Gátt - 2014, Qupperneq 6

Gátt - 2014, Qupperneq 6
6 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 ritstjórN ú T T e K T C A P A C e N T Á F R A M H A L d S F R Æ Ð S L U - K e R F I N U F y R I R M e N N T A - o G M e N N I N G A R - M Á L A R Á Ð U N e y T I Þegar á heildina er litið ríkir mikil ánægja meðal notenda með framhaldsfræðslukerfið. Fjármunir þeir sem ríkið ver til málaflokksins eru nýttir á skilvirkan hátt og tilætluðum árangri hefur verið náð á flestum sviðum. Þetta eru meginniðurstöður úttektar sem Capacent ehf. gerði fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og birtast í skýrslu úttektaraðila sem gefin var út í júní 2014. Helstu sóknarfæri liggja meðal annars í aukinni kynningu á framhalds- fræðslukerfinu, eflingu náms- og starfsráðgjafar og í skýrara mati á námi milli kerfa. Lagt er til að hagsmunaaðilar hefji á næstu misserum vinnu við að móta sameiginlega framtíðarsýn framhaldsfræðslunnar og tilgreini helstu verkefni sem vinna þurfi að svo framhaldsfræðslan verði raunveruleg fimmta stoð íslensks menntakerfis. Í lok júní 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent að gera heildstæða úttekt á framhaldsfræðslu- kerfinu (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2014b), sem beindist að hlutverkum, verkaskiptingu og samstarfi Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins (FA), Fræðslusjóðs, fræðsluaðila, annarra hagsmunaaðila og ráðuneytis. Meginmarkmið úttektarinnar var að leggja mat á þróun framhaldsfræðslu- kerfisins, skilvirkni þess og nýtingu fjár, að athuga hvaða árangri það hefur skilað síðastliðin fimm ár og að kanna hvernig samskiptum milli hagsmunaaðila og þeirra sem taka ákvarðanir er háttað. Sérstök áhersla var lögð á að leggja mat á áhrif og skilvirkni kerfisins. Úttektin náði til FA, Fræðslusjóðs og mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis. Þá náði hún einnig til framkvæmda- stjóra/forstöðumanna og tiltekinna starfsmanna (t.d. náms- og starfsráðgjafa og kennara) hjá eftirtöldum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum: • Austurbrú • Farskóli Norðurlands vestra • Framvegis – miðstöð um símenntun í Reykjavík • Fræðslumiðstöð Vestfjarða • Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins • Fræðslunet Suðurlands • IÐAN – fræðslusetur • Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum • Mímir-símenntun • Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar • Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi • Starfsmennt – fræðslusetur • Viska í Vestmannaeyjum • Þekkingarnet Þingeyinga Samhliða úttektinni var gerð viðhorfskönnun meðal notenda þeirrar þjónustu sem framhaldsfræðslukerfið veitir. Það verk- efni var fjármagnað af Fræðslusjóði og voru niðurstöður könnunarinnar bornar saman við aðrar greiningar og annað efni sem aflað var í vinnu úttektaraðila. Tilgangurinn var að komast að því hvaða reynslu notendur hefðu af þjónustunni og að leggja mat á stöðu svarenda fyrir og eftir þjónustuna. Með könnuninni var unnt að bera saman afstöðu notenda og þeirra sem veittu þjónustuna til kerfisins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum viðtala, vinnustofa og vettvangsheimsókna. Úttektaraðilar tóku viðtöl við alla forstöðumenn, haldnar voru vinnustofur með þverskurði starfsmanna og vettvangur á hverju landssvæði fyrir sig var skoðaður. Einnig voru haldnar vinnustofur með starfsmönnum FA og mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þátttakendur í vinnustofum og þeir sem úttektaraðilar ræddu við voru 73 talsins. Val á þátttakendum byggðist á ákvæðum verksamnings við ráðuneytið og þeirri afmörkun sem þar er kveðið á um. Skýrsla með heildarniðurstöðum úttektarinnar var birt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis í júní 2014. M e G I N N I Ð U R S T Ö Ð U R ú T T e K T A R - A Ð I L A Að mati úttektaraðila eru meginniðurstöður þær að fram- haldsfræðslukerfið hafi náð þeim markmiðum sem sett eru fram í 2. grein laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu og að þannig hafi þeir fjármunir sem ríkið ver til málaflokksins verið nýttir á skilvirkan hátt. Augljósasti árangurinn felst í þeim jákvæðu áhrifum sem þátttaka í fræðslutilboðum eða þjón-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.