Gátt - 2014, Qupperneq 9

Gátt - 2014, Qupperneq 9
9 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 N o R Ð V e S T U R K j Ö R d Æ M I Norðvesturkjördæmi er afar víðfeðmt og strjálbýlt og nær frá Hvalfirði til Skagafjarðar að Vestfjörðum meðtöldum. Íbúar kjördæmisins eru 29.683 talsins.1 Atvinnulíf er fjölbreytt og byggir einkum á sjávarútvegi, stóriðju, opinberri þjónustu og annarri þjónustu.2 Kjördæmið er ríkt af menntastofnunum með þrjár símenntunarmiðstöðvar, fimm framhaldsskóla og þrjá háskóla auk háskólasetra. Menntunarstig í kjördæminu er umtalsvert lægra en á landsvísu skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Hlutfall íbúa í kjördæminu á aldrinum 16–74 ára sem aðeins hafa lokið grunnmenntun er 48% en 37% á landsvísu. 32% hafa lokið starfs- og framhaldsnámi úr framhaldsskólum sem er þremur prósentustigum lægra en á landsvísu. 20% íbúa í kjördæminu hafa lokið háskólanámi en til samanburðar er hlutfallið 27% á landsvísu. Í fámennum byggðum eru fáir sem leggja stund á tiltekið nám á hverjum stað. Erfitt getur verið að ljúka formlegu námi í heimabyggð af starfsnámsbrautum þar sem ekki er 1 Hagstofa Íslands. (2013). 2 Hagvöxtur landshluta 2007–2011. nægilegur fjöldi nemenda til þess að bjóða upp á alla til- skilda áfanga. Kostnaðarsamt er fyrir nemendur að ferðast um langan veg til að geta lokið námi í öðrum skólum og ýmsar hindranir eru í veginum sem leitt geta til þess að nem- endur ýmist ljúka ekki námi eða flytja til höfuðborgarinnar til að klára nám og koma ekki til baka. Innflytjendur Innflytjendur3 eru 6,7% af íbúum landsins, þar af eru Pólverjar fjölmennasti hópurinn, alls 9.363 íbúar eða 44% allra íbúa með erlent ríkisfang. Pólverjar eru þannig 3% landsmanna. Hæsta hlutfall innflytjenda af íbúum tiltekins svæðis er að finna á Vestfjörðum eða 12%. Innflytjendur eru þó langflestir á höfuðborgarsvæðinu eða tveir af hverjum þremur.4 Í Norðvesturkjördæmi eru samkvæmt Hagstofu Íslands 2.115 íbúar með erlent ríkisfang, þar af eru Pólverjar 56%. Fjölmennastir eru Pólverjar á Akranesi, í Ísafjarðarbæ og Snæfellsbæ. 3 Notast er við svohljóðandi skilgreiningu Hagstofu Íslands á orðinu innflytj- andi: „Innflytjandi er skilgreindur sem einstaklingur sem fæðist erlendis og á foreldra sem báðir hafa erlendan bakgrunn, þ.e. eru fæddir erlendis og eiga sjálfir foreldra sem fæddir eru erlendis.“ (Hagtíðindi 2009). 4 Ari Klængur Jónsson. (2013). Tölfræðilegar upplýsingar um erlenda ríkis- borgara og innflytjendur á Íslandi, bls. 1. Fjölmenningarsetur. gEirLAUg jóhANNsdóttir M e N N T U N N ú N A Í N o R Ð V e S T U R K j Ö R d Æ M I Ti l raunaverkefni um hækkað menntunarst ig í Norðvesturkjördæmi Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi hófst í júní 2013 með samningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans á Bifröst sem hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins. Verkefni þetta er liður í átaki til þess að hækka mennt- unarstig í íslensku atvinnulífi og er fjármagnað af aðilum vinnumarkaðarins. Samskonar til- raunaverkefni er í gangi í Breiðholti í Reykjavík og er yfirskrift verkefnanna Menntun núna. Sumarið 2013 voru tekin viðtöl við um 800 stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana í kjördæminu með það að markmiði að greina þörf einstaklinga á vinnumark- aði í kjördæminu fyrir menntun. Spurningakannanir voru jafnframt framkvæmdar, annars vegar á meðal forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana, og hins vegar íbúakönnun út frá úrtaki úr þjóðskrá. Á grundvelli niðurstaðna viðtalsrannsóknar og kannana voru samþykktar tillögur að aðgerðum til að hækka menntunarstig í kjördæminu sem nú er unnið að í samvinnu fjöl- margra aðila. Meginmarkmiðin eru að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda í kjördæminu. Geirlaug Jóhannsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.