Gátt - 2014, Page 5

Gátt - 2014, Page 5
5 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Góð grunnmenntun og möguleikar launafólks til að viðhalda og auka þekkingu sína og færni er mikilvæg forsenda virkrar þátttöku einstaklinganna í samfélaginu og á vinnumarkaði, öflugs atvinnulífs og samfélags velferðar. Samtök launafólks og atvinnurekenda hafa um langt skeið lagt mikinn og vaxandi þunga í starfi sínu á aukna menntun í atvinnulífinu. Um þetta markmið hefur verið góð samstaða meðal aðila vinnumarkaðarins. Framan af var áherslan einkum lögð á að byggja upp endur- og símenntun fyrir iðnaðarmenn og aðra hópa sem lokið höfðu formlegu námi á framhaldsskólastigi. Starf sem meðal annars skilaði öflugum fræðslustofnunum iðnaðarmanna. Frá aldamótum hefur megináherslan verið lögð á að skapa launafólki með litla formlega menntun möguleika til að afla sér grunnmennt- unar og fá viðurkennda margvíslega þekkingu og færni sem það hefur aflað sér. Að baki búa sameiginlegir hagsmunir launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Til að ná framangreindum markmiðum hefur í kjara- samningum verið samið um framlög í fræðslusjóði og fræðslustofnanir atvinnulífsins til að fjárfesta í menntun fólks á vinnumarkaði. Jafnframt hafa aðilar vinnumarkaðarins knúið stjórnvöld til að leggja fram fjármuni í sama tilgangi. Frá aldamótum hefur markvisst verið unnið að upp- byggingu framhaldsfræðslunnar þar sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gegnt lykilhlutverki. Þá hafa aðilar vinnu- markaðarins í samstarfi við sveitarfélögin, framhaldsskólana og fleiri aðila byggt upp þétt net símenntunarmiðstöðva um land allt sem lyft hafa grettistaki í menntun launafólks á undanförnum árum. Þetta samstarf og árangur þess hefur vakið athygli langt úr fyrir landsteinana. Í apríl síðastliðnum voru birtar niðurstöður úttektar sem Capacent var falið að framkvæma á framhaldsfræðslukerf- inu. Meginmarkmið úttektarinnar var að leggja mat á þróun kerfisins, skilvirkni þess og nýtingu fjár, að skoða hvaða árangri það hefur skilað síðastliðin fimm ár og að kanna hvernig samskiptum milli hagsmunaaðila og þeirra sem taka ákvarðanir er háttað. Sérstök áhersla var lögð á að leggja mat á áhrif og skilvirkni kerfisins. Um helstu niðurstöðu úttektar- innar segir: „Að mati úttektaraðila hefur framhaldsfræðslukerfið eins og það er afmarkað í lögum náð þeim markmiðum sem sett eru í markmiðskafla laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Þeir fjármunir sem ríkið ver til málaflokksins eru nýttir á skilvirkan hátt og renna með skýrum hætti til þeirra verkefna sem að er stefnt. Þá segir einnig: „Árangurinn er augljósastur hvað varðar þann þátt að breyta lífi og störfum þeirra sem sækja sér nám og þjálfun innan kerf- isins, skýr árangur á þeim þætti kemur fram í viðhorfskönnun meðal þeirra sem notið hafa menntunar innan kerfisins.“ Í úttekt Capacent er bent á þætti sem þróa má frekar og bæta, bæði varðandi framhaldsfræðsluna sjálfa og umgjörð hennar. Áhersla er lögð á að kynna framhaldsfræðslukerfið betur fyrir fyrirtækjum og stofnunum og einstaklingum sem kerfið á að þjóna. Bent er á mikilvægi þess að byggja brýr á milli framhaldsfræðslunnar og formlega skólakerfisins og formgera samstarfið þannig að nemendur fái árangur sinn metinn óháð því hvar námið er stundað. Þá er lögð áhersla á að efla enn frekar gæðastarf í framhaldsfræðslunni. Þá er brýnt að efla frekar samstarfið við atvinnulífið til að tryggja enn betur en nú er að framhaldsfræðslan gagnist sem best fyrirtækjum og stofnunum og þeim sem þar starfa. Verkefnið næstu mánuði og misseri er að þeir aðilar sem málið varðar, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Fræðslusjóður og fræðsluað- ilarnir, móti sameiginlega framtíðarsýn og forgangsraði verk- efnum, ákveði hvernig þeim verði best sinnt og af hverjum. Niðurstöður úttektar Capacent og ánægja og árangur þátttakendanna sjálfra eru góður vitnisburður um mikil- vægi framhaldsfræðslunnar og þann árangur sem náðst hefur. Hvoru tveggja er jafnframt mikil hvatning fyrir aðila vinnumarkaðarins og aðra sem vinna að framhaldsfræðslu að halda áfram á sömu braut og gera enn betur. HALLdóR GRÖNVoLd Á V A R P F o R M A N N S Miki l l árangur af starf inu og hvatning t i l að gera enn betur Halldór Grönvold
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.