Gátt - 2014, Síða 17

Gátt - 2014, Síða 17
17 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 stEFANÍA KristiNsdóttir M e N N T U N N ú N A Í b R e I Ð H o L T I – þ j ó N U S T A Í N Æ R U M H V e R F I Tilraunaverkefnin Menntun núna í Norðvesturkjördæmi og Breiðholti hafa það meginmark- mið að hækka menntunarstig með því: • að efla menntun og stuðla að viðurkenningu á færni þeirra sem ekki hafa lokið prófi á framhaldsskólastigi, • að efla innflytjendur með íslenskunámi og samfélagsfræðslu samhliða því að stuðla að viðurkenningu á menntun og færni sem aflað hefur verið í öðru landi, • að stuðla að aukinni umræðu og þátttöku íbúa í menntun og fræðslu í þeirra nær- samfélagi. Leitað verður leiða til að auka og efla þjónustu við íbúa með samstarfi við þjónustuaðila á borð við sveitarfélög, framhaldsskóla, stéttarfélög og símenntunarmiðstöðvar um að veita nám og ráðgjöf til íbúa. Stefanía Kristinsdóttir U N d I R b ú N I N G U R V e R K e F N I S I N S Undirbúningur verkefnisins hófst 2013 með skipan verkefnis- stjórnar sem í sátu fulltrúar fræðsluaðila, Samtaka atvinnu- lífsins, menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar en Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, er formaður hennar. Skýrsla með verkáætlun og tillögum að aðgerðum lá fyrir í lok árs 2013. Jón Gnarr borgarstjóri og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra skrifuðu undir samning um tilraunaverkefnið 14. mars 2014 í Gerðubergi og fór þá annar áfangi verkefnisins af stað. Í tillögum verkefnisstjórnar kom fram að tilraunirnar í verkefninu fælust í (Verkefnastjórn, 2014): 1. Að nýta aðstöðu og innviði Reykjavíkurborgar sem vett- vang fyrir ráðgjöf, stuðning og fræðslu til markhópa. 2. Að byggja upp samstarf á milli kerfa í tengslum við þjónustu við markhópinn, t.d. með því að hvetja til og koma á samstarfsverkefnum félagsþjónustu, Vinnu- málastofnunar, framhaldskólans og framhaldsfræðsl- unnar. 3. Að samþætta stuðning og námsframboð framhalds- skóla og framhaldsfræðslu til að mæta ólíkum þörfum. 4. Að nýta Fab Lab-smiðjuna í Breiðholti til að kveikja áhuga á frumkvöðlastarfsemi, verknámi og starfs- þjálfun. 5. Að nýta stofnanir Breiðholts, s.s. félagsþjónustu, skóla og grunnskóla, til að nálgast markhópa verkefnisins. 6. Að vinna með grasrót inn- flytjenda og ólíkra innflytjenda- samfélaga, bæði í borginni og í Breiðholti. 7. Að fyrirtæki og stofnanir í Breiðholti gefi starfsmönnum, sem ekki hafa lokið formlegu námi eftir grunnskóla, kost á að fara í raunfærnimat og í framhaldi að hefja nám með vinnu. 8. Að setja af stað starfskynningarverkefni þar sem þátt- takendum gefst kostur á að kynnast ólíkum störfum. 9. Að stuðla að gerð 1–6 mánaða starfsþjálfunarsamninga við fyrirtæki og stofnanir til að gefa fólki í atvinnuleit og fólki sem nýtur fjárstuðnings frá félagsþjónustu kost á að kynnast ólíkum störfum. 10. Að þróa og aðlaga þjónustu og ráðgjöf að þörfum inn- flytjenda, meðal annars vegna raunfærnimats og stuðla að því að innflytjendur búsettir í hverfinu fái viðurkenn- ingu á menntun sinni. b R e I Ð H o L T I Ð Í Breiðholtinu búa 20.698 manns eða 17,3% allra Reyk- víkinga. Af íbúum Breiðholts búa flestir eða 8.679 í Efra- Breiðholti, næstflestir eða 8.114 búa í Seljahverfi en fæstir búa í Neðra-Breiðholti eða 3.905. Í Breiðholti er hlutfall inn- flytjenda um 18% eða 3.724 manns en hlutfall innflytjenda á Íslandi er 9,1%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.