Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 54

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 54
Endalaust ójafnrétti Margrét K. Sverrisdóttir Krarrikvaartíarstjóri Frjálslynda Flokksins og varaþingmaður Konur eru helmingur þjóðarinnar og þær búa við eftirfarandi misrétti: 1. Kynbundið launamisrétti er staðreynd og sá launamunur hefur ekki verið skýrður með öðru en kynferði. 2. Þáttur kvenna í fjölmiðlum er fáránlega rýr og endurspeglar ekki samfélagið (20% konur en 80% karlar!) 3. Þáttur kvenna í stjórnmálum er óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. 4. Rannsóknir sýna að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði, minnkar álagið á heimilunum ekki, sem þýðir tvöfalt vinnuálag á konur. 5. Konur eru ekki forstjórar stórfyrirtækja 6. Konur eru ekki bankastjórar eða í stjórnum fjármálafyrirtækja (en barnungir piltar eru það...) og svo mætti lengi telja. Dýrmætir feður Nýjustu fréttir af launum feðra í fæðingarorlofi segja allt sem segja þarf um launamun kynjanna. Feður fá hvorki meira né minna en 72% hærri laun f fæðingarorlofi á mánuði að meðaltali en mæður, sem þýðir að fyrir þriggja mánaða orlof fá þeir nærri jafnháa upphæð og konur fyrir sex mánaða orlof. Alls fengu þrjátíu og átta karlar yfir 600 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun en aðeins 2 konur náðu að slást í þennan hóp. Greiðslur í fæðingarorlofi miðast við laun viðkomandi síðustu 12 mánuði og fær fólk 80% af launum greiddar úr fæðingarorlofssjóði. Konur fengu að meðaltali 134 þúsund krónur greiddar í samfelldu orlofi úr fæðingarorlofssjóði fyrstu 10 mánuði þessa árs en karlar 231 þúsund krónur. Því miður virðjst feðraorlofið sanna launamisrétti kynjanna. Ég vil þó ekki lasta fæðingarorlofslögin sjálf, því þau eru tvímælalaust eitt stærsta skref í jafnréttisbaráttu sem stigið hefur verið á liðnum árum hér á landi. Sést-varla kynið í fjölmiðlum Ástandið lagast ekkert í fjölmiðlum. Karlmenn eru í hreinum meirihluta í viðtalsþáttum, bæði sem stjórnendur og viðmælendur, og ef kona er með, fær maður oft á tilfinninguna að hún hafi verið fengin bara til að hafa einhverja konu (af því annars væru eintómir karlar), en ekki af því hún sé nein þungamiðja eins og karlarnir eru oftast. Við þessar aðstæður hafa konurnar heldur ekki stuðning af kynsystrum sínum eins og karlarnir hafa oftast. Mannaráðningar í sviptingum á fjölmiðlamarkaði þessa dagana lofa ekki góðu um framhaldið. Fjórir yfirmenn voru ráðnir til DV, tveir ritstjórar og tveir fréttastjórar, ábyggilega allt hæfir karlar, en engin kona virtist þykja nógu álitleg, jafnvel þótt hæfum konum hafi nýlega verið sagt upp störfum á öðrum fjölmiðlum. Þegar allir þessir karlar fara síðan að svipast um eftir fólki til ýmissa verkefna, þá eru meiri líkur á því að þeim verði hugsað til félaga af eigin kyni. Einhvern veginn er það svo að körlum líst alltaf svo vel á að fá aðra karla í krefjandi verkefni. Aðeins tveimur þrautreyndum og hæfum fréttakonum hefur hingað til tekist að komast sem spyrlar í nýjum yfirheyrsluþætti í sjónvarpinu, þar sem þrír fréttahaukar (oftast karlar) spyrja einn (oftast karlmann) spjörunum úr. Ekki er vanþörf á að velta fyrir sér kynjakvóta varðandi fjölmiðla, þó ekki væri nema í viðtalsþáttum og skemmtiþáttum. í þættinum ,,Gettu betur" hafa sárafáar stelpur keppt, og konur hafa helst sést í hlutverki stigavarðar. Eiga stelpur í þessu landi að alast upp við það að eingöngu piltar keppi? Á það að vera fyrirmyndin áratugum saman? Dagskrá fjölmiðla er líka orðin kynjamiðuð, þannig að nú er t.d. auglýst að á miðvikudögum sé „Stelpuztöð" á Stöð 2. Og hvað skyldi það þýða? Jú, það eru þættir sem konur eiga væntanlega að hafa sérstaklega gaman af. Þá er á dagskrá matreiðsluþáttur (karlmaður eldar), skyggnilýsingaþáttur (karlmaður lýsir) og svo er náttúrulega þátturinn „Ástir í boltanum" (Footballer's Wifes) um eiginkonur fótboltamanna! Ég frábið mér þess að vera ætlað að hafa áhuga á þessu efni af því ég er kona. Bakslag í auglýsingum Ekki er ástandið skárra hvað varðar auglýsingar og svo virðist sem komið hafi bakslag í auglýsingar hvað varðar jafnrétti kynjanna. Nýjustu auglýsingar eru fullar af kvenfyrirlitningu og má þar nefna auglýsingarnar með draumum Jónsa um súkkulaði. Þessar auglýsingar lítilsvirða konur og stríða beinlínis gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna. í fjölmörgum auglýsingum eru kornungar stúlkur sýndar fáklæddar og mellulegar. Nýlega auglýsti vefurinn „femin.is" einhverja sýningu á sínum vegum sem sögð var eiga að vera um ,,Allt sem konur hafa áhuga á: heilsu, kynlíf, börn og útlit"! Við konur erum svei mér einfaldar. Hvað varðar auglýsingar er rétt að láta þess getið að Femínistafélag íslands virðist ætla sér að hafa vakandi auga með þróun auglýsinga á netinu og vinna að því að gera auglýsendur meðvitaðri um hvers konar efni er að finna á þeim vefsíðum sem auglýst er á og að þeir geti treyst því að auglýsingar þeirra birtist ekki á vefmiðlum sem innihalda efni sem er niðurlægjandi fyrir karla eða bls.54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.