Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 60

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 60
Telurðu að það eigi að setja þak á laun karla og kvenna, hvað fæðingarorlof varðar, vegna þessara auknu og ófyrirséðu fjárútláta? Ég tel að það komi alveg til greina. Ég hef tilfinningu fyrir því að það þyki flestum nokkuð réttlætismál að það sé eitthvað þak á þessu. Hins vegar mun það ekki hafa úrslitaáhrif á útstreymi úr sjóðnum, vegna þess að meðalupphæð bótanna er ekki það há. Við verðum að passa okkur á því að, hverjar þær breytingar sem við gerum á þessum lögum, þær gangi ekki gegn markmiðum þeirra. Árið 1997 samdi ríkið um bókun í kjarasamningum það ár um að stjórnvöld myndi standa fyrir úttekt á launamuni kynjanna hjá hinu opinbera. Hvenær er stefnt að því að stjórnvöld geri þessa úttekt? Það er eitt af því sem mér hefur þótt umræðan snúast of mikið um, þegar við ræðum launamun kynjanna. Það er mismunandi álit á því hversu mikið hann er. Menn hafa verið að deila um hvort að hann sé 14% eða 16% eða 20%, o.s.frv. Mér finnst það aukaatriði. Það sem mér finnst aðalatriðið vera og væntanlega flestir eru sammála um er að það er klár munur á launum kynjanna. Kynin eru ekki að bera það sama úr býtum fyrir sömu störf. Það er óþolandi. Það er sá vandi sem við þurfum að leysa. Eg get ekki fellt mig við það að dætur mínar eigi að fá lægri laun en synir mínir. Ég get ekki fellt mig við það og ég ætla ekki að gera það. Ég tel að við eigum að ráðast gegn þessu og við erum að því t.d. hér í ráðuneytinu, með því að fara kerfisbundið í gegnum allt okkar launakerfi, til þess að skoða það hvort að það gætu legið einhverjar gildrur í uppbyggingu kerfisins sem valda því að konur fá lægra úr býtum en karlar fyrir sömu störf. Þetta ætlum við síðan að kynna fyrir okkar undirstofnunum. Ég hef þegar átt fund með öllum forstöðumönnum okkar undirstofnanna og lagt fyrir þá mínar áherslur, því ég vil að það sé ráðist gegn þessu. í framhaldi af því mun ég kynna þetta fyrir ríkisstjórn. Ég tel að við getum með vilja og það er vilji fyrir því í þessari ríkisstjórn að ráðast gegn þessu. Núna erum við að vinna að viðamikilli könnun, þ.e. félagsmálaráðuneytið, forsætisráðuneytið, Háskóli íslands og Jafnréttisstofa í samvinnu við Gallup um ansi margt sem varðar jafnrétti kynjanna. Þar kemur launamunurinn sterkt inn. Þar munum við sjá viðhorf fólks til þessara mála og geta lesið ýmsar gagnlegar upplýsingar úr því. Árið 1997 var samþykkt á Alþingi í kjölfar þingsályktunar um mótun opinberrar fjöiskyidustefnu og aðgerða til að styrkja stöðu fjölskyldunnar, að sett yrði á laggirnar svokallað fjölskylduráð til að stuðla að eflingu og vernd fjölskyldunnar. Hvernig hefur starfi þessara nefndar verið háttað og hvaða tillögum hefur nefndin iagt til fyrir stjórnvöld (þskj. 1230 lokaskjal 121.Iþ. 72. mál )? Fjölskylduráð er starfandi nú á dögum. Eitt af því sem það hefur verið vinna að núna í samvinnu við Háskólann á Akureyri er gerð svokallaðrar fjölskylduvogar. Þar er reynt að vega og meta ýmis áhrif þess sem er að gerast í samfélagi okkar, þ.m.t. lagasetningar o.fl., á hag fjölskyldunnar. Þetta erverkefni sem við erum að vona að Ijúki snemma á næsta ári. Við getum þá kynnt það á tíu ára afmæli árs fjölskyldunnar, sbr. 1994. Við erum síðan að undirbúa opnun sérstaks fjölskylduvefs, sem við vonum að geta kynnt á sama tíma. Ráðið er því starfandi og er að vinna að mikilvægum verkefnum. Hins vegar er það hlutur sem þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Við þurfum að vega það og meta hvort þetta sé að skila tilætluðum árangri. Það er kominn tími til þess að fara yfir þetta. Hlutfall kvenna sem starfa sem aðalmenn í stjórnum, nefndum og ráðum ráðuneytanna er nú 26% þrátt fyrir að flest ráðuneytin hafi sett sér það takmark að jafna stöðu kynjanna skv. framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar til að ná fram jafnrétti kynjanna. Hver telurðu ástæðu þess vera að ráðuneytin nái ekki fram takmörkum sínum? Ég held að það kunni að vera mjög margar ástæður fyrir því. Þar sem ég þekki til, þá er fólk vakandi yfir þessu. Ég held að það sé ekki hægt að finna einhverja einhlíta ástæðu. í fyrsta lagi hafa ráðuneytin takmarkað vald á því hvernig bls.60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.