Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 34

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 34
alþjóðlegri glæpastarfsemi og starfi samtaka eins og Al-Queda og fleiri, en ekki hætta frá einstökum ríkjum. Þessi hætta verður meiri vegna þess að sum ríki heimilað slíka starfsemi, að hún geti skotið rótum innan þeirra ríkja. Þar getum við nefnt Afganistan og einnig írak. Það er ástæðan fyrir því að alþjóðasamfélagið telur nauðsynlegt að taka á málum sem varða þessi ríki, þar sem glæpastarfsemi fær að vaxa í skjóli einræðisherra. í fyrirlestri þínum 2. sept, hjá Sagnfræðingafélagi íslands, talaðir þú um að hlutverk NATO hefði þróast í að vera friðargæslubandalag. Ríkir friður um stefnuáherslur bandalagsins meðal aðildaríkja? Það ríkir mikil eining um grundvallaratriði í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Hins vegar er óeining um það að hve miklu leyti eigi að stjórna sameiginlega aðgerðum er snerta bandalagið, eða hvort að Evrópa eigi að taka þar vaxandi hlutverk á sama hátt og Bandaríkjamenn sem stundum hafa ákveðið að fara einir út í ákveðnar aðgerðir. Bandalagið hefur verið að breytast úr því að starfa eingöngu í Evrópu og Norður-Ameríku í það að vera tilbúið að starfa annars staðar, eins og t.d. í Afganistan og írak. Bandalagið er núna að taka yfir stjórn mála í Afganistan. Það er friðargæsla. Bandalagið hefur gegnt langstærstu hlutverki á Balkanskaga. Það er friðargæsla. Bandalagið er í vaxandi mæli að koma að málefnum íraks, sem er jafnframt friðargæsla. Ég fullyrti af þessu tilefni að Atlantshafsbandalagið væru stærstu friðargæslusamtök í heiminum og öflugust. Það finnst mér vera augljóst. Ef ísland næði kjöri í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna, hvaða áherslur myndir þú vilja sjá ísland leggja í störfum sínum þar? Ég vil leggja áherslu á frið og friðargæslu. Ég vil leggja áherslu á að alþjóðalög séu virt. Ég vil leggja áherslu á það að allar aðgerðir er varða heimsfriðinn séu teknar á grundvelli alþjóðlegs samkomulags og efla þannig Sameinuðu Þjóðirnar. Ég vil líka leggja áherslu á að bæta mannréttindi í heiminum, berjast gegn fátækt og hungri og hvers konar uppruna óstöðugleika. Það er ekki nóg að vera tilbúinn til að stilla til friðar, það verður að ráðast að rótum vandans. Við íslendingar höfum fylgst mikið með Kúrdum í Tyrklandi, að þar hefur nást fram tiltöiulega góður friður. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Tyrkir hafa viðurkennt móðurmál Kúrda. Þeir hafa virt réttindi þeirra um meira en áður. Menn verða að sýna andstöðu og skilning. Sama má segja um hið hörmulega ástand sem er í Tsétníu. Það er eiginlega fyrst eftir að alþjóðleg hryðjuverkasamtök koma þar inn í átökin í Rússlandi, að allt fer úr böndum. Það er alveg Ijóst að það er ásetningur samtaka eins og Al-Queda að skapa sem mesta upplausn. Þess vegna er mjög mikilvægt að ráða niðurlögum slíkra öfgasamtaka. Miðað við nýlega þróun, eins og hvernig Öryggisráðinu gekk illa að komast að samstöðu í íraksmálinu, er þetta stofnun sem er þess virði að ganga þar inn? Já, hún er þess virði vegna þess að hún er ein mikilvægasta stofnun Sameinuðu Þjóðanna og á sviði alþjóðamála. Það er mikilvægt fyrir okkur íslendinga að sýna umheiminum að við séum tilbúin fyrir hlutverkið, líkt og aðrar þjóðir. Við erum skuldbundin til þess að taka þátt í lausn alþjóðlegra vandamála. Við erum vel stæð þjóð og við höfum skyldur gagnvart alþjóðasamfélaginu, ekki síður en aðrar þjóðir. Við erum Norðurlandaþjóð og Norðurlöndin hafa ávallt sóst eftir þátttöku í Öryggisráðinu með tveggja ára millibili. Við höfum aldrei komið inn f það fyrr en nú. Við sækjumst eftir þessu með stuðningi hinna Norðurlandanna, með sama hætti og við höfum stutt Norðurlöndin fjögur til að ná sæti í Öryggisráðinu, allt frá því að það var stofnað. Það er kominn tími til að við íslendingar öxlum ábyrgð eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Við höfum unnið með þeim á jafnréttisgrundvelli. Það á ekki að vera nein undantekning í þessu tilfelli. bls.34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.