Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 17
málflutning fyrir dómstólum í þýðingarmiklum
málum sem snerta heildarhagsmuni og réttindi
félagsmanna. Þá veita SA aðildarfyrirtækjum
sínum jafnframt sérfræðiþjónustu í ýmsum öðrum
málaflokkum en kjara- og vinnuréttarmálum.
Þeirra á meðal eru efnahagsmál, skattamál,
samkeppnismál, umhverfismál, vinnuverndarmál,
menntamál og Evrópumál. Á öllum þessum sviðum
geta aðildarfyrirtæki nálgast sérfræðiþjónustu hjá
SA á hagkvæman hátt. Sama má segja um ýmsa
þá þjónustu sem sjö aðildarfélög SA veita.1
Aðildarfélögin starfa á grundvelli atvinnugreina og
veita ýmsa sérhæfða þjónustu tengda þeim
greinum, auk þess að vera málsvari þeirra og hafa
frumkvæði hvað varðar hagsmunamál þeirra.
Til viðbótar við slíka þjónustu við aðildarfyrirtæki
sín má, til einföldunar, skipta í þrennt þeirri
starfsemi SA sem ætlað er að stuðla að
samkeppnishæfum starfsskilyrðum íslensks
atvinnulífs og þar með að sem bestum lífskjörum
landsmanna allra:
SA gera kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja
sinna. SA eru öflugur málsvari löggjafar og
atvinnu-stefnu sem stuðlar að góðum
starfsskilyrðum fyrirtækja.
SA gegna mikilvægu hlutverki hugmynda-
smiðju um leiðir til aukinnar hagsældar.
Gerð kjarasamninga
Samtök atvinnulífsins gera sem fyrr segir
kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja, en þar
er ákaflega mikilvægt að vel takist til. í
kjarasamningum er samið um hlutdeild í
verðmætaaukningu. Hún verður ekki til í
kjarasamningunum sjálfum. Við gerð
kjarasamninga er tilhneiging til þess að
stéttarfélög fari fram á meiri hækkanir á
launakostnaði en verðmætaaukningin segir til um,
þ.e. meira en innistæða er fyrir. Ef samið er um
meiri hækkun launakostnaðar en sem nemur
verðmætaaukningu þá leiða samningarnir til
verðbólgu, sem leiðréttir þannig
umframkostnaðaraukningu. Of miklar
launahækkanir geta því leitt til lakari kaupmáttar
launa en ella með því að stuðla að verðþólgu og
óstöðugleika. Verðbólgan hefur mjög neikvæð
áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja og bitnar á
verðmætasköpuninni. Hún getur leitt af sér hærra
raungengi og hærri vexti og þar með verri
samkeppnisstöðu gagnvart erlendum
keppinautum. Það veldur auknu atvinnuleysi. Þá
hækka skuldir fólks og fyrirtækja, verðskyn fer
minnkandi og ráðdeild þar með. Eitt mikilvægasta
hlutverk SA er því að sporna gegn því að samið sé
um hækkanir á launakostnaði fyrirtækja sem ekki
eiga sér stoð í eiginlegri verðmætaaukningu.
Þegar hefur verið rætt um mikla
kaupmáttaraukningu undanfarinna ára, sem
vissulega er fagnaðarefni. SA hafa hins vegar bent
á að hún hefur að öllum líkindum gengið lengra en
æskilegt verður að telja, því hlutur launa og
launatengdra gjalda í verðmætasköpuninni er nú
orðinn hærri en ætla má að fáist staðið til lengdar.
Skipting verðmæta þjóðarbúsins milli launa og
fjármagns er nú þannig, að hlutur launagreiðslna
er kominn upp í 70%, en síðastliðin 10 ár hefur
hlutur launa verið um 64% hér á landi og um 60%
í þeim löndum, sem við berum okkur jafnan saman
við. Boginn hefur þannig verið spenntur til hins
ítrasta. Það er því Ijóst að bætt lífskjör á næstu
árum verða ekki sótt með því að auka enn hlut
launagreiðslna í verðmætasköpuninni.
Málsvari atvinnulífsins
SA eru öflugur málsvari löggjafar og atvinnustefnu
sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum fyrirtækja.
Samtökin láta sig sérstaklega varða stefnumörkun
og aðgerðir í vinnuverndar- og vinnuréttarmálum,
efnahagsstjórnun, skatta- og samkeppnismálum,
umhverfis- og jafnréttismálum, rannsóknar-,
þróunar- og menntamálum.
Að sumu leyti er þessi starfsemi samtakanna
sýnileg og í nokkuð föstum skorðum. Þannig nota
SA fréttavef sinn og fréttabréf m.a. til að vekja
athygli á málum sem betur mega fara og koma
með tillögur til úrbóta. Samskiptin við stjórnvöld
eru jafnframt sýnileg og formleg að hluta, einkum
þar sem eru umsagnir SA um lagafrumvörp og
seta fulltrúa SA í ýmsum nefndum, ráðum og
stjórnum á vegum hins opinbera. Samskipti við
stjórnvöld er lúta að starfsumhverfinu eru hins
vegar ekki alltaf sýnileg með þessum hætti.
Óformleg samskipti og fundahöld geta gegnt
mikilvægu hlutverki við mótun t.d. reglugerða sem
varða starfsumhverfið, t.d. á sviði vinnuréttarmála
og umhverfismála. í slíku starfi geta SA oft Ijáð
hinu opinbera sérfræðiþekkingu og þannig
aðstoðað við útfærslu reglusetningar þannig að
framkvæmdin verði ekki um of íþyngjandi fyrir
atvinnulífið og miðist t.d. ekki við allt aðrar
aðstæður þegar um innleiðingu EES-reglna er að
ræða. Uppbyggilegt samstarf af því tagi fer ekki
alltaf hátt, en getur verið þeim mun mikilvægara
fyrir samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
Hugmyndasmiðja
Síðast en ekki síst gegna Samtök atvinnulífsins
hlutverki hugmyndasmiðju (e. „think tank") um
aukið athafnafrelsi, leiðir til að bæta
starfsumhverfi og samkeppnishæfni atvinnulífsins
og um leið lífskjör landsmanna allra, og leiðir til
framfara almennt. Samtökin halda uppi
málefnastarfi um fjölda málaflokka og undanfarin
ár hafa á annað hundrað manns úr atvinnulífinu
tekið þar þátt.
Starf hópanna nýtist samtökunum dags daglega í
sinni stefnumótun og m.a. koma þeir beint og
óbeint að málefnalegum undirbúningi aðalfunda.
Málefnahóparnir fjalla almennt um starfsumhverfi
atvinnulífsins og fyrir aðalfund SA árið 2001 gáfu
samtökin út ritið Áherslur atvinnulífsins, þar sem
fjallað er almennt um sjónarmið samtakanna í átta
málaflokkum, byggt á starfi málefnahópanna.
bls.17