Gátt - 2014, Page 14

Gátt - 2014, Page 14
14 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 fyrirtæki og hvetja þau til þess að gefa starfsmönnum tækifæri til menntunar, með áherslu á nám í mat- vælaiðnaði og þjónustu, þegar það á við. Þeir eiga einnig að stuðla að auknu samstarfi atvinnulífsins og fræðsluaðila. • Áhersla er lögð á tækifæri starfsmanna af erlendum uppruna til þess að læra íslensku á vinnustað með þátttöku samstarfsfólks og vinnuveitenda. • Auka aðgengi að raunfærnimati og stuðningi til að ljúka námi. • Koma á samráðsvettvangi fræðsluaðila á svæðinu sem hefur það hlutverk að tryggja samræmt mat á einingum milli framhaldsfræðsluaðila og skóla. • Hvetja einstaklinga sem nýverið hafa hætt í fram- haldsskóla til að hefja nám að nýju með boði um aukinn stuðning náms- og starfsráðgjafa. • Standa fyrir ráðstefnu um bestu leiðir í íslensku- kennslu, í samstarfi við tilraunaverkefni í Breiðholti í Reykjavík. • Byggt verður á því sem fyrir er og meðal annars haft náið samstarf við starfsmenntasjóði sem starfa á svæðinu. Ein forsenda verkefnisins er að afurðir þess séu aðgengilegar og vel skjalfestar svo þær megi nota á öðrum landssvæðum. Árangursmælikvarðar • Að fyrirtækjum sem bjóða upp á starfstengt nám fjölgi að jafnaði um tíu á mánuði eða um 120 fyrirtæki á árinu í kjördæminu. • Að 60 manns af svæðinu fari í raunfærnimat (15 af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra og 30 af Vestur- landi). • Að 75% þeirra sem ljúka raunfærnimati fari í nám til að ljúka því sem á vantar. • Að 15 framhaldsskólanemendur sem hætt hafa námi, hefji nám að nýju og njóti aukinnar handleiðslu náms- og starfsráðgjafa og raunfærnimats þegar við á. • Að 25% þeirra sem taka þátt í íslenskukennslu á vinnustað nái þeim árangri að geta haldið uppi sam- ræðum á íslensku. Háskólinn á Bifröst ber ábyrgð á verkefninu gagnvart mennta- og menningarmálaráðuneyti en framkvæmd þess verður í náinni samvinnu við símenntunarmiðstöðvar og framhaldsskóla í kjördæminu. Símenntunarmiðstöðvarnar í kjördæminu og Háskólinn á Bifröst gengu frá samkomulagi um framkvæmd tiltekinna verkþátta í verkefninu. A F R A K S T U R I N N N ú þ e G A R Til þess að vinna að fyrrgreindum markmiðum voru gerðir samningar við símenntunarmiðstöðvarnar þrjár í kjördæm- inu, Farskólann, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Símennt- unarmiðstöðina á Vesturlandi, um að annast þrjá verkþætti, þ.e. fræðsluerindrekstur, skipulagningu á raunfærnimati og íslenskukennslu á vinnustöðum. Í kjölfar þeirra samninga réðu miðstöðvarnar til sín starfsfólk til að sinna fræðsluerindrekstri og öðrum tengdum verkefnum, auk þess sem stjórnendur og annað starfsfólk tekur virkan þátt í að vinna verkefnunum brautargengi. Mikilvægt er að enginn tími fari til spillis því samningurinn um tilraunaverkefnið gildir aðeins til eins árs. Raunfærnimat Einn liður í tilraunaverkefninu er að auðvelda aðgengi að raunfærnimati fyrir íbúa í kjördæminu. Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem fólk hefur öðl- ast í starfi og frítíma til styttingar náms í framhaldsskóla. Töluverður tími fór í að kortleggja og velja hvaða greinar skyldu valdar til að bjóða upp á raunfærnimat. Á dreifbýlu svæði getur reynst erfitt að ná lágmarksfjölda þátttakenda í greinum og því var nauðsynlegt að velja tilteknar greinar sem einna mest þörf reyndist fyrir af þeim um það bil 40 greinum sem búið er að hanna raunfærnimat fyrir. Niður- staðan varð sú að leggja áherslu á raunfærnimat meðal starfsfólks í skipstjórn, fisktækni og þjónustugreinum, en einnig meðal félagsliða, leikskólaliða og stuðningsfulltrúa. Einnig skyldi unnið að raunfærnimati í slátrun, vélstjórn og vélvirkjun í samvinnu við Iðuna fræðslusetur sem heldur utan um raunfærnimat í öllum iðngreinum öðrum en rafiðn- greinum. Haldnir voru kynningarfundir um raunfærnimat vítt og breitt um kjördæmið í samstarfi við Iðuna og fleiri aðila sem koma að raunfærnimati. Í vor luku 17 þátttakendur á Sauðárkróki raunfærnimati í fiskvinnslu og hefja þeir nám í haust í fisktækni á vegum Far- skólans og Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra í samvinnu við Fisktækniskólann. Í undirbúningi er að 25 þátttakendur af Vestfjörðum ljúki raunfærnimati í fiskvinnslu á haustmán- uðum. 42 einstaklingar úr kjördæminu hafa lokið raunfærni- mati í skipstjórn sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða annaðist í samvinnu við Visku í Vestmannaeyjum og Tækniskólann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.