Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 31

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 31
árás á þau öll, kaus forsetinn að þiggja ekki aðstoð eða ráðgjöf bandamanna sinna í stríðinu í Afganistan. Nú var mótuð sú kenning að "verkefnið myndi ráða samverkamönnunum", Bandaríkjamenn færu sínu fram á þann máta sem best hentaði Bandaríkjunum, samstarf við NATO yrði til óþurftar.vii Og það má færa rök fyrir því að framvindan vorið 2003 í viðræðum Bandaríkjanna og íslands um framtíð varnarsamstarfs landanna hafi einkennst af unilateralisma; Bandaríkjastjórn ákvað jú einhliða og án samráðs við íslensk stjórnvöld að F-15-herþotur varnarliðsins í Keflavík yrðu fluttar á brott. Raunar var það meira að segja svo, að aðdragandinn skyldi vera næstum enginn: íslenskum ráðamönnum var tilkynnt 2. maí (átta dögum fyrir tvísýnar þingkosningar hér á landi) að þoturnar yrðu farnar eftir mánuð. íslendingum var stillt upp við vegg, látnir standa frammi fyrir gerðum hlut. Nefna má einnig þann þrýsting sem bandarísk stjórnvöld hafa beitt ríki í tengslum við hinn nýja Alþjóðasakamáladómstól í Haag (International Criminal Court), sem ráðamenn (og fleiri) í Washington hafa ímugust á. Þannig kom fram í sumar að Bandaríkjamenn væru að hugleiða að hætta allri hernaðarstoð við ríki sem ekki hefðu skrifað undir tvíhliða samning sem veitir bandarískum þegnum undanþágu frá framsalskröfu dómstólsins. Þetta vakti litla gleði meðal þjóða, sem hafa talið sig sýna Bandaríkjunum sanna vinsemd. M.a. var haft eftir embættismanni í Litháen að það væri býsna óréttlátt að landið skyldi eiga að verða af fjárhagsaðstoð vegna þessa máls þegar það væri haft í huga að Litháen hefði stutt Bandaríkin eindregið f baráttunni gegn hryðjuverkum, m.a. með þvf að senda hermenn til Afganistan og íraks.viii Hvers vegna koma bandarísk stjórnvöld fram með þessum hætti? Hvers vegna hafa þau hirt svo lítið um það hvort þau reyti vini og bandamenn til reiði eður ei? Eðlilegt er að spyrja slíkra spurninga, enda umdeilanlegt að menn standi best vörð um hagsmuni Bandaríkjanna með þessum hætti. Ivo H. Daalder, fræðimaður við Brookings- stofnunina í Washington, heldur því fram að haukarnir svonefndu, sem segja má að hafi bækistöðvar í varnarmálaráðuneytinu bandaríska (Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra og fleiri), vilji öðru fremur að Bandaríkin hafi frelsi til athafna. Þessi afstaða valdi því að þeir hafi fyrirfram litla trú á alþjóðastofnunum og alþjóðasamningum, enda geti slíkir formlegir samráðsvettvangar heft getu Bandaríkjanna til að nýta sér aflsmuni sína. "Tilfinningasemi ræður ekki afstöðu þeirra gagnvart vinum Bandaríkjanna og bandamönnum. Tilgangur samráðs milli bandamanna er í reynd ekki að móta sameiginlega stefnu, hvað þá að tryggja velvilja í garð Bandaríkjanna, heldur sannfæra aðra um réttmæti stefnu Bandaríkjastjórnar," segir Daalder.ix Hann talar hér á svipuðum nótum og Michael T. Corgan, kennari í alþjóðastjórnmálum við Boston-háskóla, sem nýverið gerði varnarsamning íslands og Bandaríkjanna að umtalsefni í Morgunblaðinu. "Hernaðaraðgerðir okkar í Afganistan og írak hafa sýnt að það borgar sig ekki að vera óvinur Bandaríkjamanna. Aðgerðir okkar á íslandi sýna að ef til vill borgar það sig ekki heldur að vera vinur Bandaríkjamanna," sagði Corgan í kjölfar fréttanna um að Bandaríkjastjórn hefði tilkynnt að orrustuþotur varnarliðsins í Keflavík yrðu fluttar frá íslandi. Vissulega væri eðlilegt að bandaríska varnarmálaráðuneytið endurskoðaði stöðugt staðsetningu heraflans erlendis en Corgan benti hins vegar á að með þessu væri verið að virða að vettugi varnarhagsmuni íslendinga. "Hvaða skilaboð erum við að gefa um hvað það felur í sér að vera bandamaður Bandaríkjamanna? Hvernig munu önnur lítil ríki, til dæmis löndin í hinni "nýju" Austur-Evrópu, sem við munum af og til þurfa að reiða okkur á, túlka gerðir okkar?" spurði hann.x Kannski myndu einhverjir svara spurningunni þannig, að það liggi í hlutarins eðli að heimsveldi (empire) hirði Iftt um óskir annarra. Leiti eftir stuðningi einnar þjóðar þegar svo ber undir, láti hana síðan róa þegar hún hefur gegnt hlutverki sínu. Sökum þess hversu hið bandaríska heimsveldi er öflugt - miklu öflugara en nokkuð annað ríki - getur það komið þannig fram (og kemur kannski þannig fram af því að það getur það). "Annað hvort eru menn með okkur, eða þeir eru með hryðjuverkamönnunum," sagði Bush svo eftirminnilega skömmu eftir árásina á Bandaríkin. Daalder heldur því einmitt fram að hollusta við Bandaríkin skipti mestu í huga Bush. Hann bendir á að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sé aufúsugestur í Washington. Líka ráðamenn í Póllandi, Spáni, Ástralíu, Ítalíu og Rússlandi. Þjóðverjar og Frakkar "féllu hins vegar á Bush- hollustuprófinu".xi íslensk stjórnvöld hljóta hins vegar að teljast hafa staðist þetta svokallaða Bush- hollustupróf, svona í Ijósi þess að þau tóku ákvörðun um að fylkja liði með Bandaríkjunum í Íraksstríðinu - jafnvel þó að þau hafi mátt vita að sú ákvörðun yrði óvinsæl meðal almennings (einmitt þegar þingkosningar voru yfirvofandi). Hvers vegna var þá komið fram við íslendinga í vor með þeim hætti sem raun bar vitni? En bíðum við. Ef til væri nær að spyrja hvers vegna Bandaríkjastjórn ákvað að fella úr gildi fyrirmælin um að F-15-þoturnar skyldu fluttar frá íslandi, eins og tilkynnt var í ágúst að hefði bls.31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.