Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 44

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 44
ríkjandi kenning í alþjóðafræðum frá lokum síðari heimstyrjaldar og allt fram að lokum kalda stríðsins. í augum realista er alþjóðasamfélagið ekkert annað en samtala ríkjanna sem það mynda. Helstu skýringabreytuna í alþjóðakerfinu er því að finna í ytri hegðun fullvalda ríkja. Realistar sjá fullvalda ríki sem skynsama gerendur er verja eigin hagsmuni. Ríkin leitist við að viðhalda og auka hlutfallsleg völd sín og áhrif í alþjóðakerfinu. En hvaða máli skiptir þetta eiginlega fyrir umheiminn? Jú, með þennan kenningaramma í huga má skilja aðgerðir Bush-stjórnarinnar í alþjóðamálum. Enda hefur komið á daginn að ríkisstjórn Bush er ekki jafn samvinnuþýð og Clinton-stjórnin var og ekki jafn fús til málamiðlana. í stað samvinnu og alþjóðlegra málamiðlana hefur Bush-stjórnin frekar reynt að auka hlutfallsleg völd sín í alþjóðakerfinu með einhliða ákvörðunum og afhöfnum. Einangrunarstefnan í valdatíð George Bush hefur einangrunarhyggja Bandaríkjastjórnar í utanríkismálum komið sífellt betur í Ijós. Haukarnir í Washington hafa farið sínu fram á alþjóðavettvangi í hverju málinu á fætur öðru og skeyta engu um alþjóðasamfélagið. Glöggt dæmi um það er þegar Bush hafnaði Kyoto samkomulaginu um alþjóðlega umhverfisvernd sem Bill Clinton hafði áður samþykkt. Barátta Bandaríkjanna gegn alþjóðasakamáladómstólnum í Haag og sú valdkúgun sem þeir beittu Sameinuðu Þjóðirnar í málinu, með því að hóta að draga sig út úr friðargæslu víðsvegar í heiminum, nema að þegnar heimsveldisins verði friðhelgir dómstólnum, sýnir svo ekki verður um villst að Bandaríkjamenn telja sig einráða í alþjóðakerfinu. Bandaríkin eru sannarlega eina risaveldið í heiminum nú um stundir og núverandi valdaklíka þar í landi hefur þá trú að alþjóðasamfélagið sé þeim til óþurftar. Þá virðast þeir telja að alþjóðalög séu þeim bara fjötur um fót og hefti svigrúm þeirra til athafna, - til að mynda þegar heyja skal stríð. Þeir hafa því skilgreint hagsmuni sína þannig að óþarfi sé að ráðfæra sig við aðrar þjóðir, nema þá aðeins að þær séu sammála afstöðu Bandaríkjanna, þá má hafa þær með, til skrauts. Eftir árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur þessi stefna enn styrkst í sessi og varð einnig til þess að Bush fór sjálfur að skipta sér mun meira af alþjóðamálum en áður. Hagsmunir smáþjóða eins og íslands felast hins vegar klárlega í því að farið sé að alþjóðalögum enda hafa þær ekki bolmagn til að fara sínu fram í trássi við alþjóðasamfélagið. í því Ijósi er athyglisvert að ísland skuli hafa verið í hópi hinna viljugu hauka sem studdu einhliða aðgerðir Bandaríkjastjórnar í írak. Fyrirbyggjandi stríð Ljóst er að utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur gjörbreyst í tíð núverandi forseta. Hin nýja stefna um fyrirbyggjandi stríð felur í sér að Bandaríkjamenn ákveða einhliða af hverjum þeim kann að stafa ógn í framtíðinni og áskilja sér rétt til að grípa til einhliða hernaðaraðgerða í þeim tilgangi að uppræta þá ógn. Hernaðurinn í írak var á þessum forsendum og því má spyrja hvort von sé á því að Bandaríkin fari með hernaði gegn öðrum harðstjórum hringinn í kringum jarðarkringluna? Hvar verður bombað næst? í Kóreu, Kína eða kannski á Kúbú? Auðvitað á alþjóðasamfélagið að hafa bolmagn til að koma harðstjórnum og hryllimennum frá völdum en það verður að gerast í gegnum alþjóðlegar stofnanir en ekki eftir duttlungum eins ríkis, sama hve voldugt það kann að vera eða hversu miklum vopnum það kann að vera búið. Staða íslands ísland hefur átt í löngu og farsælu varnarsamstarfi við Bandaríkin og varnarsamningurinn hefur þjónað íslenskum varnarhagsmunum vel. í kalda stríðinu var heimurinn á valdi tveggja hervelda; skipt á milli lýðræðisaflanna í vestri og alræðisaflanna í austri. Raunveruleg og sífelld hætta var á átökum í þessu tveggja póla heimskerfi. Við árás Sovétríkjanna á vesturveldin hefði ísland lent í miðdepli þeirra átaka. Við þær aðstæður skipti sköpum að tryggja varnir landsins og það var best gert með tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin sem höfðu ennfremur gríðarlegra hagsmuna að gæta á Norður - Atlantshafssvæðinu. Af þessum sökum hefur utanríkisstefna íslands jafnan tekið mikið mið af vilja Bandaríkjanna. íslendingar hafa viljað þóknast Bandaríkjamönnum í þeirri von að Bandaríkin endurgjaldi greiðann þegar kemur að því að verja hagsmuni íslands. Til að mynda má færa fyrir því rök að ákvörðun íslands um að vera á lista þeirra viljugu þjóða sem studdu aðgerðir Bandaríkjanna í írak hafi litast af hagsmunum tengdum fyrirsjáanlegum viðræðum um framtíð varnarliðsins á Miðnesheiði. En það dugði ekki til. Aðeins viku fyrir síðustu kosningar tilkynnti bandaríski sendiherrann á íslandi þá einhliða ákvörðun Bandaríkjanna að flytja þær fjórar F-15 orrustuþotur sem eru á Keflavíkurflugvelli á brott. Það var með herkjum að íslensk stjórnvöld náðu að fresta þessari ákvörðun og hefur enn ekki tekist að fá henni hnekkt. Vélarnar eru hinsvegar nær vopnlausar og þar með vitagagnslausar til að verja landið. Þetta endurspeglar breytta stöðu heimsmálanna. Með hruni Berlínarmúrsins árið 1989 og sundurliðun Sovétríkjanna árið 1991 hefur heimsmynd okkar gjörbreyst. Tvípóla kerfið er liðið undir lok og ekki er lengur hætta á að ísland verði innlimað í Sovétríkin, - sem ekki eru lengur til. Hættur heimsins eru aðrar og liggja annars staðar. Því er ekki að undra að bandaríska herveldið vilji bregðast við breyttum aðstæðum með því að færa til hersveitir sínar, sem þekja nánast alla jarðarkringluna núorðið, á þá staði þar sem frekari hætta þykir á átökum. Það segir sig eiginlega sjálft samkvæmt einföldustu herfræði. bls.44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.