Gátt - 2014, Síða 7

Gátt - 2014, Síða 7
7 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 ustu í framhaldsfræðslukerfinu hefur haft á líf og störf þjón- ustuþeganna en þegar á heildina er litið ríkir mikil ánægja meðal þjónustuþeganna með kerfið og á það jafnt við um þá einstaklinga sem tekið hafa þátt í tilteknum námsleiðum eða raunfærnimati eða hafa sótt sér náms- og starfsráðgjöf í framhaldsfræðslukerfinu. Þá telja úttektaraðilar samskipti FA, Fræðslusjóðs og fræðsluaðila vera til fyrirmyndar á fag- lega sviðinu þó svo að til staðar sé togstreita um einstaka þætti sem leiðir af ólíkum hlutverkum aðila. H V A R e R U S ó K N A R F Æ R I N ? Ýmis sóknarfæri eru fyrir framhaldsfræðsluna. Þau felast meðal annars í að laga námsframboð enn betur að þörfum markhópsins og efla samstarf hagsmunaaðila. Þá er bent á að almennt séð virðast atvinnulífið, fulltrúar fyrirtækja og einstaklingar í markhópi framhaldsfræðslunnar ekki þekkja nægjanlega vel til framhaldsfræðslukerfisins og því sé nauðsynlegt að efla markaðssetningu og kynningarstarf. Þá er vikið að mikilvægi náms- og starfsráðgjafar, bæði til að aðstoða einstaklinga við val á leiðum innan framhalds- fræðslukerfisins en einnig til að styðja við þá sem glíma við námsörðugleika og eru í markhópi framhaldsfræðslunnar. OECD hefur einnig bent á mikilvægi ráðgjafar og hvatt til þess að byggð verði upp hágæða náms- og starfsráðgjöf þar sem einstaklingum er leiðbeint um störf og leiðir til mennt- unar og þjálfunar (Guðfinna Harðardóttir, 2013). Úttektaraðilar velta fyrir sér hvort sjálfstæði framhalds- skólanna við mat á námi úr framhaldsfræðslunni dragi úr líkum á árangri. Þegar ekki liggur fyrir við upphaf náms í framhaldsfræðslunni hvernig námið verði metið inn í fram- haldsskóla, sé erfitt fyrir einstaklinga sem hefja nám innan framhaldsfræðslukerfisins að setja sér persónuleg markmið. Einnig telja úttektaraðilar æskilegt að nýta í auknum mæli þá möguleika sem felast í fræðslustarfi innan fyrirtækja, sem tilheyrir hvorki framhaldsskólum né framhaldsfræðslukerfinu eins og það er skilgreint í dag. Ábendingar um nauðsyn þess að samræma betur mat á milli kerfa koma einnig fram í Hvítbók mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins sem gefin var út í júní 2014 þar sem segir: „Einnig þarf að samræma starf ýmissa fræðsluaðila þannig að nám í einu kerfi sé metið að verðleikum í öðrum, vilji nemendur ljúka prófi á framhaldsskólastigi“ (Mennta- og menningarmálaráðneyti, 2014a, bls. 35). Þessi áhersla á sér samhljóm í tillögum OECD þar sem hvatt er til að hæfni einstaklinga verði viðurkennd og vottuð formlega því það hvetji til frekara náms og þjálfunar (Guðfinna Harðardóttir, 2013). H e I L d A R S T e F N U M ó T U N N A U Ð - S y N L e G Í skýrslu Capacent kemur ýmislegt fram sem rennir stoðum undir nauðsyn þess að huga að mótun heildarstefnu fyrir framhaldsfræðslukerfið, meðal annars til að skýra betur stöðu þeirra sem ljúka námi innan framhaldsfræðslukerfisins og til að auka þekkingu almennings á þessum hluta mennta- kerfisins. Úttektaraðilar telja því æskilegt að hagsmunaaðilar hefji á næstu misserum vinnu við að móta sameiginlega framtíðarsýn framhaldsfræðslunnar og tilgreini helstu verk- efni sem vinna þurfi að svo framhaldsfræðslan verði raun- veruleg fimmta stoð íslensks menntakerfis. R Í K I S e N d U R S K o Ð U N S T y Ð U R N I Ð - U R S T Ö Ð U R C A P A C e N T ú T T e K T A R o G H V e T U R T I L F R A M K V Æ M d A Ríkisendurskoðun ákvað í ágúst 2013 að hefja athugun á aðkomu mennta- og menningarmálaráðneytis á verkefnum og rekstri símenntunarmiðstöðva (Ríkisendurskoðun, 2014). Þegar í ljós kom að ráðuneytið hafði gert samning við Capa- cent um heildstæða úttekt á framhaldsfræðslukerfinu ákvað Ríkisendurskoðun að falla frá fyrri áætlun enda voru aðferða- fræðin og þau gögn sem stuðst var við í úttektinni sambæri- leg þeim sem stofnunin hugðist nota í sinni athugun. Eftir að hafa kynnt sér niðurstöður úttektarinnar hvatti Ríkis- endurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneytið til að leggja faglegt mat á þær ábendingar sem fram koma í úttekt Capacent, taka afstöðu til gagnsemi þeirra og hrinda síðan samþykktum ábendingum markvisst í framkvæmd til áfram- haldandi þróunar og eflingar framhaldsfræðslukerfinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.