Gátt - 2014, Page 4

Gátt - 2014, Page 4
4 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Breytir lífi og störfum fólks gæti verið undirtitill Gáttar 2014. Hér gefur að líta elleftu útgáfu Gáttar, ársrits um framhaldsfræðslu, sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) gefur út. Meginhlutverk Fræðslu- miðstöðvarinnar er að vera vett- vangur eigenda miðstöðvarinnar fyrir víðtækt samstarf um símenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sam- starfið nær til þróunar nýrra aðferða til að efla þekkingu og færni fólks á vinnumarkaði sem og framkvæmdar samstarfsverkefna. Meginefni ritsins að þessu sinni eru kannanir, greiningar og mat, staða og framtíð framhaldsfræðslu. Niðurstöður könnunar sem Capacent gerði á framhaldsfræðslukerfinu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið eru mikið fagn- aðarefni. Við erum stolt yfir að kerfið sem við höfum átt þátt í að skapa hefur skilað árangri og fjármunir hafa verið nýttir á skilvirkan hátt. En reynsla og afstaða notendanna er ekki síður mikilvæg og í niðurstöðunum kemur ánægja notenda með framhaldsfræðslukerfið skýrt fram. Á forsíðu Gáttar má lesa setningar sem hafðar eru eftir notendum, teknar úr skýrslu Capacent. Þar á meðal eru setningar eins og Ég fékk nýtt líf! Samtalið við náms- og starfsráðgjafann breytti öllu! Námið hefur gefið mér áræði og sjálfstraust. Aldrei of seint að byrja! Við sem störfum við framhaldsfræðslu að hljótum gleðjast yfir staðhæfingum eins og þessum. Þær staðfesta að starf okkar skiptir máli og hefur afgerandi áhrif á líf og störf fjölda fólks um allt land. Í ritinu eru enn fremur greinar um greiningar á þörf fyrir starfsmenntun og þjálfun, greinar um gæðanám, grunn- leikni og eflingu hennar, um fjölbreytileg samstarfsverkefni milli framhaldsfræðsluaðila, skóla og fyrirtækja. Í ritinu eru einnig fastir liðir, til dæmis þátturinn Hvað áttu við? – þar sem settar eru fram tillögur um skilgreiningar og þýðingar á íðorðum sem varða nám fullorðinna og starfsmenntun. Þá er greint frá starfsemi FA og verkefnum sem unnið var að á síðastliðnu ári. Öll miða þau að því að auka færni fólks á vinnumarkaði og efla framhaldsfræðslu og starfsmenntun á Íslandi. Gátt hefur unnið sér sess sem vettvangur fyrir umræðu um fræði, viðhorf og verkefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Leiðarljós okkar er að efla umræðu um framhalds- fræðslu og starfsmenntun á Íslandi. Í ritinu miðlum við reynslu og kynnum hvaðeina sem varðar nám og fræðslu full- orðinna og ber hæst í umræðunni hverju sinni. Markmið rit- stjórnar Gáttar er að í ritinu birtist úrval greina. Ritið er ætlað breiðum hópi í samfélaginu, þeim sem stjórna og vinna að fræðslu fullorðinna. Ritstjórnin telur sig afar lánsama að hafa fengið til liðs við sig fjölbreytilegan hóp fólks við skriftirnar. Í hópi greinahöfunda í þetta sinn eru sérfræðingar úr ýmsum áttum, fræðimenn, fræðsluaðilar, leiðbeinendur, náms- og starfsráðgjafar, auk starfsmanna FA. Ritstjórnin vonar að ritið verði kærkomin lesning þeim sem koma að námi fullorðinna og hvetur lesendur til að láta skoðanir sínar í ljós, koma með ábendingar og hugmyndir og taka þannig virkan þátt í því að efla nám og fræðslu full- orðinna á Íslandi. Njótið lestursins! Sigrún Kristín Magnúsdóttir SIGRúN KRISTÍN MAGNúSdóTTIR P I S T I L L R I T S T j ó R A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.