. Tilgangurinn er að veita almenningi aðgang að ódýrari og hærri lánum. Aukinn aðgangur einstaklinga og heimila að fjármagni er meðal þess sem getur aukið við innlenda eftirspurn og þar með unnið á móti aðhaldssömum hagstjórnaraðgerðum hvort sem er Seðlabankans eða ríkissjóðs. Með því að stunda aðhaldssama hagstjórn eru stjórnvöld að setja atvinnulífið í fyrsta sæti. Búa þarf fyrirtækjunum gott rekstrarumhverfi, þannig að atvinnuöryggi verð gott, kaupmáttur almennings vaxi og almenn velferð sömuleiðis. í þessu sambandi skiptir miklu máli að hafa langtímahagsmuni að leiðarljósi og standast þá freistingu að grípa til stjórnvaldsaðgerða sem auka tímabundið kaupmátt og velsæld, en geta dregið úr vaxtarmöguleikum og velsæld til framtíðar. Mikil óvissa í hagspám Mikil óvissa er í öllum hagspám, en sennilega er óvissan meiri nú en oft áður. Ástæðan er breytingar í gangverki hagkerfisins m.a. í kjölfar breytinga á fyrirkomulagi gengismála. Horfið var frá fastgengisfyrirkomulagi í mars 2001 og krónan sett á flot. Síðan hafa gengissveiflur leikið lykilhlutverk í aðlögun efnahagslífsins. Önnur mikilvæg breyting er aukinn innflutningur á erlendu vinnuafli á álagstímum. í spá um mannaflaþörf sem ráðuneyti stóðu að á síðasta ári var gert ráð fyrir að ekki yrði þörf á erlendu vinnuafli til stóriðjuframkvæmdanna fyrr en árið 2006. Spámenn gerðu almennt ráð fyrir þenslu á vinnumarkaði með tilheyrandi hagvaxtaráhrifum. Eins og kunnugt er er mikill fjöldi erlendra starfsmanna nú þegar í vinnu við Kárahnjúka, þrátt fyrir 3,5% atvinnuleysi. Þetta sáu spámenn almennt ekki fyrir og því liggur fyrir að spár um efnahagsleg áhrif stóriðjuframkvæmdanna hafa almennt verið ofmetin. Ástæðan fyrir því að ég dreg þetta fram hér er sú að ákvarðanir um hagstjórnaraðgerðir eru teknar í samræmi við væntingar stjórnvalda til þróunarinnar framundan. Seðlabankinn miðar aðgerðir sínar í vaxtamálum t.d. við verðbólguspá sína til næstu tveggja ára. Mat stjórnvalda á þörf fyrir aðhald í ríkisfjármálum byggir á þjóðhagsspá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Ef þessar spár eru mjög ónákvæmar geta hagstjórnarviðbrögð misst marks og jafnvel valdið skaða. Það er hins vegar jákvætt að fjöldi spámanna hefur aukist mjög á síðustu árum og sömuleiðis tíðni endurskoðana á spánum. Umræðan um spár og hagstjórn hefur einnig aukist og það er því nokkur von til þess að stjórnvöld endurskoði reglulega aðgerðir sýnar í Ijósi nýrra upplýsinga. Margt bendir hins vegar til að hið nýja flotgengisfyrirkomulag, þar sem gengi krónunnar ræðst á markaði, valdi því að ójafnvægi geti ekki orðið jafn mikið og við höfum áður séð. Markaðurinn bregðist við áður en slíkt ójafnvægi kemst á og hættan á brotlendingu er minni en áður. Hvort þetta er raunin mun koma í Ijós á næstu misserum. bls.8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.