Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 11

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 11
notið nærveru við náttúru landsins. Byggðarlög af þessu tagi hafa upp á margt að bjóða til dæmis fyrir þá sem vilja lifa kyrrlátara lífi í nánu sambýli við náttúruna. Tilvist slíkra byggðarlaga eykur f reynd fjölbreytileika þjóðlífsins og skapar tækifæri fyrir fólk til ólíkra lífshátta. Mestu skiptir að slíkum byggðarlögum sé með einhverju móti tryggður aðgangur að náttúruauðlindunum, þar sé góð og örugg grunnþjónusta og samgöngur og fjarskipti séu greið. Á hinn bóginn er útlit fyrir að almennt fækki störfum í hefðbundnum landbúnaði á komandi árum og ef til vill einnig að einhverju marki í sjávarútvegi. Þetta setur mörg byggðarlög í vanda sem Ijóst er að bregðast verður við með því að byggja upp atvinnu og þjónustu á öðrum sviðum. Byggðarlög sem ætla sér að vaxa og dafna þurfa að geta boðið upp á skilyrði sem gera það áhugavert fyrir ungt fólk að setjast þar að og ný fyrirtæki að hefja starfsemi. Þau þurfa að geta boðið upp á góða, aðgengilega og stöðuga uppeldis- og velferðarþjónustu, öflugt atvinnulíf, hæft og menntað fólk og fjölþætta atvinnumöguleika, verslun og þjónustu. Þau þurfa enn fremur að vera vakandi fyrir breytingum í samfélaginu og geta brugðist við nýjum aðstæðum í atvinnulífi eða nýjum kröfum einstaklinga og fyrirtækja um þjónustu, samgöngur, fjarskipti o.fl. 4. Raforkumál Eitt af meginverkefnum ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu er endurskipulagning raforkumarkaðarins en sá markaður hefur hingað til haft á sér stofnanablæ frekar en fyrirtækjabrag. Ekki þarf að fjölyrða mikið um að það skiptir miklu máli fyrir samkeppnishæfni atvinnulífsins að tryggður sé öruggur aðgangur að ódýrri orku á skilvirkum raforkumarkaði. Nýsamþykkt raforkulög byggist á nýjum viðhorfum í raforkumálum sem hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim á undanförnum árum. Meginefni þeirra felst í því að skilja í sundur náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins (flutning og dreifingu) og þá þætti þar sem samkeppni verður við komið (vinnslu og sölu). Þannig hefur verið lagður grunnur að markaðsbúskap í raf orkukerfi margra landa. Hefðbundin viðhorf til raforkumála hafa því verið að breytast. Hér áður fyrr var það viðtekin skoðun að hið opinbera hefði óhjákvæmilega lykilhlutverki að gegna á öllum sviðum þeirra vegna þess að markaðslausnir ættu þar ekki við, meðal annars vegna einkaréttar f starfsemi af þessu tagi. Á síðustu árum hafa hins vegar verið þróaðar aðferðir þar sem markaðsöflum hefur verið beitt á þessu sviði, einkum í vinnslu og sölu raforku. Þessi nýju sjónarmið og reynslu annarra er sjálfsagt að færa sér í nyt á íslandi þótt hér eins og annars staðar þurfi jafnframt að taka mið af aðstæðum. Þetta verður best gert með því að endurskipuleggja raforkubúskapinn á núverandi grunni með markaðssjónarmið að leiðarljósi í vinnslu og sölu raforku. Aðskilnaður samkeppnis- og einokunarþátta er þar höfuðatriði. í tengslum við slíkar skipulagsbreytingar mælir jafnframt margt með því að hlutafélagsformið taki við af núverandi rekstrarformi. Þannig væri meðal annars unnt að draga úr áhættu hins opinbera af fjárfestingu í orkuvinnslu vegna stóriðju. Mikilvægt er að hagkvæm orkuframleiðsla hér á landi verði tii þess að styrkja samkeppnisstöðu almenns atvinnulífs gagnvart fyrirtækjum í öðrum löndum. Við það bætist að leggja þarf drög að skilvirku eftirlitskerfi í Ijósi skipulagsbreytinga í þessa átt með áherslu á hagkvæmni og aðhald í flutnings- og dreifikerfinu. Jafnframt er lögð áhersla á að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða. Einnig er mikilvægt að tryggja frekar hagsmuni neytenda með reglum um gæði og afhendingaröryggi, skýrari skyldum sérleyfishafa, skilvirku eftirliti og einföldum kvörtunarleiðum. Þótt einsýnt virðist í hvaða átt beri að halda er heppilegasti vegurinn vandrataður að settu marki. Fyrir vikið er ráðlegt að stilla breytingum í byrjun í hóf. í þeim efnum blasir við að byrja á því að skapa forsendur fyrir samkeppni með því að aðskilja einkasölu- og samkeppnisþætti og koma á frelsi til viðskipta með raforku í áföngum. í framhaldi af því er nauðsynlegt að búa svo um hnútana að samkeppni geti þróast eðlilega á þeim sviðum þar sem hún á við og að efla eftirlitskerfið á sviðum einkaréttar. Ástæðurnar til þess að fara ber varlega í byrjun eru margþættar. Þar á meðal má nefna víðtækar skyldur Landsvirkjunar samkvæmt núverandi skipan, svo sem skyldur varðandi framboð raforku. Jafnframt er íslenska raforkukerfið lítið og ótengt öðrum kerfum þar sem eitt fyrirtæki er langstærst og því er erfiðara að koma hér á fullnægjandi samkeppni en í flestum öðrum löndum. Fyrir vikið kann að vera óhjákvæmilegt að búa hér við slíkar aðstæður, að minnsta kosti fyrst um sinn. 5. Lokaorð. Hagþróun er sambland fjölmargra þátta sem spila saman. Ríkisstjórnin stefnir að því að þeir spili í takt. Ég hef gert hér að umtalsefni þrjá þætti; nýsköpunarmál, byggðamál og raforkumál, sem mér eru hugleiknir og unnið verður að á næstu árum. Þegar mér verður hugsað fram á veginn, og velti fyrir mér atvinnuþróunin næstu ára sýnist mér að gjaldeyrisöflun okkar muni standi á þrem megin stoðum. Fiskveiðar og -vinnsla mun áfram gegna veigamiklu hlutverki. Þá mun álframleiðsla aukast stórlega og verður næst mikilvægasta útflutningsvara okkar. Þriðja meginstoðin verður framleiðsla og útflutningur þekkingarafurða og þekkingarþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að þekkingariðnaðurinn fari vaxandi og eftir tíu ár verði krafturinn þar mestur. bls.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.