Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 14

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 14
hegðun og áætlanir einkaaðila taka mið af þessu. Á máli hagfræðinnar er sagt að stóriðjuframkvæmdirnar séu byggðar inn í væntingar þegar í dag. Einna skýrast koma áhrifin af þessu fram í gengisþróun. Það er nú að ég held almennt viðurkennt að styrking gengis krónunnar frá lokum október í fyrra fram í maí í ár (sjá mynd) hafi að hluta til stafað af væntingum vegna stóriðjuframkvæmda6. Ástæðan er sú að vitað er að þessum framkvæmdum mun fylgja verulegt hreint gjaldeyrisinnstreymi, þ.e. umfram það sem þarf til að fjármagna innflutning og laun til erlends vinnuafls vegna þeirra. Það stuðlar að hærra gengi þegar þar að kemur, sem hefur áhrif á gengið strax þar sem verðlagning á gjaldeyrismarkaði þegar fjármagnsflutningar eru óheftir byggist að verulegu leyti á framsýnum væntingum. Hin ástæðan er sú að vitað er að Seðlabankavextir munu hækka þegar nær líður framkvæmdunum og það endurspeglast strax í langtímavöxtum þar sem sterkt samband er á milli þeirra á hverjum tíma og þeirra skammtímavaxta sem vænst er. Vaxtamunur gagnvart útlöndum hækkar því á langa enda markaðarins og það sogar inn meira fjármagn og hækkar gengið. Sams konar viðbrögð geta komið fram á mörgum öðrum sviðum. Til dæmis má nefna að þeir sem ætla í fjárfestingu og framkvæmdir eru líklegir til að sneyða hjá árunum 2005 og 2006 af því að þá getur verið erfiðara að ná í iðnaðarmenn og annað vinnuafl. Þessi fyrirframviðbrögð gengisins og annarra efnahagsþátta við þessum framkvæmdum eru jákvæð að því leyti að þau auðvelda aðlögunina og draga úr líkum á því að misvægið reynist óviðráðanlegt þegar þar að kemur. Hækkun gengisins stuðlar þannig að lægri verðbólgu nú og minni innlendum efnahagsumsvifum. Það býr til meira svigrúm fyrir efnahagsumsvif vegna stóriðjuframkvæmdanna. Vandinn er hins vegar sá að markaðurinn kann að meta áhrif stóriðjuframkvæmdanna að einhverju leyti rangt. Síðastliðið vor virðist sem almennt hafi verið búist við að af stækkun Norðuráls yrði á næstunni. Þegar óvissa um það jókst og ýmsir aðrir þættir lögðust á sömu sveif lækkaði gengið nokkuð aftur, sbr. mynd. 7 Þótt stóriðjufjárfesting á Austurlandi liggi fyrir er ýmislegt óvissu háð sem tengist henni og getur skipt miklu varðandi efnahagsleg áhrif hennar. Eitt af því er notkun erlends vinnuafls við framkvæmdirnar. Því meiri sem hún verður því minni verða hagvaxtar- og þensluáhrif framkvæmdanna. Margt annað er einnig óvissu háð. Norðurál hefur verið nefnt. Þá má nefna óvissu um styrk efnahagsuppsveiflu í umheiminum, þróun einkaneyslu í Ijósi væntinga um tekjuaukningu í framtíðinni annars vegar en mikillar skuldsetningar heimila hins vegar, fjárfestingu í öðrum greinum en stóriðju o.s.frv. Þegar þetta er ritað er einnig enn óvissa um hvort og í hvaða mæli kosningaloforð um skattalækkanir og aukin húsnæðislán á vegum íbúðalánasjóðs verða efnd. Seðlabankinn spáði því í lok júlí sl. að hagvöxtur yrði 23/4% á þessu ári og 31/2% á því næsta og verðbólga yrði um 2% bæði árin en færi lítillega yfir 21/2% verðbólgumarkmið Seðlabankans á fyrri hluta árs 2005. Hagvöxtur mun hins vegar að óbreyttu stefna töluvert hærra á árunum 2005 og 2006 en á þessu og næsta ári. Þessar spár gerðu ráð fyrir Norðuráli, óbreyttum Seðlabankavöxtum, engum aðgerðum í húsnæðismálum og hlutlausri stefnu í ríkisfjármálum sem þýðir engar skattalækkanir sem eru ekki að fullu fjármagnaðar með niðurskurði útgjalda. Einhverjar eða allar þessar forsendur geta auðveldlega breyst og útkoman orðið önnur. Ef til dæmis verður ekki af stækkun Norðuráls í þessum áfanga en allt annað er óbreytt verður hagvöxturinn rétt rúm 2% í ár og undir 3% á næsta ári. En ýmislegt annað getur breyst. Einkaneysla virðist t.d. hafa aukist mjög mikið á fyrri hluta ársins en útflutningur virðist dræmari en samrýmist spánni. Þetta togar hvort í sína áttina varðandi hagvöxt en viðskiptahalli verður meiri. Seðlabankinn mun næst birta spá snemma í nóvember en þá mun eitthvað af ofangreindum óvissuatriðum væntanlega hafa skýrst en önnur bæst við eins og gengur. Hvað er öðruvísi nú? Sagan af síðustu hagsveiflu sem ég fór hratt yfir hér að framan vekur þá spurningu hvað sé líkt og hvað sé ólíkt með uppsveiflunni þá og þeirri sem nú er væntanlega hafin? Því tengd er sú spurning hvort við getum lært eitthvað af síðustu hagsveiflu. Þegar þetta er skoðað virðist í fljótu bragði sem mörg mikilvæg atriði skilji á milli stöðunnar nú og þá. Líkt er að vísu að stóriðjufjárfesting leikur mikilvægt hlutverk en umfangið er þó mun meira nú. Þau atriði sem skilja á milli eru a.m.k. eftirfarandi: 1. Peningastefnan er allt önnur. Hún stefnir að gefnu verðbólgumarkmiði, gengið flýtur og Seðlabankinn er sjálfstæður. Peningastefnan hefur því meira svigrúm en áður til að bregðast tímanlega við ofþenslu í uppsiglingu og gengið sér um hluta af aðlöguninni. 2. Slakinn í hagkerfinu nú er minni en var í upphafi síðustu uppsveiflu. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur nú hæst farið í rétt rúm 31/2% en fór 1995 yfir 5%. Sams konar niðurstaða fæst þegar litið er á framleiðsluslaka. Þetta þýðir að spenna gæti myndast fyrr nú en þá. 3. Hlutdeild launa í þjóðartekjum er mun hærra nú en þá og reyndar mjög hátt í sögulegu samhengi. Það skapar fyrirstöðu gegn hækkun launa í kjarasamningum. Á móti gæti komið að launahækkanir sem verða fari hraðar út í verðlag. 4. Skuldsetning heimila og þjóðarbús er meiri nú en þá. Það gæti sett skorður við vexti einkaneyslu og ætti að draga úr hættunni á ofþenslu. Um leið erum við viðkvæmari fyrir áföllum. 5. Hagkerfið er opnara að því leyti að tilflutningur vinnuafls og fjármagns er greiðari. Það fyrra gefur bls.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.