Gátt - 2014, Qupperneq 15

Gátt - 2014, Qupperneq 15
15 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Símenntunarmiðstöð Vesturlands undirbýr nú raunfærnimat fyrir félagsliða- og leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabraut og mun 45 einstaklingum í Norðvesturkjördæmi gefast kostur á að taka þátt í matinu. Þessu til viðbótar er fólk hvatt til að kynna sér raunfærnimat í iðngreinum á vegum Iðunnar. Í árslok er stefnt að því að 120 einstaklingar hafi fengið færni sína metna til eininga og eigi þannig kost á að ljúka námi á skemmri tíma en ella. Í því felst mikil hvatning fyrir fólk til að halda áfram námi og ljúka því sem það er byrjað á. Fræðsluerindrekstur Á vegum símenntunarmiðstöðvanna hefur fræðsluerind- rekstur verið aukinn með því að fjölga heimsóknum til fyrir- tækja þar sem fjölbreytt námsframboð er kynnt og starfs- tengdu námi komið á fót í samræmi við þarfir fyrirtækjanna og óskir stjórnenda og starfsfólks. Þegar ríflega átta mán- uðum af líftíma verkefnisins er lokið er búið að heimsækja að minnsta kosti 175 fyrirtæki og stofnanir og koma á um 50 námskeiðum með ríflega 500 þátttakendum. Nokkur fyrirtæki hafa bæst í hóp þeirra sem fá fræðslu- stjóra að láni sem greinir markvisst þarfir fyrir fræðslu innan fyrirtækjanna og útbýr í kjölfarið fræðsluáætlun sem hægt er að byggja á til framtíðar. Fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki til að kosta ráðgjöfina og ávinningurinn er umtals- verður. Haldin hafa verið fjölmörg námskeið hjá fyrirtækjum og stofnunum, svo sem lyftaranámskeið, skyndihjálparnám- skeið, tölvunámskeið, íslenskunámskeið fyrir útlendinga, starfstengd námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu og svo mætti áfram telja. Fjölmörg sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir eru auk þess í undirbúningi. Íslenskukennsla fyrir innflytjendur Einn liður í tilraunaverkefninu er að standa fyrir ráðstefnu um bestu leiðir í íslenskukennslu í samvinnu við Menntun núna í Breiðholti í Reykjavík. Fjölmenningarsetur tók einnig þátt í undirbúningi ráðstefnanna. Tvær ráðstefnur voru haldnar í október 2014. Sú fyrri fór fram á Ísafirði og sú seinni í Gerðu- bergi í Breiðholti. Báðar voru ráðstefnurnar vel sóttar og voru þátttakendur alls 120. Markmið ráðstefnanna var að kynna ólíkar kennsluað- ferðir sem þróaðar hafa verið undanfarin ár við íslensku- kennslu og kynna sömuleiðis áhrifaríkar aðferðir til að efla þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Menntamálaráðherra, innanríkisráðherra og félagsmálaráðherra voru á meðal fjöl- margra framsögumanna. Nýleg stefnumótun Innflytjenda- ráðs var meðal annars kynnt til sögunnar og sagt var frá reynslu fólks af því að flytja til landsins og læra tungumálið. Í tengslum við Menntun núna í Norðvesturkjördæmi verða haldin starfstengd íslenskunámskeið með túlki til að auðvelda þátttakendum að læra tungumálið og öðlast þjálfun í málinu á vinnustaðnum. Samstarf fræðsluaðila Eitt meginmarkmið tilraunaverkefnisins er að auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám. Fyrir tilstuðlan verkefnisins hafa orðið til nokkur ný samstarfsverkefni sem efla námsframboð framhaldsskólanna í héraði. Samstarf Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV), Farskólans og Fisktækniskólans hefur leitt til nýrrar náms- brautar í fisktækni við FNV sem nú er boðið upp á í fyrsta sinn. Við Menntaskólann á Ísafirði er hafið nám í skipstjórn í tengslum við raunfærnimat í skipstjórn sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða skipuleggur. Við Menntaskóla Borgarfjarðar hefur verið boðið upp á þjónustunámskeið fyrir fólk sem vinnur við framlínustörf í verslun og þjónustu og hafa nemendur skól- ans getað sótt námskeiðið sem hluta af sínu námi. Við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur aðsókn að iðnnámi aukist umtalsvert og má rekja þá aukningu að einhverju leyti til starfa fræðsluerindreka á Vesturlandi sem einnig starfar við skólann. A Ð L o K U M Að hækka menntunarstig er langtímaverkefni. Heildarár- angur þessa tilraunaverkefnis verður því ekki metinn til fulls fyrr en að nokkrum árum liðnum. Ljóst er að verkefnið hefur leitt margt jákvætt af sér, svo sem aukna samvinnu fræðsluaðila, bæði innan skólastiga og þvert á skólastig. Vitundarvakning um raunfærnimat hefur orðið og tækifæri fólks í dreifðum byggðum til að ljúka raunfærnimati hafa aukist. Þekking á fjölbreyttum kennsluaðferðum við íslensku- kennslu hefur aukist og íslenskukunnátta innflytjenda sem hafa sótt námskeið mun að vonum aukast. Hinar fjölmörgu heimsóknir fræðsluerindreka á vinnustaði hvetja starfsfólk og stjórnendur til að huga betur að námi og nú þegar hefur aðsókn að starfsmenntun aukist milli ára, þar á meðal í skip- stjórnarnám, fisktækninám og fleiri námsgreinar. Samvinna fræðsluaðila og atvinnulífs hefur eflst og mun vafalaust halda áfram að styrkjast á næstu árum, atvinnulífi og íbúum í kjördæminu til heilla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.